Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 18
Nemendur í klausturskóla búddísku munkanna sem Anna Gyða og Sigurjón dvöldu hjá um tíma. Aung San Suu Kyi var alveg yndisleg að sögn þeirra Sigurjóns, sem hér er lengst til vinstri, og Önnu Gyðu sem stendur við hlið hennar. Frá fundinum með Aung San Suu Kyi í Búrma. Þau dvöldu tíu daga í Búrma, þar sem erfiðleikum er bundið að fá vegabréfsáritun þangað til lengri tíma, en afganginn af tím- anum nýttu þau til að kynna sér Taíland og þá einkum hreyfingar sem berjast fyrir lýðræði í Búrma. „Við vorum í starfsþjálfun hjá dagblöðum og vefmiðlum í Taílandi sem fjalla um málefni Búrma, hitt- um fyrrverandi pólitíska fanga og fleira baráttufólk úr ýmsum hreyf- ingum.“ segir Sigurjón. „Í Búrma vorum við svo í klausturskóla sem ekki er á vegum yfirvalda en þar kenna búddamunkar búrmískum börnum og unglingum úr öllum þjóðfélagshópum gagnrýna hugsun og fleira í þeim dúr.“ Hvernig kom það til að þið feng- uð að hitta Aung San Suu Kyi? „Það var þannig að í Danmörku býr hópur búrmískra innflytj- enda sem tók þátt í byltingunni 1988 þegar Aung San Suu Kyi kom fram á sjónarsviðið,“ segir Anna Gyða. „Kennararnir okkar kom- ust í samband við þetta fólk sem við fengum að hitta og það sagði okkur enn frekar frá ástandinu í Búrma. Stuttu seinna höfðu þau samband og tilkynntu okkur að við gætum fengið fund með Aung San Suu Kyi. Það vildum við auðvitað en bjuggumst ekki við að fá eins langan tíma með henni og raunin varð. Hún var með okkur í um það bil tvo tíma og við spurðum hana að öllu sem okkur langaði að vita, ræddum meðal annars um mikil- vægi menntunar og framtíðarhorf- ur landsins. Hún sýndi okkur mik- inn áhuga og var alveg yndisleg.“ Hvernig upplifðuð þið ástandið í Búrma? „Það er hægfara þróun í lýðræðisátt þessa dagana, þótt það séu kannski engar drastískar breytingar,“ segir Sigurjón. „Það er verið að sleppa pólitískum föngum og aukakosningar verða haldnar núna í byrjun apríl þar sem Aung San Suu Kyi verður í framboði, þannig að það er mikil von hjá fólkinu í baráttunni við að öðlast lýðræði. En þótt við höfum verið búin að læra um þetta í marg- ar vikur var allt önnur upplifun að koma á staðinn, sjá þetta með eigin augum og upplifa allt þetta eftir- lit.“ Anna Gyða tekur undir það. „Það var rosalegt. Þetta var eins og maður sér í bíómyndum. Eftirlit stjórnvalda er gífurlega mikið og fólk er hrætt við að tala um stjórn- mál því það veit aldrei hver er að hlusta. Þegar maður les um svona ástand og lærir um það þá ímynd- ar maður sér djúpa sorg sem liti allt líf fólks en það kom mér mikið á óvart að þrátt fyrir allt þá lifir fólk bara sínu hversdagslífi og lætur ástandið ekki stjórna sér. Fólkið þarna var ótrúlega hlýtt og gott og tilbúið til að gera allt fyrir mann.“ Urðuð þið fyrir aðkasti vegna áhuga ykkar á lýðræðisumbótum? „Já, við fundum fyrir því. Við pössuðum til dæmis að hafa fund- inn með Aung San Suu Kyi síðasta daginn sem við vorum í Búrma því við vissum að eftir hann yrðum við undir eftirliti,“ segir Anna Gyða. „En ég upplifði samt aldrei að maður væri sjálfur í hættu þrátt fyrir eftirlitið,“ segir Sigurjón. „Það var frekar fólkið sem við hittum sem var að taka áhættuna. Við mæltum okkur til dæmis mót við blaðamann, á blaðinu Myan- mar Times sem yfirvöld eru ekki hlynnt, á kaffihúsi en hann hafði á tilfinningunni að verið væri að fylgjast með sér þannig að hann flutti fundinn upp á hótel. Það endaði með því að við hittum hann uppi á þaki hótelsins þar sem eng- inn virtist geta fylgst með okkur. Í landinu er gríðarleg ritskoðun, stjórnvöld reyna að koma áróðri sínum að í öllum innlendum fjöl- miðlum en aðgangur almennings að internetinu og alþjóðlegum fréttum er mjög takmarkaður.“ Ætlið þið að halda áfram að fylgjast með þróuninni í Búrma? „Já, við erum í sambandi við nokk- ur ungmenni sem við kynntumst þarna og fylgjumst með því sem þau eru að gera í gegnum netið. Áhuginn á Búrma minnkaði ekki nema síður væri við þessa ferð og við munum vissulega fylgj- ast vel með þróun mála þar. Þessi ferð hafði djúpstæð áhrif á okkur og ómögulegt að koma þeim hug- hrifum til skila í stuttu viðtali. Við höfum haldið nokkrar kynn- ingar fyrir ungmenni í æskulýðs- starfi og sagt þeim frá ferðinni og landinu, okkur finnst mikilvægt að vekja athygli á þróuninni í Búrma. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér ástandið bendum við á að kvik- mynd Luc Besson, The Lady, sem fjallar um Aung San Suu Kyi, er einmitt sýnd í kvikmyndahúsum hér heima núna,“ segja þau Anna Gyða og Sigurjón. fridrikab@frettabladid.is Framhald af forsíðu „Þegar maður les um svona ástand og lærir um það þá ímyndar maður sér djúpa sorg sem liti allt líf fólks.” Litlanefnd Ferðaklúbbs- ins 4x4 heldur í dags- ferð laugardaginn 18. febrúar og er skráning hafin. Áætlað er að fara frá Reykjavík yfir Lyng- dalsheiði inn á Kjalveg og upp í Kerlingarfjöll og næsta nágrenni. Þátttaka er ókeypis og allir eru vel- komnir. f4x4.is Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi verður umfjöll- unarefni málþings sem haldið verður 24. febrúar næstkom- andi í húsnæði Eflu verkfræðistofu, Höfðabakka 9. Nánari upplýsingar á www.ferdamalastofa.is AÐEINS ÞESSA VIKUNA ALLAR YFIRHAFNIR Á 50% AFSLÆTTI. www.belladonna.is Stærðir 40-60. Flott föt fyrir flottar konur, LOKA- Útsölulok 30 - 50% afsláttur af útsöluvöru aukaafsláttur af útsöluvö rum reiknast við kassa Kynningarfundur verður haldinn 15. febrúar kl. 20:00 á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir). Ekvador er eitt allra litríkasta og forvitnilegasta land Suður-Ameríku, um 230 þúsund ferkílómetrar að stærð og með um 14 milljón íbúa. Meirihluti þeirra er af frumbyggjaættum. Landsvæðið nær yfir þurrlendi við Kyrrahafið, upp í hásléttur og jökulþakin eldfjöll og niður í hlýjan og rakan frumskóg Amazon-svæðisins. Í þessari ferð er farið um fyrrgreinda landshluta til þess að kynnast mannlífi, náttúru, menningu og sögu sem nær mörg þúsund ár aftur fyrir okkar tímatal. Ferðin hefst í Quito, en gamli borgarhlutinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Síðan er ferðast norður í land á eldfjallaslóðir en þar á eftir allt suður til borgarinnar Cuenca, sem er talin með fegurri borgum álfunnar, skoðaðar inkarústir og þjóðgarðar, og bærinn Banos undir virka eldfjallinu Tungurahua heimsóttur í leiðinni. Stærsta borg landsins, Guyaquil er einn viðkomustaðurinn, ásamt fiskimannaþorpum norðar á ströndinni. Þar er farið í ýmsar skoðunarferðir, á sjó og landi. Að lokum er farið austur um í frumskóginn við Rio Napo þar sem Quechua-frumbyggjar kynna sitt land fyrir hópnum. www.baendaferdir.is Sp ör e hf . s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Ekvador - milli fjalls og fjöru 16. október - 8. nóvember Fararstjóri: Ari Trausti Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.