Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING Prentsmiðjur15. FEBRÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR 7 Í slagorðinu felst að við getum leyst málin frá upphafi til enda, hvort sem við-skiptavinurinn kemur með óljósa hug- mynd í kollinum eða óunnin gögn. Hann þarf einfaldlega ekki að hafa áhyggjur meir því við sjáum af fagmennsku um málið frá A til Ö,“ segir Sölvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Umslags. Hann segir fyrirtækið bjóða fjölbreytta vöruflokka og úrlausnir. „Meðal verkefna Umslags á sviði gagna- prentunar eru reikningar, yfirlit og mark- póstur, svo eitthvað sé nefnt. Við sérhæfum okkur í hönnun, áritun og pökkun gagna og prentun umslaga, en erum jafnvíg á alla aðra prentun, jafnt stóra sem smáa,“ út- skýrir Sölvi og bætir við að fyrirtækið leggi mikið upp úr öryggismálum. „Öryggi og trúnaður skiptir höfuðmáli við vinnu á viðkvæmum gögnum, hvort sem þau koma frá ríki, borg eða fyrirtækj- um. Þá höfum við alltaf verið ófeimnir að vera í samstarfi við aðra, bæði prentsmiðj- ur og fyrirtæki, og þar má meðal annars nefna Advania, en það samstarf hefur varað í hartnær tvo áratugi,“ útskýrir Sölvi. Meðal vinsælla úrlausna Umslags er svo- kallað prentbox fyrir fyrirtæki. Prentbox er gagnagrunnur á netinu þar sem fyrirtæki geta vistað öll prentgögn sín á einum stað. „Prentbox hafa slegið í gegn og mörg fyrirtæki sem nýta sér þægilegan aðgang að prentgögnum sínum, þaðan sem auðvelt er að vinna með þau áfram og panta prentun úr þegar á þarf að halda og hvaðanæva að,“ segir Sölvi. Hann segir Umslag mestmegnis starfa í þjónustu fyrirtækja og að nú færist í aukana að óskað sé eftir breytilegri prentun. „Með breytilegri prentun geta fyrirtæki sent út markpóst með mismunandi skila- boðum, myndum og grafík til ólíkra við- takenda. Þá tökum við með í reikning- inn viðskiptamannalista fyrirtækisins og klæðskerasníðum markpóstinn að ólíkum markhópum. Með því geta fyrirtæki sent út markvissari skilaboð og náð til markvissara úrtaks hverju sinni.“ Sölvi segir prentsmiðjur lifa í síbreytilegu vinnuumhverfi og til að mæta því ætli Um- slag að snúa sér meira að stafrænni vinnslu en áður, bæði í prentun og annarri þjónustu. „Við ætlum að færa út kvíarnar með fleiri boðleiðum sem enn munu auka á mögu- leika fyrirtækja til að ná til viðskiptavina með óvæntum og skemmtilegum leiðum.“ Frá hugmynd til viðtakanda Umslag stendur á tvítugu um þessar mundir. Slagorð fyrirtækisins er ofangreint og ekkert verkefni of stórt né flókið í meðförum starfsfólks Umslags sem sérhæfir sig í prentun, pökkun og dreifingu fjölbreyttra gagna. Sölvi Sveinbjörnsson er framkvæmdastjóri Umslags. Þar á bæ er tekið einkar hlýlega á móti gestum í einstöku og umhverfisvænu fyrirtæki. MYND/VALLI Þeir sem stunda pappírs-viðskipti og prentun hafa í seinni tíð þurft að sitja undir gagnrýni um að vera óvinir nátt- úrunnar og eyða dýrmætum skóg- um til þess eins að skaða umhverf- ið. Því andmælum við harðlega því pappírsnotkun nú til dags tengist viðamikilli umhverfisstefnu sem rekin er um allan heim,“ segir Sölvi Sveinbjörnsson í Umslagi, þar sem umhverfisvernd hefur alla tíð verið höfð að leiðarljósi, en fyrirtækið fékk meðal annars umhverfisverðlaun Reykjavíkur- borgar árið 2003 og er í þann veg- inn að fá Svansvottun, sem er nor- rænt umhverfismerki sem vottar strangar umhverfis-, heilsu- og gæðakröfur. „Umslag hefur alltaf verið dug- legt að flokka og skila, og notar eingöngu endur v innanlegan pappír úr nytjaskógum. Í nytja- skógum eru ræktuð ný tré í stað þeirra sem felld eru til pappírs- framleiðslu. Það er hollt fyrir náttúruna því tré eru öflugust á fyrstu æviárunum og vinna þá mest gegn mengun. Síðar hægist á virkni þeirra og því ávinningur fyrir umhverfið að fella gömul tré til að rækta upp ný í staðinn.“ Vinir náttúrunnar Umslag er umhverfisvænt fyrirtæki alla leið og fær Svansvottun á næstu dögum. Sölvi í prentsal Umslags þar sem náttúruvernd er höfð í hávegum við vinnslu prentgripa. MYND/VALLI SAGAN UM LITLA LJÓTA MYNDAGALLERÍIÐ Á veggjum Umslags hanga yfir 150 málverk, dreifð um fyrirtækið, jafnt skrifstofur, vinnslusali, kaffistofu og salerni þess. Tilurð listaverkasafnsins, sem í daglegu tali Umslagsfólks er kallað Litla, ljóta myndagalleríið, er frá árdögum fyrirtækisins þegar þáverandi eigandi keypti málverk sem sam- býliskona hans hafði ekki smekk fyrir. Hann ákvað því að stofna sitt eigið gallerí og er ötull listaverkasafnari, en á veggjum Umslags hanga verk stórmálara niður í minni spámenn. „Við bjóðum viðskiptavinum alltaf að skoða listagalleríið, en ef þeir hafa áhuga mega þeir skoða vinnsluna í leiðinni,“ útskýrir Sölvi og kímir. HEIMILISLEGT OG KÓSÍ Í Umslagi starfar þéttur hópur sautján starfsmanna í notalegu og heimilis legu umhverfi. „Við erum meira í ætt við fjölskyldu en fyrirtæki og fylgjumst vel með sálarástandi hvers annars,“ segir Sölvi hlæjandi. „Styrkur fyrirtækisins liggur í hvaða augum starfsfólkið lítur það. Umslag er eins og annað heimili þess; við gerum mikið saman, göngum á jökla, förum í ferðalög, höldum þorrablót, jólaboð og fleira. Þá erum við með ákveðna mennta- og forvarnastefnu sem felst meðal annars í því að allir starfsmenn sækja nauðsynleg námskeið, og einnig má nefna að þeir fá göngugreiningu í Flexor og þar til gerða skó og innlegg ef þeir óska, því stöður eru oft miklar við vélar. Í okkar umhverfi skiptir miklu að allir geti unnið hratt og vel og við gerum okkar besta til að starfsfólkinu líði sem best við störf sín.“ TIL UMHUGSUNAR „Prentun hefur verið við lýði í 500 ár og pappír verið til í 5.000 ár. Því mun iPad ekki breyta á einni nóttu.“ - Benny Landa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.