Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2012 23 Egill Árni Pálsson tenór heldur tónleika í Aratungu laugardag- inn, 18. febrúar og hefjast þeir klukkan 17. Tónleikana nefn- ir hann Ideale – tónaperlur frá Þýskalandi, Ítalíu og Íslandi. „Ég hélt stóra afmælistónleika í Aratungu þegar ég varð þrítugur fyrir fimm árum og þetta verð- ur svona nokkurs konar fram- hald af þeim,“ segir Egill Árni sem er frá Kvistholti í Laugarási en hefur verið búsettur í Þýska- landi síðustu fjögur ár. Þangað fór hann til framhaldsnáms 2008 og hefur haft í ýmsu að snúast. Meðal annars hefur hann sungið á vinsælum tónleikum í Berlín sem nefnast Classic Open Air og eru haldnir á hverju ári á Gend- armenmarkt-torginu. Síðustu tvö ár hefur hann verið fastráðinn við óperuna í Görlitz. Aðallega er um sönglagatón- leika að ræða í Aratungu að sögn Egils Árna sem er heima núna í feðraorlofi og langar að gera eitthvað fyrir sveitungana. Undirleikur á píanó er í höndum Kristins Arnar Kristinssonar og gestasöngvari verður Henríetta Ósk Gunnarsdóttir. Bláskóga- byggð og Söngskólinn í Reykjavík styrkja tónleikana. Ekki verður selt inn en frjáls framlög eru vel þegin. - gun Tónaperlur í Aratungu HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 15. febrúar 2012 ➜ Tónleikar 12.15 Ljáðu okkur eyra tónleikaröðin undir stjórn Gerrits Schuil heldur áfram. Dagskrá hverra tónleika er ekki auglýst fyrir fram. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 20.00 Stórafmælistónleikar til heiðurs John Cage verða haldnir á Kjarvals- stöðum. Á tónleikunum verður meðal annars að heyra verk eins og Aria, Fontana Mix, Six Melodies for Violin and Keyboard og Suite for Toy Piano. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 21.00 Björgvin Gíslason og félagar halda tónleika á Café Rosenberg. Tón- leikarnir verða endurtekning á 60 ára afmælistónleikum sem Björgvin hélt í Austurbæ í haust. ➜ Íþróttir 15.45 Gestir frá knattspyrnuskóla Bobby Charlton halda opna BCSSA æfingu í Akraneshöllinni. Gestirnir eru þau Helena Geraldine Shiels fram- kvæmdastjóri, Ciaran Donnelly yfir- þjálfari, Dean M. Garrity þjálfari og Ryan M.T.Skivington þjálfari. Nánari upp- lýsingar á itferdir.is Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is EGILL ÁRNI „Ég syng á þýsku af því að búseta mín er í Þýskalandi, ítalskan er tungumál þessarar tónlistar í mínum huga og svo er það blessað móður- málið,“ segir tenórinn. 11 leikhópar af 74 hlutu náð fyrir augum leiklistarráðs þegar úthlutað var styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2012. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið úthutar styrkjunum að fenginni tillögu ráðsins. Þau verkefni sem hlutu styrki voru, leikhópurinn Gljúfrastein- ar Laxness eins og hann leggur sig sem fékk eina milljón í styrk, Leifur Þór Þorvaldsson hlaut 2,3 milljónir fyrir Stundarbrot, Litlar og nettar fengu 2,8 millj- ónir fyrir Dún, Va Va Voom hlaut 3 milljónir fyrir Breaking news, Kviss búmm bang 5 milljónir fyrir 24/7 Downtown Reykjavík, Steinunn Ketilsdóttir hlaut 6,2 milljónir fyrir La familia, Lab Loki 6,4 milljónir fyrir Áminnt um sannsögli, leikhópurinn Geir- fugl 7,7 milljónir fyrir Segðu mér satt, Soðið svið 8,3 milljónir fyrir Rökkurbjörg, Shalala ehf. 8,3 milljónir fyrir Inn að beini. Loks hlaut Vesturport 6 milljón króna starfsstyrk. Alls komu 71,2 milljónir í hlut atvinnuleikhópa en í fyrra var upphæðin 58,4 milljónir. Hækk- unin stafar af því að styrkir til Leikfélags Reykjavíkur og Draumasmiðjunnar – döff leik- hús, sem Alþingi hafði áður ákveðið, eru á þessu ári veittir af sama fjárlagalið og ofantaldir hópar. Í leiklistarráði eru Guðrún Vil- mundardóttir formaður, skipuð án tilnefningar, Sveinbjörg Þór- hallsdóttir tilnefnd af Leiklist- arsambandi Íslands og Hilmar Jónsson tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa. 11 leikhópar styrktir VESTURPORT Fær 6 milljón króna starfs- styrk í ár. Myndin er úr leikriti hópsins, Húsmóðirin. 399 FRÍTT RÚG BRAUÐ! FRÁ HP SE LFOSSI EF KEYPT ERU 5 KG Tilboðið gildir aðeins í dag. Fiskikóngurinn Síðast seldist fiskfarsið upp!! Við bjóðum þetta verð bara einusinni á ári Hrikalega gott og hollt. Gott er að búa til fiskbollur og steikja á pönnu. Fiskbollurnar má svo frysta. Þegar fiskbollurnar eru matreiddar þá er fínt að setja þær frosnar inní ofn á 200 gráður í 20 mínútur. Í fiskfarsinu eru engin egg né mjólk. 100% nýr og góður fiskur er notaður í fiskfarsið, enda getur Fiskikóngurinn ekki státað af öðru nema góðu hráefni. OPNUM KLUKKAN 8.00 Þetta er 20 ára gömul uppskrift, leyniuppskrift. Allir sem kaupa 5 kg fá gefins glænýtt rúgbrauð frá HP Selfossi. ath 5 kg kosta aðeins 1.995 kr og duga fyrir 25 manns í matinn. Sem gerir 80 kr á máltíðina. Það gerist varla ódýrara!!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.