Fréttablaðið - 15.02.2012, Side 24

Fréttablaðið - 15.02.2012, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGPrentsmiðjur MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 20124 PRENTAÐ Í VIÐEY Prentsmiðja, Viðeyjarprent, var starfrækt í Viðey í aldarfjórðung, eða á árunum 1819 til 1844. Klausturpósturinn var meðal þess fyrsta sem hún prentaði, en hann innihélt innlent og erlent frétta- og fræðsluefni. Hann var fyrsta mánaðarritið sem kom út á íslensku og var fyrst prentaður á Beitistöðum 1818. Magnús Stephensen dómstjóri gaf hann út. Viðeyjar- prent prentaði líka mánaðarritið Sunnanpóstinn árið 1835-36 og 5. árgang af ársritinu Fjölni árið 1839-1840. Prentvélar leika stærra hlut-verk í kvikmyndum en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Vestrarnir riðu á vaðið og ótölu- legur fjöldi þeirra inniheldur at- riði þar sem reynt er að koma rit- stjóra dagblaðs fyrir kattarnef og eyðileggja prentvélarnar. Sjón- varpsþáttaraðir héldu sig við þessa hefð og meðal kvikmynda og þátta fyrri tíma þar sem prentsmiðj- ur leika stórt hlutverk eru: Bon- anza, Liberty Valance, Have Gun Will Travel, Cimarron, Penny Sere- nade, Harry & Walter Go To New York, The Rockford Files, og The Twilight Zone. Einna lengst gengur þó kvik- myndin The Paper frá 1994 þar sem stór hluti myndarinnar á sér stað í prentsmiðju dagblaðsins sem titillinn vísar til. Glenn Close og Michael Keaton berjast bók- staflega ofan á prentvélinni þegar hann, sem hinn samviskusami, sannleikselskandi blaðamaður sem við þekkjum úr fjölda kvik- mynda, reynir að stöðva prentun blaðsins sem hefur ranga frétt á forsíðunni. Annað minnisstætt prentvélar- atriði er í kvikmyndinni Catch Me If You Can frá 2003 þar sem Leon- ardo DiCaprio og Tom Hanks eru í stjörnuhlutverkum. Þar sést falsar- inn prenta sín eigin ávísanaeyðu- blöð í stærðarinnar prentvél. Þeir sem þekkja prentvélar hafa reynd- ar bent á að það sé ekki mögu- leiki að blöðin þeytist úr slíkri vél eins og sýnt er í kvikmyndinni en Hollywood hefur aldrei látið raun- veruleikann standa í vegi fyrir áhrifamikilli kvikmyndatöku. Nýjasta myndin þar sem prent- vélar eru notaðar á áhrifamikinn hátt er Inception og aftur er það DiCaprio sem er í stjörnuhlutverk- inu auk prentvélarinnar. Spurning hvort hann sé farinn að setja það í samninga sína að fá að leika á móti prentvél. Prentvélarnar skyggja stundum á stjörnurnar Prentvélar eru oft notaðar á áhrifamikinn hátt í kvikmyndum. Oftast tengist notkun þeirra prentun dagblaða sem þarf að stöðva útgáfu á, en á seinni árum hafa þær þó haft víðtækari hlutverk í kvikmyndum frá Hollywood. Michael Keaton. Glenn Close. Leonardo DiCaprio. Tom Hanks.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.