Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2012 43 FÓTBOLTI Manchester-liðin United og City hafa verið í nokkrum sér- flokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en slakt gengi í Meistara- deildinni þýddi að báðum liðunum mistókst að komast í sextán liða úrslitin. Þess í stað taka þau þátt í Evrópudeildinni og það er óhætt að segja að tvö bestu lið enska boltans dragi sviðsljósið að Evrópudeildinni þegar 32 liða úrslitin hefjast í dag. Ensku meistararnir í Man- chester United eru mættir til Amsterdam í Hollandi þar sem þeir mæta Ajax klukkan 18.00 að íslenskum tíma en þetta verður fyrsti Evr- ópuleikur Manc- hester United síðan 1995 sem er ekki í Meistara- deildinni. Topp- lið Manchester City er komið til Portúgals þar sem liðið mætir FC Porto klukkan 20.05 í kvöld. Annar mjög athyglisverð- ur leikur í kvöld er leikur Stoke og spænska liðsins Val- encia á Brit- annia en hann hefst á sama tíma og City-leikur- inn. Stoke-liðið hefur haft hugann við leikinn að undanförnu enda búið að tapa fjórum deildarleikj- um í röð. Kolbeinn Sigþórsson getur ekki verið með Ajax vegna meiðsla en tvö önnur Íslendingalið eru á ferðinni í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá Anderlecht í heimsókn klukkan 18.00 og Birkir Bjarnason og félagar í Standard Liège sækja Wisla Krakow heim til Póllands klukkan 20.05. - óój Útsölustaðir: Hagkaup, Debenhams, Lyfja, Lyf og Heilsa og Snyrtivöruverslanir. HANDBOLTI Akureyringurinn Bjarni Fritzson var valinn besti leikmaður annars hluta N1-deild- ar karla í gær en þar er verið að tala um 8. til 14. umferð. Þjálfari hans, Atli Hilmars- son, var valinn besti þjálfarinn og Akureyri fékk einnig verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Bjarni skoraði 63 mörk í sjö leikjum Akureyrar í 8. til 14. umferð eða 9 mörk að meðal- tali í leik en Akureyrarliðið náði í 11 af 14 stigum í boði í þessum leikjum. Tímabilið byrjaði illa hjá Akureyringum en Atli Hilmars- son hefur náð að rífa sitt lið upp. - óój Verðlaun fyrir 8. til 14. umf. Úrvalsliðið: Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, FH Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukar Vinstri skytta: Anton Rúnarsson, Valur Miðjumaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK Hægri skytta: Örn Ingi Bjarkason, FH Hægra horn: Bjarni Fritzson, FH Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK Besti leikmaður: Bjarni Fritzson, Akureyri Besti varnarmaður: Vilhelm Gauti Berg- sveinsson, HK Besti þjálfarinn: Atli Hilmarsson, Akureyri Besta umgjörð: Akureyri Bestu dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Verðlaun í N1-deild karla: Bjarni og Atli valdir bestir BJARNI FRITZSON Skoraði 63 mörk í sjö leikjum í öðrum hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns- son framlengdi samning sinn við danska stórliðið AG Kaupmanna- höfn um eitt ár í gær og tíunda tímabil hans í atvinnumennsku verður því með AGK 2012-13. Snorri Steinn er á sínu öðru tíma- bili með liðinu og hefur þegar unnið þrjá stóra titla með liðinu. Snorri Steinn er 30 ára leik- stjórnandi sem hefur verið atvinnumaður síðan að hann yfirgaf Val árið 2003. Hann hefur síðan þá spilað með liðum í bæði Þýskalandi (TV Großwallstadt, GWD Minden og Rhein -Neckar Löwen) og Danmörku (GOG Svendborg og AGK). Ekstra Bladet í Danmörku sagði frá því í gær að Snorri Steinn og Guðjón Valur Sigurðs- son hafi tapað veðmáli innan liðsins og þurfi því að spila næstu tvo leiki með AG Kaupmanna- höfn með skrautlega hárgreiðslu. Snorri Steinn verður með hana- kamb en Guðjón Valur með litað hár. - óój Snorri Steinn Guðjónsson: Nýr samningur og skrýtið hár SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Spilar sitt tíunda tímabil í atvinnumennsku með AG næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN Fyrri leikirnir í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar fara fram í kvöld og Manchester-liðinu eru bæði á útivelli: Bæði Manchester-liðin í sviðsljósinu í kvöld MARIO BALOTELLI OG WAYNE ROONEY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.