Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGApótek MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Á Grenivík við rætur Kald-baks í Eyjafirði eru fram-leiddar ilm- og litarefna- lausar snyrtivörur og krem undir heitinu APÓTEK. Vörurnar eru framleiddar hjá íslenska lyfja- og snyrtivörufyrirfyrirtækinu Pharmarctica sem stofnað var fyrir tíu árum. Í dag starfa átta manns hjá fyrirtækinu og er vöru- línan seld í lyfjaverslunum um allt land. „Lyfjafræðingarnir Torfi Rafn Halldórsson, Jónína Freydís Jóhannesdóttir og Bergþóra Stef- ánsdóttir hjúkrunarfræðing- ur áttu hugmyndina að fyrirtæk- inu og fengu Sænes, dótturfélag Grýtubakkahrepps, með sér í lið við að koma þessu á koppinn. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 og hófst framleiðsla ári síðar,“ segir Sigurbjörn Þór Jakobsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. APÓTEK lyfjalínan saman- stendur af mixtúrum, lausnum og kremum og olíum sem framleiddar eru eftir forskriftum lækna. Vör- urnar eru allar ilm- og litarefna- lausar. „Við höfum bætt við lín- una gegnum árin og spönnum nú breytt svið, allt frá hægðamixtúr- um og sótthreinsandi efnum sem notuð eru við skurð aðgerðir, yfir í húðvörur fyrir börn og andlits- línu,“ útskýrir Sigurbjörn. „Vinsæl- ustu vörurnar okkar inn á heimil- in eru hýdrofíl rakakrem, vase- lín og karbamíðkrem. Barnalínan okkar er einnig vinsæl en í henni er barnaolía, barnakrem og barna- púður. Þá erum við einnig í stöð- ugri vöruþróun og nú stendur til að bæta norskum brjóstdropum við mixtúrulínuna okkar. Þeir hafa ekki verið til hér á landi í mörg ár en voru mjög vinsælir á sínum tíma,“ útskýrir Sigurbjörn. Hann segir að ekki ósvipaðar vörur megi finna á markaðnum en APÓTEK línan sé vel samkeppn- ishæf þegar kemur að gæðum. „APÓTEK vörurnar eru töluvert ódýrar miðað við gæðin. Verð- lagning á snyrti- vörum almennt er að stór u m h l u t a v e g n a markaðssetning- ar. Hjá okkur er lögð meiri áhersla á gæði en á mark- aðssetninguna og því getum við boðið lágt verð. Við miðum þó auðvitað alltaf hærra og stefnum á að ná frekari markaðshlutdeild. Mark- aðssetning erlendis er á byrjun- arstigi en við erum að þreifa fyrir okkur í Færeyjum.“ Auk eigin vörulínu starfar Ph a r m a r c t ic a s e m f r a m- leiðsluverktaki fyrir ýmis fyrir- tæki. Pharmarctica framleiðir meðal annars v ítamín f yrir lyfjafyrirtækið Icepharma. „Við framleiðum vítamínin Bio Mega og Ein á dag. Sú framleiðsla er orðin umfangsmikill þáttur af okkar vinnslu í dag og sér Icep- harma um dreifingu á vörum okkar í apótek um allt land.“ Nánari upplýsingar á www. pharma.is. Áhersla lögð á gæði vörunnar APÓTEK er heiti íslenskrar lyfjalínu sem framleidd er í litlu bæjarfélagi fyrir norðan. Línan er ilm- og litarefnalaus og inniheldur mixtúrur, lausnir, olíur og krem, bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrirtækið heitir Pharmarctica og var sett á fót fyrir tíu árum. LÖNGUNIN SEGIR SITT Löngun í tilteknar fæðutegundir getur bent til þess að mataræðið sé ófull- nægjandi og að líkamann vatni ákveðin vítamín og steinefni. Hér er listi af fæðutegundum sem algengt er að fólk sækist í ef um skort er að ræða. Hnetur: Ef þig langar oft í hnetur er líklegt að þig vanti prótín, B-vítamín og fitu í matinn. Fólk sem er undir miklu álagi þarf meira B-vítamín en aðrir. Bananar: Ef þú sækir í banana getur verið að þig vanti kalíum en í meðalstórum banana eru 555 mg af kalíum. Ostur: Ef þú ert sólginn í ost getur þig skort kalk og fosfór. Þá er ráð að borða meira spergilkál en í því er mikið af þessum efnum en mun minna af hitaeiningum. Smjör: Grænmetisætur langar oft í smjör því þær fá lítið af mettaðri fitu úr fæðunni. Mjólk: Ef þig langar oft í mjólk gætir þú þurft á kalki að halda. Þú gætir líka verið að sækjast eftir amínósýrunumum tryptófan, lýsín og levsín. Taugaveiklað fólk leitar oft eftir tryptófaninu í mjólkinni þar sem það hefur róandi áhrif. Epli: Langi þig oft í epli gæti þig vantað kalk, magnesíum, fosfór og kalíum auk þess sem epli eru góð uppspretta pektíns sem lækkar blóðfituna. Borðir þú mikið af mettaðri fitu gæti það útskýrt löngun þína í epli. Kók og súkkulaði: Þessi löngun merkir oftast sykurþrá og koffínfíkn. Drykkirnir hafa ekkert næringargildi. Heimild: Ný og betri bætiefnabiblía A  Af litlum neista… Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfiðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2-3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndilega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „Stevens-Johnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2011. APÓTEK Lyfjalínan samanstendur af mixtúrum, lausnum og kremum og olíum sem framleidd eru eftir forskriftum lækna. Lína fyrir konur.Lína fyrir börn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.