Fréttablaðið - 16.02.2012, Page 59

Fréttablaðið - 16.02.2012, Page 59
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2012 43 FÓTBOLTI Manchester-liðin United og City hafa verið í nokkrum sér- flokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en slakt gengi í Meistara- deildinni þýddi að báðum liðunum mistókst að komast í sextán liða úrslitin. Þess í stað taka þau þátt í Evrópudeildinni og það er óhætt að segja að tvö bestu lið enska boltans dragi sviðsljósið að Evrópudeildinni þegar 32 liða úrslitin hefjast í dag. Ensku meistararnir í Man- chester United eru mættir til Amsterdam í Hollandi þar sem þeir mæta Ajax klukkan 18.00 að íslenskum tíma en þetta verður fyrsti Evr- ópuleikur Manc- hester United síðan 1995 sem er ekki í Meistara- deildinni. Topp- lið Manchester City er komið til Portúgals þar sem liðið mætir FC Porto klukkan 20.05 í kvöld. Annar mjög athyglisverð- ur leikur í kvöld er leikur Stoke og spænska liðsins Val- encia á Brit- annia en hann hefst á sama tíma og City-leikur- inn. Stoke-liðið hefur haft hugann við leikinn að undanförnu enda búið að tapa fjórum deildarleikj- um í röð. Kolbeinn Sigþórsson getur ekki verið með Ajax vegna meiðsla en tvö önnur Íslendingalið eru á ferðinni í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá Anderlecht í heimsókn klukkan 18.00 og Birkir Bjarnason og félagar í Standard Liège sækja Wisla Krakow heim til Póllands klukkan 20.05. - óój Útsölustaðir: Hagkaup, Debenhams, Lyfja, Lyf og Heilsa og Snyrtivöruverslanir. HANDBOLTI Akureyringurinn Bjarni Fritzson var valinn besti leikmaður annars hluta N1-deild- ar karla í gær en þar er verið að tala um 8. til 14. umferð. Þjálfari hans, Atli Hilmars- son, var valinn besti þjálfarinn og Akureyri fékk einnig verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Bjarni skoraði 63 mörk í sjö leikjum Akureyrar í 8. til 14. umferð eða 9 mörk að meðal- tali í leik en Akureyrarliðið náði í 11 af 14 stigum í boði í þessum leikjum. Tímabilið byrjaði illa hjá Akureyringum en Atli Hilmars- son hefur náð að rífa sitt lið upp. - óój Verðlaun fyrir 8. til 14. umf. Úrvalsliðið: Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, FH Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukar Vinstri skytta: Anton Rúnarsson, Valur Miðjumaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK Hægri skytta: Örn Ingi Bjarkason, FH Hægra horn: Bjarni Fritzson, FH Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK Besti leikmaður: Bjarni Fritzson, Akureyri Besti varnarmaður: Vilhelm Gauti Berg- sveinsson, HK Besti þjálfarinn: Atli Hilmarsson, Akureyri Besta umgjörð: Akureyri Bestu dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Verðlaun í N1-deild karla: Bjarni og Atli valdir bestir BJARNI FRITZSON Skoraði 63 mörk í sjö leikjum í öðrum hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns- son framlengdi samning sinn við danska stórliðið AG Kaupmanna- höfn um eitt ár í gær og tíunda tímabil hans í atvinnumennsku verður því með AGK 2012-13. Snorri Steinn er á sínu öðru tíma- bili með liðinu og hefur þegar unnið þrjá stóra titla með liðinu. Snorri Steinn er 30 ára leik- stjórnandi sem hefur verið atvinnumaður síðan að hann yfirgaf Val árið 2003. Hann hefur síðan þá spilað með liðum í bæði Þýskalandi (TV Großwallstadt, GWD Minden og Rhein -Neckar Löwen) og Danmörku (GOG Svendborg og AGK). Ekstra Bladet í Danmörku sagði frá því í gær að Snorri Steinn og Guðjón Valur Sigurðs- son hafi tapað veðmáli innan liðsins og þurfi því að spila næstu tvo leiki með AG Kaupmanna- höfn með skrautlega hárgreiðslu. Snorri Steinn verður með hana- kamb en Guðjón Valur með litað hár. - óój Snorri Steinn Guðjónsson: Nýr samningur og skrýtið hár SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Spilar sitt tíunda tímabil í atvinnumennsku með AG næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN Fyrri leikirnir í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar fara fram í kvöld og Manchester-liðinu eru bæði á útivelli: Bæði Manchester-liðin í sviðsljósinu í kvöld MARIO BALOTELLI OG WAYNE ROONEY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.