Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 23
KYNNING − AUGLÝSING Prentsmiðjur15. FEBRÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR 3 Fyrirtækið Vörumerking ehf. að Bæjarhrauni 24 í Hafnar-firði leggur áherslu á vöru- og umbúðamerkingar með prent- un á límmiða, pappír, plastefni og álfólíu. Karl M. Karlsson, stjórnar- formaður f yrirtækisins, segir áherslu lagða á vandaða vöru og góða þjónustu. „Starfsemin er í sí- felldri þróun og starfsmenn vak- andi fyrir nýjungum sem tengjast umbúðum og merkingum. Það er auðvitað í takt við prenttækni sem tekur stöðugum framförum auk þess sem enn eru að koma fram á sjónarsviðið nýjar gerðir hráefn- is fyrir sérhæfða notkun á þessu sviði. Okkar hlutverk er að skapa úr þessu virðisauka fyrir viðskiptavini okkar,“ upplýsir Karl. Vörumerking ehf. hóf starfsemi sína undir nafninu Karl M. Karlsson & Co árið 1962 í bílskúr við heim- ili Karls Jónassonar við Melgerði í Kópavogi. Stofnandi félagsins var Karl Jónasson, sem rak félagið ásamt syni sínum Karli M. Karls- syni allar götur síðan eða þar til hann lét af störfum árið 2000. Í dag er félagið í rúmlega 2.600 fermetra húsnæði og hjá því starfa 40 manns. Karl M. Karlsson er stjórnarformað- ur félagsins en framkvæmdastjóri er Sigurður Grendal Magnússon. „Fyrstu árin snerist framleiðsla fyrirtækisins um áprentuð lím- bönd en fljótlega var hafin fram- leiðsla á límmerkimiðum, sem var nýlunda á þeim tíma,“ segir Karl. Límmiðar hvers konar skipa enn stóran sess í framleiðslu. Vöru- merkingar eru aðrar meginstoðir framleiðslunnar, það eru merking- ar á drykkjarvörum, framleiðsla á viðskiptakortum hvers konar (inn- eignarkort, bensínkort og svo fram- vegis) og merkingar á umbúðum, sér í lagi áprentaðar álfilmur fyrir lyfjaiðnað og áprentuð állok fyrir mjólkuriðnaðinn og f leira. Karl segir að viðskiptavinir Vörumerk- ingar séu þannig í f lestum grein- um atvinnulífsins, svo sem fyrir- tæki í matvælaframleiðslu, lyfja- framleiðslu og lyfsölu, heildsölu, smásölu, sjávarútvegi, almennum iðnaði, þjónustu, bankastarfsemi, fjarskipta- og upplýsingatækni. „Saga Vörumerkingar er saga fyrirtækis sem ávallt hefur þrifist á nýsköpun og vöruþróun og hefur verið brautryðjandi á markaði allt frá stofnun. Óhætt er að fullyrða að styrkleikar fyrirtækisins sem og sérstaða á markaði helgist mjög af þessu. Styrkleikar fyrirtækisins fel- ast í langri sögu og góðu orðspori, mikilli þekkingu og reynslu starfs- manna, öflugri vöruþróun og ný- sköpun og fjölbreyttum tækjabún- aði með tilheyrandi sveigjanleika. Sérstaða Vörumerkingar byggir á þessum styrkleikum og felst í þeim gæðum á vörum og þjónustu sem við veitum og svo þeirri fjölbreyttu þekkingu sem við búum yfir og þeim vélbúnaði sem við höfum yfir að ráða, sem gerir okkur kleift að mæta ólíkum og síbreytileg- um þörfum viðskiptavina okkar og veita þeim fullnaðarþjónustu.“ Frekari upplýsingar um vörur og þjónustu Vörumerkingar má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins www.vorumerking.is. Fyrirspurnir í tölvupósti má senda á pantanir@ vorumerking.is eða hringja í síma 414-2500. Saga Vörumerkingar er saga fyrirtækis sem ávallt hefur þrifist á nýsköpun og vöruþróun og hefur verið brautryðjandi á markaði allt frá stofnun. Leggjum megináherslu á gæði Vönduð vara, fyrsta flokks þjónusta og skjótur afhendingartími eru aðalsmerki fyrirtækisins Vörumerking ehf. að Bæjarhrauni 24 í Hafnarfirði. Starfsemi fyrirtækisins tekur mið af því að nýta stöðugar framfarir í prenttækni og nýjar gerðir hráefnis til að skapa virðisauka fyrir viðskiptavini sína. Starfsmenn eru vakandi fyrir nýjungum sem tengjast umbúðum og merkingum. Styrkleikar fyrirtækisins felast meðal annars í fjölbreyttum tækjabúnaði með tilheyrandi sveigjanleika. MYND/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.