Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 21
PRENTSMIÐJUR MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað Tækninýjungar, fjölbreytni, umhverfismál, sagnfræði og fróðleikur. Það sem einkennir Odda umfram aðrar prentsmiðj-ur á Íslandi er að við erum með afar breiða vörulínu og stór- an kúnnahóp með mismunandi þarfir,“ segir Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri prentsmiðj- unnar Odda ehf. sem er stærsta og fjölbreyttasta prentsmiðja lands- ins þar sem starfa um 240 manns. Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi „Við þurfum í raun að geta gert allt enda verkefnin af mismun- andi stærðum og gerðum,“ segir Jón Ómar en Oddi afgreiðir um fimmtán þúsund mismunandi verkefni á ári eða um fimmtíu á dag. „Á sama degi getum við verið að prenta hundrað nafnspjöld og afgreiða hundrað þúsund pappa- kassa,“ lýsir hann. Hjá Odda er boðið upp á allt það sem viðkemur prentun. „Enda þjónustum við íslenska markað- inn eins og hann leggur sig,“ segir Jón Ómar og bendir á að vel hafi tekist að aðlaga prentsmiðjuna að fjölbreyttum verkefnum til að geta sem best sinnt þörfum breiðrar flóru viðskiptavina. Sem dæmi um verkefni Odda má nefna prentun á bókum en Oddi er stærsti bókaframleið- andi á Íslandi auk þess sem fyr- irtækið prentar bækur fyrir er- lendan markað. „Þá framleiðum við mjög mikið af umbúðum og erum eini framleiðandinn á land- inu á umbúðum úr bylgjupappa og stærsti framleiðandinn í öðrum umbúðum.“ Oddi prentar einnig bæklinga, sk ý rslur og t ímarit á borð við Vikuna, Séð og heyrt og Gestgjafann. Þá er mikið að gera í rekstrarprentverki við að prenta umslög, reikningseyðublöð, nafn- spjöld og þess háttar. Stafræn prenttækni er framtíðin Síðustu þrjú árin hefur Oddi rekið Myndavöruvef þar sem einstaklingar geta búið til eigin ljósmyndabækur, kort, daga- töl og ýmislegt f leira. „Mynda- vöruvefurinn er dæmi um hvert prentbransinn er að þróast,“ segir Jón Ómar og bendir á að stafræna tæknin sé alltaf að koma sterk- ar inn. „Stafræna tæknin kom til fyrir nokkrum árum en er allt- af að þróast og taka yfir stærri og stærri hluta af þessu hefðbundna offsetprenti. Upphaf lega voru minni gæði í stafrænni tækni en sá munur er nú úr sögunni. Nú ræðst valið aðallega af hagkvæm- ustu leiðinni,“ segir Jón Ómar en stafræna prentunin þykir yfirleitt hagkvæmari í smáum upplögum. Þjónustan mikilvæg Þjónustan er forsvarsmönnum Odda afar mikilvæg líkt og þjón- ustuloforð Odda á vefsíðunni www.oddi.is gefa til kynna. Þar er lögð áhersla á að öllum viðskipta- vinum, stórum sem smáum, sé veitt full athygli, að starfsmenn komi hreint fram, gefi raunhæf loforð og sýni frumkvæði. Þá er stefnan að svara öllum fyrirspurn- um strax og leysa öll vandamál farsællega ef þau koma upp. Oddi þjónustar allan íslenska prentmarkaðinn Prentsmiðjan Oddi byrjaði smátt árið 1943 en hefur vaxið og dafnað og er í dag í hópi fullkomnustu og fjölhæfustu prentsmiðja á Norðurlöndum. Markmið fyrirtækisins er að veita góða og hraða þjónustu í miklum gæðum. „Við þurfum í raun að geta gert allt enda verkefnin af mismunandi stærðum og gerðum,“ segir Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Odda. MYND/GVA UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Prentsmiðjan Oddi hefur verið leiðandi í umhverfismálum hér á landi í prentiðnaði. Umhverfismál hafa ávallt skipað stóran sess í rekstri fyrirtækisins og hafa eigendur Odda ávallt leitast við að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum rekstrarins á skilvirkan hátt. Öll framleiðsla Odda er Svans- vottuð, bæði almenn prentun og umbúðir. Oddi er fyrsta prent- smiðjan í heim- inum sem fær Svansvottun á sína fram- leiðslu þar sem bylgju- framleiðsla er innifalin. Svanurinn vottar að umhverfisáhrif fram- leiðslunnar eru í lágmarki og að framleiðslan uppfylli kröfur um umhverfi, heilnæmi, gæði og virkni. UMBÚÐAHÖNNUN 2012 Prentsmiðjan Oddi og Félag íslenskra teiknara (FÍT) standa að opinni hönnunarsamkeppni umbúða úr kartoni og/eða bylgjupappír. Keppnin er öllum opin án endurgjalds en tillögur skulu miða við það hráefni sem keppnishaldarar leggja til en þátt- takendum er frjálst að velja sér viðfangsefni. Lokaskil á tillögum er 23. febrúar en úrslitakvöldið verður haldið 1. mars í Norræna húsinu. Nánari upplýsingar á www.oddi.is 500 bæklingar með nýju sniði. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 1.000 nafnspjöld í startpakka til að sigra heiminn. María Gyoriova Jöklaleiðsögumaður Anton Sigurðsson Tölvuverkfræðingur Sigurður Kristjánsson Verksmiðjustjóri Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. Prentun frá A til Ö. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is 1.500 umhverfisvottaðir bæklingar um nokkra sleipustu jökla landsins. 19.725 pakkar fyrir bragðgóða upplyftingu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.