Fréttablaðið - 16.02.2012, Qupperneq 62
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR46
MORGUNMATURINN
Barði Jóhannsson hefur ásamt Daniel Hunt úr ensku
hljómsveitinni Ladytron samið tónlistina við banda-
rísku spennumyndina Would You Rather.
„Við vorum búnir að gera músík saman sem hljóm-
aði svolítið eins og tónlist við þriller. Síðan heyrðu
menn þetta og vildu fá okkur í þetta,“ segir Barði.
Hvernig mynd er þetta? „Hún er ágæt. Það eru
allir pyntaðir og drepnir,“ segir Barði hreint út en
þetta er í fyrsta sinn sem hann semur tónlist við
bandaríska kvikmynd. „Þetta er það fyrsta sem ég
geri fyrir Bandaríkin, fyrir utan að ég hef verið með
músík í sjónvarpsþáttum, þannig að þetta er voða
spennó og gaman,“ segir hann. „Það er verið að ræða
framhaldið og ég á von á að það komi fleiri myndir í
kjölfarið. Ég hef verið að ræða við leikstjóra næstu
myndar en svona ferli tekur langan tíma og hún
kemur kannski ekki út fyrr en eftir tvö ár.“
Leikstjóri Would You Rather heitir David Guy
Levy og er ungur og upprennandi, bæði sem leik-
stjóri og framleiðandi. Biblía bandaríska kvik-
myndaiðnaðarins, Variety, valdi hann sem einn
af eftirtektarverðustu framleiðendunum í Holly-
wood. Barði á reyndar enn eftir að hitta hann, sem
er kannski ekki skrítið því öll vinnan hans við tón-
listina fór fram á Íslandi.
Með aðalhlutverkin fara Brittany Snow, sem hefur
leikið í sjónvarpsþáttunum American Dreams, Nip/
Tuck og Harry´s Law, og Jeffrey Combs, sem eitt
sinn lék í vísindaskáldsögutryllinum Re-Animator
sem er einmitt í miklu uppáhaldi hjá Barða. Einn-
ig er John Heard, sem er þekktur úr Home Alone-
myndunum, í leikaraliðinu. „Það er engin stjarna
þarna en þetta er allt fólk sem er búið að vera að
gera eitthvað spennandi.“
Inntur eftir því hvort hann fái ekki vel borgað
fyrir verkefnið segir Barði það vera langt í frá.
„Ekki fyrir svona amerískar indí-myndir. Það er
rosalega lítill peningur.“ - fb
Semur fyrir Hollywood-mynd
TÓNLIST VIÐ ÞRILLER Barði Jóhannsson og Daniel Hunt hafa
samið tónlist við bandarísku spennumyndina Would You
Rather.
Leikaraliðið úr sjónvarpsþáttunum Game of
Thrones tjáir sig um veru sína á Íslandi í nýju
kynningarmyndbandi um þættina sem var
tekið upp meðan á tökum stóð hér á landi í
fyrra.
„Þetta hefur verið ein ótrúlegasta lífs-
reynsla sem ég hef upplifað, algjörlega epísk,“
sagði Kit Harington, sem leikur Jon Snow.
„Það hefur verið ótrúlega kalt en maður getur
samt ekki verið annað en ánægður því við
höfum fengið að njóta stórkostlegrar náttúru-
fegurðar.“
John Bradley tekur í sama streng og er
ánægður með íslenska tökustaðinn. „Það
hjálpar leikurunum að vera í raunveru-
legum kringumstæðum. Það hefði verið
hægt að reyna að búa þetta umhverfi til með
tölvubrellum en það er engin þörf fyrir það því
hérna er allt til staðar,“ sagði Bradley og bætti
við að kuldinn hafi verið svakalegur. „Ég hef
ekki hugsað um annað síðan ég kom hingað.“
Leikstjórinn og meðframleiðandinn Alan
Taylor segir að íslenska náttúran hafi veitt
leikurunum mikinn innblástur. „Með því
að koma hingað og láta sér verða kalt, falla
næstum fram af klettahömrum og detta
næstum ofan í sprungur hefur þessi þáttaröð
orðið mun raunverulegri en ella.“
Game of Thrones 2 hefur göngu sína á
HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum 1.
apríl. Mikil eftirvænting ríkir yfir þáttunum
og hafa yfir fimm milljónir manna séð eldra
kynningarmyndbandið sem birtist í lok janúar.
- fb
Ótrúleg lífsreynsla á Íslandi
EPÍSKT Kit Harington við tökurnar á Íslandi. Hann segir
upplifunina hafa verið algjörlega epíska.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Mae-Ya Sukhothai var stofnað árið 2007.
Við leggjum áherslu á bragðmikla
og góða rétti á viðráðanlegu verði.
Einnig getur þú skoðað
okkur á www.thaimatur.is
3 réttir úr
hitaborðið á
aðeins 1.050 kr.
„Ég reikna með að þetta taki svona
tíu mánuði upp í ár,“ segir Símon
Halldórsson, hjólreiðakappi, stál-
smiður og vélstjóri, sem hyggst
leggja í hjólreiðaferð frá Íslandi til
Kína nú í lok mars.
Símon hefur að eigin sögn gengið
með þennan draum í maganum
í mörg ár. Undirbúningurinn er
búinn að taka hann um tvö ár í það
heila og enn er fjöldi lausra enda
sem á eftir að hnýta.
En hvernig hjólar maður til Kína?
„Þú stígur fyrst á annan pedalann
og svo hinn,“ segir Gunnar og hlær.
Hann segir það vera mjög mikinn
misskilning að aðeins fólk í full-
komnu formi geti lagt í svona ferðir.
„Maður þarf að sjálfsögðu að vera
í góðu formi, og vanur því að hjóla,
en oft á tíðum er þetta bara venju-
legt skrifstofufólk,“ segir Símon
sem þekkir engin fordæmi fyrir
svona langri ferð frá Íslandi.
Símon mun hefja ferðina í
Hafnar firði. Hann tekur svo Nor-
rænu yfir til Danmerkur, fer þaðan
til Þýskalands, svo Póllands og
áfram. „Samkvæmt planinu kem
ég til með að fara í gegnum 21 land,
sem eru auðvitað misstór,“ segir
Símon. Hann verður einn á ferð,
sem hann segir vera bæði jákvætt
og neikvætt. „Það gefur manni
mikið frelsi að vera einn, en á sama
tíma geta litlir hlutir eins og að fara
inn í verslun eða á klósettið orðið
flóknir þar sem enginn er til að
passa búnaðinn á meðan. Það hafa
samt margir farið í sams konar
ferðir einir, og ég þekki engin dæmi
þess að fólk hafi glatað búnaðnum
sínum,“ segir Símon.
Allur farangur verður í töskum
á hjólinu, en hann verður með full-
kominn útilegubúnað með í för og
ætlar að spara pening með því að
gista sem mest í tjaldi. Ferðina
telur hann koma til með að kosta
á milli tveggja og þriggja milljóna
króna fyrir utan allan búnað. „Ég
hef nú reyndar ekki tekið þetta allt
saman, en ég ætla bara að láta mína
peninga duga,“ segir Símon sem er
enn ekki búinn að finna sér neina
styrktaraðila.
Hægt verður að fylgjast með
ævintýrinu á heimasíðunni fjalla-
kall.wordpress.com.
tinnaros@frettabladid.is
SÍMON HALLDÓRSSON: STÍGUR FYRST Á ANNAN PEDALANN OG SVO HINN
Hjólar frá Íslandi til Kína
HJÓLIÐ HLAÐIÐ Öllum farangri verður hlaðið á hjólið, sem Símon segir vera orðið frekar þungt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ég fæ mér brauð með banana
og strái hörfræjum og sólblóma-
fræjum yfir. Svo fæ ég mér kakó-
malt með.“
Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir, annar
eigandi Minicards.