Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 6
15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR6 VELFERÐARMÁL 300 börn deyja á hverri klukkustund vegna vannær- ingar. Ef stjórnvöld í heiminum fara ekki að standa við skuldbind- ingar um að sporna við matvælak- reppu má áætla að 450 milljónir barna muni líða fyrir andlegan og líkamlegan vanþroska vegna van- næringar á næstu fimmtán árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children um vannæringu barna. Skýrslan kemur út í dag. Vannæring er undirliggjandi ástæða þriðjungs alls barnadauða í heiminum, en henni hefur ekki verið veitt sama athygli eða fjár- magn og aðrar orsakir barna- dauða, eins og alnæmi og malaría. Barnaheill – Save the Children hvetja í skýrslunni þjóðarleiðtoga til að grípa til nokkurra aðgerða til að takast á við vandamálið, meðal annars að koma á raun- hæfri aðgerðaáætlun og fjárfesta í félagslegum aðgerðum sem ná til þeirra fjölskyldna sem verst eru settar. - þeb Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs Samkvæmt 32. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Með hliðsjón að framansögðu tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 12.00 þriðjudaginn 28. febrúar 2012 og ber að skila tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 179 fullgildra félagsmanna Reykjavík 27. janúar 2012. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja ALÞINGI Oddný G. Harðardóttir, sitjandi iðnaðarráðherra, mælti fyrir heildstæðri orkustefnu Íslands á Alþingi í gær. Þar kemur fram að þegar er búið að virkja helming af nýtanlegri raforku í vatnsafli og jarðvarma. Skýrslan er unnin af stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði árið 2009 og var hún lögð fyrir þingið til umræðu í gær. Iðnaðarráðherra mótar síðan endanlega tillögu um orkustefnu Íslands. Í tillögunni segir að velja eigi orkunýtingu af kostgæfni og með hámarks arðsemi að leiðarljósi. Komið verði á fót sérstökum auð- lindasjóði sem bjóði út nýting- arsamninga til ákveðins tíma í senn, 25 til 30 ára „eða eftir eðli hvers virkjunarkosts að teknu til- liti til upphafsfjárfestingar og afskriftartíma“. Iðnaðarráðherra sagði stefnt að því að draga úr notkun jarðefna- eldsneytis. „Þó svo að nær öll raforkufram- leiðsla hér á landi eigi uppruna sinn í endurnýjanlegum orku- lindum og það sama megi segja um þá orku sem nýtt er til hús- hitunar, eða um 67%, þá á um 33% af heildar- orkunotkun hér á landi uppruna sinn úr jarð- efnaeldsneyti, sem nýtt er á fiskiskipaflot- ann og til sam- gangna á landi. Hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum hér á landi er innan við 1%.“ Árið 2010 var flutt inn jarðefna- eldsneyti fyrir 44 milljarða króna í gjaldeyri og sagði Oddný því til mikils að vinna í þjóðhagslegum sparnaði ef hægt væri að nota inn- lenda orkugjafa í stað erlendra. Skýrslan fjallar einnig um möguleikann á útflutningi raf- orku um sæstreng. Oddný lagði til, þegar hún fylgdi skýrslunni úr hlaði, að gerð yrði „heildstæð hagkvæmnikönnun á lagningu sæstrengs til Evrópu, þar sem lagt verði mat á samfélagslegan ábata við slíka framkvæmd að frádregn- um samfélagslegum kostnaði“. Stjórnarandstæðingar fögnuðu margir hverjir tilkomu skýrslunn- ar, en höfðu þó ýmislegt við hana að athuga. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort hún fæli í sér hærra raforkuverð. Hann gaf lítið fyrir þau orð ráðherra að skýrslan væri til umræðu; um gríðarlega mikil- vægt mál væri að ræða og ekki hægt að henda fram hálfköruðum hugmyndum. Nokkur umræða varð um hve mikil orka væri nýtanleg og hve hratt ætti að ganga í nýtingu hennar. kolbeinn@frettabladid.is Auðlindasjóður og nýting í 25 til 30 ár Stofna á auðlindasjóð og leigja orkuauðlindir í 25 til 30 ár samkvæmt orku- stefnu Íslands. Auka á vægi endurnýjanlegra orkugjafa. Flutt var inn jarðefna- eldsneyti fyrir 44 milljarða 2010. Gæti hækkað raforkuverð til almennings. ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR JARÐVARMI Samkvæmt skýrslu stýrihóps iðnaðarráðherra segir að búið sé að virkja um helming af nýtanlegri raforku í vatnsafli og jarðvarma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FASTEIGNAMARKAÐUR Alls var 90 kaupsamningum þinglýst á höfuð- borgarsvæðinu á milli þriðja til níunda febrúar. Á vef Þjóðskrár segir að 63 samningar hafi verið um eignir í fjölbýli, þrettán um sérbýli og fjórtán um aðrar eignir en íbúðar- húsnæði. Heildarvelta var 2.527 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,1 milljón króna. Þetta er svipað og á sama tíma í fyrra. Þremur kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, fimmtán á Akur- eyri og átta á Árborgarsvæðinu. - þj Fasteignamarkaðurinn: 90 samningum þinglýst á viku ALÞINGI Skattahækkanir ríkis- stjórnarinnar og gjaldbreyting- ar hafa hækkað verðtryggð lán íslenskra heimila um 23 milljarða króna frá 1. febrúar 2009 til 1. janúar 2012. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráð- herra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadótt- ur, þingmanns Hreyfingar- innar. Alls námu verðtryggð lán íslenskra heim- ila 1.409,6 millj- örðum króna í árslok 2011. Verðtryggð lán fyrirtækja námu 282,2 milljörðum króna og hafa aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar hækkað þau um 4,6 milljarða á tímabilinu. Þessar hækkanir þýða 1,63 pró- sent hækkun á vísitölu neyslu- verðs. Þá eru ekki talin almenn vörugjöld, en Hagstofan greinir áhrif þeirra á vísitölu ekki með beinum hætti. - kóp Skattahækkanir hækka lán: Lánin 23 millj- örðum hærri MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR Vilja inn á samgönguáætlun Byggðaráð Skagafjarðar segir furðu- legt að sveitarfélagsins sé hvergi getið í samgönguáætlun allt til ársins 2022. Ráðið vill endurskoðun á áætlunni enda blasi fjöldi verkefna við. SKAGAFJÖRÐUR Kaust þú í símakosningu Eurovision? JÁ 24,4% NEI 75,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hélst þú upp á Valentínusar- daginn með einhverjum hætti? Segðu þína skoðun á Vísir.is. SJÁVARÚTVEGUR Brýnt er að knýja á um frekari fullvinnslu afla hér á landi, að því er fram kemur í til- kynningu Samtaka fiskframleið- enda og útflytjenda (SFÚ). Skorað er á Steingrím J. Sigfússon sjávar- útvegsráðherra að beita sér fyrir því að aðgerðir úr samstarfsyfir- lýsingu ríkisstjórnarflokkanna til að knýja á um frekari fullvinnslu komist til framkvæmda. Samtökin segjast um leið fagna þeim áhuga sem Steingrímur hafi sýnt fiskmörkuðum með því að hafa á föstudag verið viðstaddur opnun fiskmarkaðar í Grimsby í kjölfar endurbóta á aðstöðu þar. „Vel á fjórða tug þúsunda tonna af ferskum bolfiski eru flutt frá Íslandi óunnin ár hvert án þess að íslenskir fiskverkendur hafi raunverulegt tækifæri til að bjóða í hráefnið til jafns við erlenda kaupendur,“ segir í til- kynningu samtakanna og bent er á að um tveir þriðju hlutar fari til Bretlands. „Þar skap- ast þúsundir starfa við fullverk- un hráefnisins með tilheyrandi verðmætaaukningu.“ SFÚ hafa óskað eftir fundum með öllum þingflokkum til að skýra betur sjónarmið sín. Að því er segir í tilkynningu hefur sá fyrsti þegar verið bókaður í þess- ari viku. Til að skýra betur mark- mið SFÚ hafa samtökin óskað eftir fundi með öllum þingflokk- um og er fyrsti fundur staðfestur nú í viku sjö. - óká Fagna áhuga sjávarútvegsráðherra á endurbættum fiskmarkaði í Grimsby: Knýja á um fullvinnslu hérlendis LÖNDUN Helsta baráttumál SFÚ er að allur ferskur bolfiskur fari á innlendan fiskmarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun í dag lýsa yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við sameiginlega yfirlýsingu félagasamtaka um allan heim um hvernig skuli binda enda á hungur í heiminum. Þá verður vannæring barna á dagskrá á málþingi sem haldið verður á Facebook í dag klukkan tvö. Viðburðurinn heitir Málþing á Facebook – Af hverju eru milljónir barna í heiminum vannærð? Halda málþing á Facebook 450 milljónir barna munu líða fyrir næringarskort og 300 deyja á klukkustund: Þroskast ekki vegna vannæringar VÍSINDI Vilhjálmur Steingrímsson læknanemi hlaut Nýsköpunar- verðlaun forseta Íslands í gær. Vilhjálmur vann að áhættu- reikni sem aðstoðar við mat á áhættu á hjarta- og kransæða- sjúkdómum hjá öldruðum. Áhættureiknirinn gefur tækifæri til markvissra forvarna. Það var mat dómnefndarninar að verkefni Vilhjálms hefði alla eiginleika til að bera. Það gæti leitt til nýsköpunar, hagnýtingar- möguleikar þess væru miklir og það stuðlaði að samstarfi háskóla, stofnana og fyrirtækja. - þeb Fékk nýsköpunarverðlaun: Reiknar hættu á hjartaáföllum VIÐURKENNING VEITT Forseti Íslands afhenti Vilhjálmi verðlaunin á Bessa- stöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.