Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 38
15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Er ást losti, vinátta eða kær- leikur? Er ástin háð tíma, stétt og viðhorfi eða er hún alltaf eins og alls staðar eins? Er viðhorf Íslendinga til ástar- innar sprottið úr norrænum sögum eða er það ef til vill sprottið úr forngrískri heim- speki og ástarbókmenntum miðalda? Þetta er meðal þeirra spurn- inga sem fram munu koma á Heimspekikaffi í Gerðubergi í kvöld. Gunnar Hersveinn rithöf- undur stjórnar umræðum á heimspekikvöldi í kaffihúsi Gerðubergs. Gestur hans verður Aðalheiður Guðmunds- dóttir, aðjunkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Dagsskráin hefst klukkan átta. - sbt Fjallar um viðhorf til ástarinnar GUNNAR HERSVEINN Stjórnar umræðum um ástina í kvöld. Leikhús ★★★ ★★ Gói og baunagrasið Litla svið Borgarleikhússins Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson tónlist: Vignir Snær Vigfússon og Guðjón Davíð Karlsson leikmynd og búningar: Rannveig Eva Karlsdóttir gervi: Ásdís Bjarnþórsdóttir, ljós: Kjartan Þórisson hljóð: Baldvin Magnússon flug og allt mögulegt: Halli Volvo leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson og Guðjón Davíð Karlsson. Leiksýningin Gói og baunagrasið var frum- sýnd á litla sviði Borgarleikhússins síðastlið- inn laugardag. Guðjón Davíð Karlsson sprell- ar í gervi Góa sem oft var ansi tengt honum sjálfum enda til þess ætlast. Jói og baunagrasið er ævintýri sem margir þekkja en þó kannski ekki alveg eins tiltækt eins og fjöldi annarra ævintýra. Þess vegna er svolítið erfitt að skilja sumt í þessari sögu. Er það virkilega allt í lagi að stela? Má maður alveg stela frá einhverjum sem er vitlausari og ljótari en maður sjálfur? Þeir Guðjón Karl og Þröstur Leó skiptu á milli sín hlutverkum og samleikur þeirra var virkilega flottur. Guðjón lék Jóa eða Góa meðan Þröstur brá sér í hænulíki, móðurhlut- verk, risabúning, og ýmislegt annað. Það voru snör og smellin skipti og krökkum jafnt sem fullorðnum þótti gaman að hlusta á mömmuna sem þau vissu að var karl með utanáhangandi kjól en breytti röddinni og varð þá mamman. Þetta var ærslafullur leikur og tónar og hljóm- ar skemmtilega fléttaðir inn og undir í sögunni, en heldur bar nú mikið á fullorðinsdaðri í allri framsetningunni. Margir brandarar sem brugðið var inn á milli atriða náðu þannig aðeins eyrum hinna fullorð- inna, eins og hlauptu Skógur, Run Forest run, og eins voru margar vísanir úr tónsmiðjunni sem kitluðu hláturtaugar þeirra sem komnir voru til ára sinna. Það var mikið hopp og hí en alyngstu börnin höfðu ekki hugmynd um af hverju hann var alltaf að hamast í þessum kaðli og einstök atriði ristu ekki djúpt. Líklega er gott að segja litu krökkunum ævintýrið áður en farið er með þau í leikhúsið. Þetta var á margan hátt of hroð- virknislega unnin sýning með það í huga að hér er verið að höfða til áhorfendahóps sem sýna á fulla virðingu og eins þarf að gera sér grein fyrir því að hver örstutt athöfn hefur mikil áhrif. Með því að selja Skjöldu eignast Gói baunir sem verða að baunagrasi sem vex alla leið upp í himininn og þar býr risinn og frá honum stelur Gói/Jói eins og hann er langur til og þau mæðg- inin fara að lifa hinu ljúfa nútímalífi. Í síðustu ferðinni sinni upp til risans stelur Gói/Jói hörpu líklega úr gulli, en þegar hann kemur með hana heim hendir hann henni frá sér, oj hún er biluð eða eitthvað í þá veruna, sagði hann. Þarna voru svona grundvallarsmáatriði sem stóðust ekki prófið. Enginn er að tala um predikun, en í svona listformi verður maður að vera kýrskýr og meðvitaður um ábyrgðina gagnvart smáfólkinu. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Þeir Þröstur Leó og Guðjón Davíð léku fantavel. Þrátt fyrir galla var bæði stuð og stemning á sýningunni, oft hægt að hlæja og verða hissa! Góður leikur í gloppóttri sýningu GÓÐIR Samleikur þeirra Guðjóns Davíðs Karlssonar og Þrastar Leós Gunnarssonar var afar góður að mati gagn- rýnanda Fréttablaðsins. NYIÞ varð hlutskarpasti þátttak- andinn í árlegu ljóðaslammi Borg- arbókasafnsins sem fram fór síð- astliðið föstudagskvöld. Tíu atriði kepptu til verðlauna en viðfangs- efni ársins var „myrkur“ í takt við þema Vetrarhátíðar í ár og tókust ljóðskáldin á við það með mismunandi hætti að því er fram kemur í tilkynningu. Sigursveitin NYIÞ flutti atriðið „Til eru hræ“ sem þótti einkar hrollvekjandi. NYIÞ er skipað fjórum ungum mönnum sem koma nafnlausir og óþekkjanlegir fram í svörtum klæðum. Textann fluttu þeir við undirleik sellós, keðju, trommu og harmónikku. Í öðru sæti var Ísak Regal með rökkurljóðið „Leyndardómur í sígarettupakka“, sem var æðandi rennsli í gegnum myrkari hliðar borgarinnar, þar sem hnignun og vonleysi renna saman við draum- óra um ofurhetjudáðir. Í þriðja sæti voru þær Jófríður Ákadóttir og Áslaug Rún Magnúsdóttir með dulúðuga „Rökkurblíðu“ sem var rafmagnaðasta atriði slammsins þetta árið, þar sem brengluð rödd myrkursins reis upp úr ágengu suði. Þess má geta að þær stöllur eru meðlimir hljómsveitarinnar Samaris, sem sigraði í Músíktil- raunum á síðasta ári. Þetta var í fimmta sinn sem Borgarbókasafn heldur ljóða- slamm fyrir þátttakendur á aldr- inum 15 til 25 ára. Í dómnefnd voru leikkonurnar Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og María Þórðardóttir, Stefán Máni rithöfundur, tónlistarmaðurinn Óttarr Proppé og Úlfhildur Dags- dóttir bókmenntafræðingur. Ljóðaslamm Borgarbókasafns 2012 var í samstarfi við Félag íslenskra framhaldsskólanema og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. „Til eru hræ“ besta atriði ljóðaslamms RÖKKURBLÍÐA Rafmagnaðasta atriði slammsins lenti í þriðja sæti ljóðaslamms Borgarbókasafnsins fyrir 15 til 25 ára. Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Nýtt! SÍÐUSTU FORVÖÐ að sjá listasýninguna Þá og nú í Listasafni Íslands sem sett var upp í tengslum við útgáfu Íslenskrar listasögu. Sýningunni lýkur á sunnudag og þá einnig sýningu á verkum Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.