Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGPrentsmiðjur MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 20126 Fyrsta prentsmiðja á Íslandi var að Hólum í Hjaltadal. Jón Matthíasson prestur flutti hana til landsins, að því að talið er í kringum 1530, að tilhlutan Jóns Arasonar biskups. Óhætt er að segja að þar hafi á sínum tíma verið prentuð mörg önd- vegisrit á íslensku, svo sem guð- ræknirit, rímnakver, dómbækur, lögbækur og fleira. Guðbrandsbiblía er meðal þess sem prentað var á Hólum. Hún er fyrsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku og kennd við Guðbrand Þorláksson bisk- up þar. Samkvæmt titilblaði var útgáfuár 1584. Hægt er að skoða upprunalegt eintak af henni á Þjóðminjasafni Íslands. Af öðrum verkum sem voru prentuð á Hólum má nefna frumútgáfu Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar árið 1666 og Jónsbók, hin forna lögbók Íslendinga, sem kom í tveimur útgáfum, 1707 og 1709. Prentsmiðjan á Hólum var starfsrækt til 1779. Heimildir: visindavefur.hi.is og wikipedia.org. Fyrsta prentsmiðjan á Íslandi Prentsmiðja var lengi vel rekin á Hólum. MYND/GUN Minnsta bók heims sam-kvæmt heimsmetabók Guinnes er „Teeny Ted from Turnip Town“ sem Robert Chaplin gaf út í apríl árið 2007. Sagan er eftir Malcom Douglas Chaplin og er dæmisaga um sigur Teeny Ted í næpukeppni á land- búnaðarsýningu. Bókin var fram- leidd í rannsóknarstofunni Nano Imaging við Simon Fraser-há- skólann í Vancouver í Bandaríkj- unum. Bókin er aðeins 0,07 mm sinnum 0,10 mm að stærð. Staf- irnir eru ristir með 7 nanómetra jónageisla á 30 örsmáar töflur á sílíkonflögu. Bókin kostaði tíu þúsund pund í framleiðslu og var gefin út í 100 eintökum. Ekki var talið að eftir- spurnin yrði mjög mikil þar sem sérstaka smásjá þarf til að lesa bókina. Bókin hefur sitt eigið ISBN-númer sem er ISBN-978-1- 894897-17-4 Stærsta smábókasafnið Su m i r sa f na f r í merk j- um, aðrir servíettum, en indverski kennarinn Nik- unj Vagadia safnar smáum bókum. Hann á nú eitt stærsta safn slíkra bóka í heimi. Þar má finna bækur sem eru frá 19x27 mm upp í 47x55mm. Safninu er skipt niður í 17 f lokka á borð við ævisögur, klassísk leikrit, smá- sögur, barnabækur, skáldverk og trúarleg rit. Dýrasta bókin í safni hans er 33x46 mm stór ævi- saga Mahatma Gandhi sem bundin er í kápu úr 24 karata gulli. Meðal annarra bóka í safni Vagadia má nefnda Harry Potter og viskusteininn og 258 svipað- ar bækur sem ha n n hef u r sjálfur fram- leitt. Og mark- miðið? Það er að dreifa boðskap friðar, kærleika og ástar. Minnstu bækurnar Bækur eru heillandi. Þær geta bæði glatt augað með fallegu prentverki en ekki síður auðgað hugann með fróðlegu innihaldi. Þetta á bæði við stórar sem smáar bækur og jafnvel svo örsmáar að þær sjást ekki með beru auga. Minnsta bók í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness er Teeny Ted from Turnip Town Hún er 0,07 mm x 0,10 mm og sést ekki með berum augum. Meðal þess sem er að finna í smábóka- safni Nikunjs Vagadia er minnsta ævisaga Gandhi skreytt gulli. Faðirvorið er prentað í þessari örsmáu bók sem er 5x5 mm og er ein minnsta bók í heimi. NORDICPHOTOS/GETTY ALÞJÓÐLEGT PRENTSAFN Í SUÐURKALIFORNÍU Alþjóðlega prentsafnið er opinber stofnun sem stofnuð var 1988 af David Jacobson og Ernest A. Lindner. Safnið er í smábænum Carson í Kaliforníu um tuttugu mínútna akstur fyrir sunnan miðborg Los Angeles. Þar er meðal annars að finna The Lindner Collection of Antique Printing Machinery sem lánað hefur prentvélar frá ýmsum tímum til kvikmyndavera sem gera myndir þar sem prentiðnaðurinn kemur við sögu. Í tilefn i ferm ingar minn ar vil ég b jóða þ ér/ykk ur að gl eðjas t með mér og fjö lskyld u min ni á þ essum tíma mótu m. Athöf nin fe r fram í Vída línskir kju í G arðab æ sunnu dagin n 28. mars kl. 13 :00. V eislan verðu r í sal T annlæ knafé lags Í sland s, Síðu múla 35, R eykja vík kl. 17:00 . Kær k veðja , Sif Sn orrad óttir Ef þið hafið ekki tök á að m æta, vinsa mlega hafið samb and í síma 863 8 103 e ða í t ölvup óst gudru n.finn sdotti r@gm ail.co m fyr ir 14. mars . Fermi ng hönnun • umbrot • auglýsingar • prent Sími 568 1000 • GSM 824 6610 Grensásvegi 12A • 108 Reykjavík frum@frum.is • www.frum.is … góður punktur …góður punktur Grensásvegur 12A • Sími 568 1000 • frum.is Fermingarboðskort • Bæklingar Bréfsefni • Litaljósritun • Nafnspjöld • Plastkort Prentun • Reikningar • Skýrslur • o.fl. o.fl. hönnun • umbrot • auglýsingar • prentun FR U M ÖLL ALMENN PRENTUN Svo sem: Nafnspjöld Bréfsefni Möppur Umslög Ársskýrslur Bæklingar Boðskort Bækur Bjóðum einnig: Útlitshönnun Heimasíðugerð Rafbókagerð Ljósmyndir Ljósritun VIÐEY GERÐU KORTIN HEIMA Útbúðu sjálf/ur fermingar kortið þitt á www.katkort.is. Einfalt og ódýrt Göngum hreint til verks! #1 á Íslandi með Svansmerkið!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.