Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 16
15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR16 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is „Þróunin sem á sér stað í þessum málum hér á landi er mjög skemmti- leg. Við getum horft aftur til ársins 2009, þegar breski Íslandsvinurinn Tom Burnham, sem er sérfræðingur í hjólaferðamennsku í dreifbýli, hélt morgunfund á Hótel Sögu. Þá héldum við að enginn væri að hjóla á Íslandi en það var pakkfullur salur og allt að gerast,“ segir Sesselja Traustadóttir, verkefnastýra Hjólaleiða á Íslandi, samvinnuverkefnis fjölmargra aðila sem á einn eða annan hátt koma að uppbyggingu og skipulagi hjólaleiða á Íslandi. Markmið verkefnisins er að skipuleggja og byggja upp heildrænt hjólaleiðanet um Ísland, með upplýs- ingum um þjónustu við hjólreiðamenn og stendur samstarfshópurinn fyrir málþingi í sal Eflu verkfræðistofu 24. febrúar næstkomandi. Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi er yfirskrift málþingsins, þar sem meðal annars verður rætt um stöðuna á Íslandi í dag í þessum málum og hvað þarf að gera til að nýta þau tækifæri sem í boði eru. Á meðal fyrirlesara eru téður Tom Burnham, sem fjallar um hjólalandið Ísland, og Jens Erik Larssen, sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu hjólaferða- mennsku í Danmörku og einnig að EuroVelo-verkefninu, sem er Evrópu- net hjólaleiða. „EuroVelo er risavaxið verkefni sem hefur verið að mótast innan Evrópusambandsins,“ segir Sesselja og útskýrir að um sé að ræða þróun og merkingar fjórtán hágæða hjóla- leiða sem tengja saman meginlandið. „Lengsta leiðin er frá Nordkap í Nor- egi og alla leið suður til Möltu. Sjálf var ég inni á einni leiðinni þegar ég hjólaði frá Kaupmannahöfn til Berl- ínar í sumar og auðvitað eigum við Íslendingar að vera með í þessu verk- efni. Til að mynda eru hugmyndir uppi um að búa til nýja hjólaleið sem gæti þess vegna byrjað í Reykjavík. Svo yrði tekinn smá hringur í Færeyj- um, Bergen, Ósló, Helsinki og endað í Moskvu. Þetta er framtíðarmynd sem gæti skipt máli, en það má ekki van- meta þörfina á að búa til hjólaleiðir til að komast út úr Reykjavík. Það virð- ist allt hjólafólk sammála um. Það er hrikalegt að komast ekki upp á Kjal- arnes, til Hveragerðis og Keflavíkur.“ Auk ofantalinna mun fjöldi íslenskra fyrirlesara miðla þekkingu sinni og meðal annars segja frá hjólaleiðum við Mývatn, skipulagi leiða og því hvernig hjólaferðamennska gengur á Íslandi. Sesselja segir eitt helsta baráttumál- ið að fá hjólaleiðir heim í hérað. „Það virkar svo hvetjandi fyrir fólk að fara í dagshjólaferðir í stað þess að fara á jeppanum og fá sér ís í Hrafnagili. Kannski þurfum við að fara að huga að því að opna landið okkar, passa upp á að ekki sé gaddavír út um allt í sveitum landsins. Þeir sem fara á eigin orku, gangandi og hjólandi, eiga að geta komist um án þess að lenda í stríðsástandi,“ segir Sesselja. Skráning á málþingið stendur til hádegis 23. febrúar á vefsíðunni http:// lhm.is/taekifaeri2012. kjartan@frettabladid.is HJÓLALEIÐIR Á ÍSLANDI: HALDA MÁLÞING UM TÆKIFÆRI Í HJÓLAFERÐAMENNSKU Vilja hjólaleiðir heim í hérað VERKEFNISSTÝRA Á málþinginu verður meðal annars rætt um EuroVelo-verkefnið sem gengur út á þróun hjólaleiða sem tengja saman Evrópulöndin. Sesselja Traustadóttir telur að Ísland eigi að taka þátt í verkefninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hin geysivinsæla YouTube-vefsíða fór í loftið á þessum degi fyrir sjö árum. Á síðunni geta not- endur hlaðið inn, horft á og deilt myndböndum. YouTube-síðan var stofnuð af þremur fyrrum starfsmönnum greiðslusíðunnar PayPal, þeim Chad Hurley, Steve Chen og Jawed Karim. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í borginni San Bruno í Kaliforníuríki. Tímaritið Time valdi YouTube nýjung ársins 2006. Í nóvember það sama ár keypti Google YouTube fyrir hlutabréfaeign í Google að verðmæti 1,65 milljarðar Bandaríkjadollara. Mörg dæmi eru um að höfundarréttur hvíli á því efni sem sent er inn á YouTube-síðuna, til að mynda tónlistarmyndbönd. Við þessu er reynt að bregðast með að fjarlægja slíkt efni sem finnst, en ógerningur er að halda öllu óæskilegu efni frá síðunni. YouTube hefur meðal annars dregið úr fjölda þessara tilfella með því að gera samning við stór útgáfufyrirtæki um að birta tónlistar- myndbönd þeirra á vefnum til kynningarauka. ÞETTA GERÐIST: 15. FEBRÚAR 2005 YouTube hefur göngu sína JANICE DICKINSON, fyrirsæta og leikkona, er 57 ára í dag. „Ég er háð lýtaaðgerðum.“ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigrún S. Hafstein lést miðvikudaginn 8. febrúar á Landspítalanum, Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta björgunarsveitir landsins njóta. Stefán Jón Hafstein Guðrún K. Sigurðardóttir Þórunn Júníana Hafstein Sigrún Soffía Hafstein Snæbjörn Jónsson Hildur Björg Hafstein Stefán B. Mikaelsson Hannes Júlíus Hafstein Hrafnhildur B. Haraldsdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Íris Jónsdóttir Arnartanga 35, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 11. febrúar. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Kristján Þór Valdimarsson Hrafnhildur Gísladóttir Ósk Kristjánsdóttir Lúðvík Aron Kristjánsson Lis Ruth Klörudóttir barnabörn. Ástkær vinur okkar, eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Magnús Þórarinn Daníelsson skipstjóri, Mávatjörn 17, Njarðvík, fórst með Hallgrími SI-77 þann 25. janúar sl. Minningarathöfn fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Slysavarnaskóla sjómanna njóta þess. Eyrún Sveinbjörg Jónsdóttir Jón Ragnar Magnússon Edda Svavarsdóttir Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Arnar Svansson Bryndís Harpa Magnúsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Sæmundsdóttir frá Ólafsfirði, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, andaðist þriðjudaginn 7. febrúar á Landakotsspítala. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Áslaug Jónsdóttir Aðalheiður Jónsdóttir Sigþór Jóhannesson Ari E. Jónsson Anna Þórey Sigurðardóttir Jóhanna Jónsdóttir Steinþór Ómar Guðmundsson ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína S. Einarsdóttir Norðurbrún 1, lést föstudaginn 10. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Guðgeir Einarsson Sjöfn Stefánsdóttir Sólrún Einarsdóttir Sigrún Einarsdóttir Hallur Kristvinsson barnabörn og barnabarnabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.