Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2012 15 Oddviti Næstbesta flokks-ins fer mikinn í fjölmiðlum í kjölfar brotthvarfs síns úr frá- farandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Hann víkur sér undan ábyrgð og skellir skuldinni á aðra og þá helst undirritaða. Honum er mikið í mun að klína á mig stimpli valdagræðgi og sverta mannorð mitt þannig að ósekju. Samstarf flokkanna fjögurra var sannarlega flókið Eftir kosningar vorið 2010 var okkur í Samfylkingunni mikið kappsmál að mynda meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs án þátt- töku fyrri meirihlutaflokka. Ein- ungis þannig gætum við breytt vinnubrögðum í stjórnsýslunni til betri vegar frá því sem áður var. Eins og kunnugt er var það ófrá- víkjanleg krafa Lista Kópavogs- búa að bæjarstjóri yrði ópólitískur. Það var og er ekkert launungar- mál að á þeim tíma höfðu aðrir í þeim meirihluta aðra skoðun, líka fulltrúi Næstbesta flokks. Niður- staðan varð samt sem áður sú að ganga að kröfum Lista Kópavogs- búa frekar en leita samstarfs t.d. við Framsóknarflokk. Ef það hefði verið mitt helsta markmið á þeim tíma að verma bæjarstjórastólinn þá stóð það vissulega til boða, ég valdi hins vegar aðra leið. Sam- starf flokkanna fjögurra var sann- arlega flókið og ekki alltaf auðvelt. Rauði þráðurinn í samstarfi okkar voru þó bætt vinnubrögð og betri stjórnsýsla. Innan okkar raða var oftast einhugur um öll mál. Miklar kröfur gerðar til þess sem gegnir starfi bæjarstjóra Bæjarstjóri situr í umboði kjör- inna fulltrúa og þeir bera ábyrgð á störfum hans. Gerðar eru mikl- ar kröfur til þess sem gegnir starfi bæjarstjóra. Hann þarf að vera vakinn og sofinn í vinnunni, vera trúr þeim sem hann vinnur fyrir og fylgja vel eftir ákvörð- unum bæjarstjórnar. Það er mik- ilvægt að hans störf og embættis- færslur séu hafin yfir allan vafa. Þetta er vel launað starf einmitt vegna þessara ríku krafna sem til hans eru gerðar. Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að bæj- arstjóri náði ekki utan um þetta erfiða og flókna starf sem æðsti embættismaður stjórnsýslu Kópa- vogs. Nokkrir fundir voru haldn- ir í meirihlutanum á síðustu mán- uðum þar sem störf bæjarstjóra voru rædd. Það hefur ekki verið ágreiningur um það innan meiri- hlutans að rétt hafi verið að skipta um bæjarstjóra. Samkomulag um ópólitískan bæjarstjóra Eins og Hjálmar benti réttilega á ítrekaði ég það sérstaklega að ég sæktist ekki eftir því að taka við starfi bæjarstjóra á fundi í sept- ember þegar framtíð bæjarstjór- ans var rædd innan meirihlutans. Ég lýsti því einnig yfir í hádegis- fréttum RÚV þann 16. janúar að ég teldi það ekkert endilega heppilegt í ljósi aðstæðna að ég yrði sú sem tæki við. Á umræddum fundi þann 12. janúar var framhaldið rætt lít- illega, þ.e. hver tæki við starfi bæj- arstjóra. Á þeim fundi hélt oddviti VG þeirri skoðun sinni á lofti að næsti bæjarstjóri yrði að vera póli- tískur, einungis þannig myndum við ná tökum á stjórnsýslu bæjar- ins. Á þeim fundi tjáði ég mig ekk- ert um málið. Ég hef aftur á móti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka að mér verkefnið en aftur og ítrekað, hef ég aldrei gert það að kröfu minni. Á sunnudeginum 15. janúar hittist meirihlutinn og var sameiginleg niðurstaða þess fundar að leita að bæjarstjóra utan okkar raða. Hjálmar skipti um skoðun En eins og svo oft áður skipti Hjálmar um skoðun á milli funda og gekk út úr meirihlutanum tveimur dögum seinna án þess að um nokkurn ágreining væri að ræða. Undangengin fjölmiðlaum- fjöllun hafði reynt mikið á okkur og að okkur var sótt af fjölmörgum aðilum utan okkar raða og þá ekki hvað síst pólitískum andstæðing- um sem sáu sér leik á borði að reka fleyg í okkar raðir. Það er alltaf erfitt að segja upp starfsfólki og ömurlegt að standa frammi fyrir því að verða sagt upp. Reiði og tortryggni er eðlilegur fylgifisk- ur. Ég minnist þess ekki að mikið fjaðrafok hafi verið innan okkar raða þegar 13 starfsmönnum bæj- arins var sagt upp fyrir rúmu ári síðan vegna hagræðingar. Starfs- menn sem höfðu ekkert til saka unnið og almennt staðið sig vel í starfi. Bæjarstjóri var þó í samn- ingi sínum tryggður í bak og fyrir og gat tekið við starfi áþekku sínu gamla starfi. Ég hafði fullt umboð til að nefna það við hana hvað sem Hjálmar segir nú þar sem ráðning- arsamningur bæjarstjóra kveður á um að hún geti gengið að sínu fyrra starfi láti hún af störfum sem bæjarstjóri. Hjálmari er tíðrætt um trúnaðarbrest Það er rétt að einn fulltrúi okkar hóps hafði verið í sambandi við fulltrúa Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga. Sjálf- ur lagði Hjálmar það til í desemb- er að Framsóknarflokki yrði boðið inn í meirihlutann og hann þannig styrktur. En það var niðurstaðan að samstarf þessara fjögurra flokka héldi áfram út kjörtímabilið þótt einn og einn villiköttur ýfði sig af og til. Þannig er það nú bara, við erum öll misjöfn og langt því frá fullkomin. Við höfum öll gert mistök Það voru mistök að rita ekki fundar gerðir á þeim fundum þegar störf bæjarstjóra voru rædd. Ég gerði klárlega mistök að ganga ein á fund bæjarstjóra að ræða hennar starfslok. Eftir á að hyggja hefð- um við átt að fara fjögur, oddvitar allra flokka. Þannig hefði enginn getað vikið sér undan ábyrgð. Ég gerði mistök þegar ég lagði til að bæjarstjóri Kópavogs yrði valinn úr röðum starfsmanna. Þá hefði ég átt að vita að það myndi reyn- ast okkur erfitt að gera kröfu um breytt vinnubrögð með starfsmann bæjarins til áratuga í brúnni. Ég gerði mistök þegar ég lét Hjálmar Hjálmarsson ganga út úr meirihlut- anum án þess að leggja mig meira fram um að leiða honum fyrir sjón- ir hverjar afleiðingar þess gætu orðið og ég gerði mistök að treysta fólki sem var ekki traustsins vert. Þetta var dýrkeypt fyrir Kópa- vog. Gamli meirihlutinn sem við lögðum öll kapp á að fella er nú kominn til valda aftur. Meirihluti sem vann það ótrúlega afrek að hækka skuldir bæjarins um tutt- ugu milljarða frá 2006 -2008. Hann nýtti sér þá upplausn sem varð í okkar röðum sér í hag. Ég skorast ekki undan ábyrgð en ég axla hana ekki ein, við vorum sex í gamla meirihlutanum. Hjálmar á sinn þátt í því hvernig fór. Það voru mistök að rita ekki fundar- gerðir á þeim fundum þegar störf bæjar- stjóra voru rædd. Kópavogskrónikan heldur áfram Stjórnmál Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi landsbankinn.is 410 4800Landsbankinn jl .i s S ÍA Þessi kjör gilda til 1. mars. 8,55% vextir Ekkertlántökugjald Grænir bílar eru skilgreindir sem bílar með minnsta mögu legan útblástur sem eru flokkar A, B eða C og losa 0-120 g af koltví sýring á hvern ekinn kílómetra. Stefna Landsbankans um sam- félagslega ábyrgð hefur sett bankanum þau mark mið að tengja starfshætti sína við efnahags-, samfélags- og umhverfismál. Skilmála, gjaldskrár og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans í Sigtúni 42. Græn bílafjármögnun AF NETINU Vinstri stjórnin græðgis- væðir auðlindirnar Með hjálp lífeyrissjóða heldur Magma-braskið með HS Orku áfram. Ríkisstjórnin, sem hafði lofað að „vinda ofan af“ græðgisvæðingu orkuauð- lindanna hefur milligöngu um að peningar almennings í líf- eyrissjóðum verði notaðir til að fleyta HS Orku á markað. Markaðsvæddar orkuauðlindir leiða ávallt til þess að almenn- ingur er blóðmjólkaður og því meira sem einokunarstaðan er sterkari. Til hvers að hafa vinstristjórn sem fattar ekki grundvallarlög- mál markaðseinokunar? http://pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson Réttur Snorra til rangra skoðana? Ég hef hikað við að tjá mig um orð Snorra Óskarssonar og viðbrögð bæjaryfirvalda á Akureyri við þeim. Ástæðan er ekki að ég hafi ekki skoðanir á þeim, heldur vegna þess hversu eldfimt þetta mál er. Ég hef verið hrædd við að skoðanir mínir séu hugsanlega ekki í samræmi við pólitískan rétttrúnað. Ég er nefnilega ósammála bæði Snorra og bæjar- yfirvöldum á Akureyri. Ég tel samkynhneigð ekki vera synd, ekki frekar en að vera með stór eyru eða stuðningsmaður L-listans. Ég velti hins vegar fyrir mér hvort trú kennara og skoðanir þeirra eigi að vera tilefni til brottrekstrar. Hlýtur ekki eitthvað meira að þurfa að koma til? http://blog.eyjan.is Eygló Harðardóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.