Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 36
15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR20 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. klettahyrna, 6. líka, 8. skítur, 9. sódi, 11. ónefndur, 12. hlutdeild, 14. hégómi, 16. hvað, 17. titill, 18. skelfing, 20. mergð, 21. samstæða. LÓÐRÉTT 1. brenna, 3. stefna, 4. jarðbrú, 5. fag, 7. þjóðsaga, 10. taug, 13. mærð, 15. klædd, 16. fjölda, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. múli, 6. og, 8. tað, 9. gos, 11. nn, 12. aðild, 14. snobb, 16. ha, 17. frú, 18. ógn, 20. úi, 21. para. LÓÐRÉTT: 1. loga, 3. út, 4. landbrú, 5. iðn, 7. goðsaga, 10. sin, 13. lof, 15. búin, 16. hóp, 19. nr. Hvers vegna siturðu ekki bara inni í ísskápnum, Palli minn? Ekki þetta rugl? Það er ekkert fótapláss. Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar... flugstjórinn sem talar... flugstjórinn sem... Ódýra flugfélagið Viðbúinn... Tilbúinn... Af stað. HÚN BYRJAÐI!! GEISP Verð ég? Já! Við ætlum að keyra þessa auglýsingaherferð út vikuna. 50% afsláttur af öllu! Jáhá... Finnst þér ekki gaman að vinna hérna? Þá segjum við það! Jú en ... Auglýsing- arherferð? Haha… í næstu viku gætum við þurft að keyra upp söluna á Smokie-kass- ettunum! Sími 562 4250 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF Borgartún 31 - 105 Reykjavík - www.fjarfesting.is - fjarfesting@fjarfesting.is Pétur Þ. Sigurðsson hrl. löggiltur fasteignasali Óskar Þór Hilmarsson L ggilt r fasteignasali Ofanleiti 19 - 103 - Opið hús í dag á milli 17 og 17:30 Góð 3ja herb. íbúð á fjölbýlishúsi að Ofanleit 19 í Reykjavík ásamt stóru stæði í bílageymslu. Íbúðin er öll góðu ástandi, gegnheilt parekt á gólfum, baðherbergi flísalagt, baðker og sturta. Búið að taka húsið allt í geng að utan. Óskar og Guðjón sýna íbúðina í dag, miðvikudag, á milli 17 og 17.30. Uppl. í síma 822-8750. OP IÐ H ÚS ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Óskum eftir sérhæð, raðhúsi eða parhúsi á Seltjarnarnesi fyrir traustan kaupanda SELTJARNARNES alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur Aren´t you glad we never had any child-ren?“ Ég leit undrandi upp við nef- mælta spurninguna og horfði beint upp í nefið á amerískum ferðamanni á sjötugs- aldri, íklæddum liprum æfingagalla en súrum á svip. Spurningin var ekki ætluð mér beinlínis þó hann hefði ekki lækkað róminn, heldur eiginkonu hans sem stóð við hlið hans, í eins galla. Ég var að bak- sast gegnum flugstöðina í Reykjavík með tvo organdi smákrakka, barnakerru, ferðatösku, skiptitösku og bílstóla og manninum blöskraði svo fyrir- gangurinn að hann gat ekki orða bundist, í trausti þess að ég skildi fullkomlega ensku. Í ANNARI ferð hafði ég komið mér fyrir í gluggasæti flugvélar og sat með tæplega tveggja ára skottuna í fanginu. Farþeg- arnir tíndust inn í vélina og þegar maðurinn sem átti sætið við hliðina sá okkur mæðgurnar varð honum að orði: „Nú, það er svona já!“ Ég sá að honum leist ekki á okkur sem ferðafélaga í þröngri vélinni, enda spurði hann flugfreyjuna strax og án þess að lækka róminn, hvort eitthvert annað sæti væri laust. Henni var litið á okkur og sagði manninum skilningsrík að „því miður“ væri vélin full. Hann kom sér andvarpandi fyrir. Við mæðgur vorum allt í einu orðnar eins og óvelkomnir aðskota- hlutir og ekkert óeðlilegt að það væri gefið berlega í skyn. Þó höfðum við greitt fyrir farið! Það heyrðist ekki í skottunni meðan á flugferðinni stóð og við strunsuðum snúð- ugar fram hjá sessunaut okkar þegar á áfangastað var komið. BARNSGRÁTUR í þröngu rými er óþolandi. Sjálf gat ég orðið hundfúl í slíkum flugferð- um og gerði þá lítið til að fela þóttasvipinn á andlitinu. Þá átti ég engin börn sjálf. Lét jafnvel út úr mér athugasemdir án þess að lækka róminn. Þóttafullar athugasemdir um börn og ónæðið af þeim eru frímiði sem fólk notar hikstalaust til að létta á sér enda allir sammála um að börnum fylgir þreyt- andi hávaði. En það er ósanngjarnt. Þó ekki væri nema fyrir það að öll höfum við sjálf verið organdi börn einhvern tíma. ÉG HELD að sá ameríski með snúðinn á flugstöðinni um árið hafi ekki ætlast til svars við spurningu sinni, enda virti frúin mann sinn ekki viðlits. Hún fylgdist bara þegjandi með okkur skakklappast þetta fram hjá þeim. Þegar hún blikkaði skyndi- lega framan í drenginn minn svo lítið bar á vissi ég hvert svar hennar hefði verið. Vélin er því miður full

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.