Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2012 11 FERÐAÞJÓNUSTA Könnun Ferða- málastofu meðal innlendra ferða- manna sýnir að 12,7% keyptu sér golfhring á ferðalagi um Ísland. Sama könnun sýnir að 90% Íslendinga 18 ára og eldri ferðuð- ust um landið og því má ætla að 27 þúsund Íslendingar hafi farið í golf á ferðalagi um landið. Golf er ein mest keypta afþrey- ing á ferðalögum Íslendinga innanlands. Þó hefur þeim sem kaupa sér golfhring fækkað á milli ára. GSÍ leikur sér með tölur í fréttatilkynningu og áætlar að hópurinn hafi varið 160 millj- ónum í vallargjöld utan heima- klúbbs. Þá segir að 16,2% karla sem voru á ferðinni á síðasta ári keyptu golfhring, en 9,2% kvenna. - shá Golfsumarið 2011: Þúsundir spila golf á ferðalagi Á VELLINUM Golf virðist ein vinsælasta afþreying ferðafólks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK Rétt tæpur þriðjungur Dana yfir 17 ára aldri er ógiftur og hefur aldrei gifst, að því er fram kemur í úttekt dönsku töl- fræðistofnunarinnar. Rétt tæpur helmingur er í hjónabandi sem stendur. Talsverður munur er á hlutfall- inu eftir búsetu. Rúmur helm- ingur Kaupmannahafnarbúa hefur aldrei gifst, en hlutfallið er lægst á Norður-Sjálandi þar sem aðeins um 24% hafa aldrei gengið í hjónaband. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að um 10% full- orðinna Dana eru fráskilin og um 7% eru ekkjufólk. - þj Ný könnun á hjúskaparstöðu Dana: Þriðjungur hefur aldrei gifst Í HNAPPHELDUNA Um þriðjungur Dana hefur aldrei gengið í hjónaband. Tæpur helmingur er giftur sem stendur. VIÐSKIPTI Gunnur Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri Vistor hf., sem vinnur að markaðssetningu á lyfjum, heilsuvöru og dýraheilbrigðis- vöru á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Guðbjörgu Alfreðs- dóttur sem lét af störfum í byrj- un árs eftir 35 ár hjá fyrirtæk- inu. Vistor er dótturfélag Veritas Capital hf. og systurfélag fyrir- tækjanna Distica hf., Artasan ehf. og Medor ehf. Hjá Vistor vinna um 60 manns og velta fyrirtækisins í fyrra var um átta milljarðar króna. Gunnur hefur starfað hjá Vistor frá árinu 2003, síðastliðin fimm ár sem markaðsstjóri. - þsj Breytingar hjá Vistor hf.: Gunnur tekur við taumunum DANMÖRK Kristian Heilmann, sem er grunaður um að hafa orðið starfskonu á sambýli í Viborg að bana í síðustu viku er enn haldið sofandi á sjúkrahúsi vegna meiðsla sem hann hlaut á flóttanum. Heilmann var vistmaður á sambýlinu, sem hýsir menn með geðræn vandamál, en fór með konunni í bílferð fyrir réttri viku. Leit hófst þegar þau skiluðu sér ekki á settum tíma og fannst lík konunnar daginn eftir illa leikið á víðavangi. Heilmann fannst loks, mikið slasaður eftir bílslys. Hann hefur verið úrskurðaður í fjög- urra vikna gæsluvarðhald. - þj Morðmál í Danmörku: Grunaða enn haldið sofandi – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is Spry tyggjó með 100% xylitoli Spry minnkar hættuna á tannsteini. Spry lækkar sýrustig í munni. Spry styrkir tannglerunginn og seinkar eyðingu hans. Spry kælir og minnkar munnþurrk. Spry heldur munninum hreinum. E N N E M M / S ÍA / N M 50 56 9 Endurbótum er nú lokið á Vínbúðinni Dalvegi og við bjóðum ykkur velkomin í nýja og glæsilega búð. vinbudin.is Höfum opnað nýja og betri Vínbúð á Dalvegi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.