Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 2

Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 2
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR2 FÓLK Aðsókn og útlán á Amts- bókasafninu á Akureyri hafa aukist mikið á síðustu vikum. Bókasafnið hefur opnað sýningu um yndislestur og einnig barna- bókasetur, en amtsbókavörðurinn segir almenna umræðu um lestur barna einnig hafa ýtt við fólki. „Við tókum eftir því að barna- bókunum í barnadeildinni hjá okkur fækkaði, þær bara hurfu,“ segir Hólmkell Hreinsson amts- bókavörður. Hann segir að til hafi verið aukaeintök af bókum í geymslu og því hafi verið hægt að bæta við bókum. „Þá fórum við að gefa því gaum að það væri mikið af fólki að koma með börnin sín.“ Í kjölfarið hafi starfsfólkið veitt því athygli að fólk hafi komið til að fá ný bókasafnsskírteini, margir hafi framvísað gömlum skírteinum sem eru ekki lengur í notkun og margir sögðust ekki hafa komið á bókasafnið í langan tíma fyrr en nú. „Okkur fannst þetta afskap- lega gleðilegt og ánægjulegt og rekjum þetta beint til þessarar umræðu. Það er mjög ánægju- legt að fólk skuli bregðast við, það vísar til þess að menn séu að vakna, segir Hólmkell. Hann segir umræðu í samfélaginu og fréttir af dvínandi áhuga og lestrargetu barna hafa náð til fólks. „Og það sem mér finnst ekki síður mikilvægt er upplifunin af því ef fólk er farið að lesa fyrir börnin sín. Það er gott fyrir for- eldrana og börnin.“ Fyrir hálfum mánuði var opnað Barnabókasetur á bóka safninu í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Minjasafnið. Sam- hliða því var opnuð sýningin Yndis lestur æsku minnar, þar sem þekkt fólk var fengið til að birta hugleiðingar um minnis- stæða barnabók. „Í kringum opnunina varð mikil umræða á Akureyri, sem kemur í framhaldi af umræðunni á landsvísu. Ég held að þetta sé allt að hjálpast að. Það er ekki bara af því að við gerðum þetta hér. Fólk sér líka að þarna er eitthvað sem það getur gert í málunum, sem er bæði gott og einstaklega ódýrt.“ thorunn@frettabladid.is Barnabækur rifnar úr hillum bókasafns Fleira fólk leggur leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri en áður. Starfsfólkið tengir fjölgunina við umræðu um lestur barna. Mjög ánægjulegt að fólk skuli bregðast við og lesa fyrir börnin, segir Hólmsteinn Hreinsson amtsbókavörður. BARNABÓKASETRIÐ Líflegt hefur verið um að litast á Barnabókasetrinu, sem hefur verið opið í tvær vikur í dag. MYND/AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI Ragnar, hvað búa eiginlega margir í Mosfellsbæ? „Nógu margir til að borða tuttugu þúsund bollur.“ Ragnar Hafliðason er bakari í Mosfells- bakaríi þar sem mannskapurinn er í óða önn að baka yfir 20 þúsund bollur fyrir bolludaginn. IÐNAÐUR Framkvæmdir hófust í gær við byggingu nýrra stúdenta- garða á lóð Háskóla Íslands. Framkvæmdirnar eru stærstu bygginga framkvæmdir á Íslandi frá haustinu 2008, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Páll Hjaltason, formaður skipu- lagsráðs Reykjavíkur, og Lilja Dögg Jónsdóttir, fulltrúi stúdenta, hófu framkvæmdirnar í gær. Fjögur hús munu rísa á svæðinu, og í þeim verða 297 íbúðir. Gert er ráð fyrir því að fyrri áfanga ljúki í lok júlí á næsta ári en þeim ljúki í heild í lok ársins 2013. Kostnaðurinn við verkið verður um þrír milljarðar. - þeb Athöfn við Háskóla Íslands: Hófu byggingu stúdentagarða HAFIST HANDA Þau Páll og Lilja Dögg byrjuðu verkið í gærdag. Áætlað er að garðarnir rísi á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK Alls eru 405 einstak- lingar á lista dönsku ríkislög- reglunnar yfir fólk sem er saknað. Lýst er eftir um 1.600 manns á ári hverju. Þetta kemur fram á Politiken, en undanfarið hefur staðið yfir leit um allt land að Jeanett Rask Thomas, miðaldra konu sem hvarf á föstudag í síðustu viku. Umtalsvert fleiri karlar en konur eru í hópi þeirra sem saknað er, en karlarnir eru alls 345. Talsmaður ríkislögreglunnar segir við Politiken að í sumum til- fellum sé um að ræða sjálfsmorð, en afar sjaldgæft sé að fólk flýi og hefji nýtt líf undir nýju nafni innan Danmerkur. - þj Dularfull mannshvörf: 405 er saknað í Danmörku SAMGÖNGUR Mikil aukning hefur orðið á hjólreiðum í Reykja- vík, samkvæmt nýrri og viða- mikilli ferðavenjukönnun. 3,8% aðspurðra fara allra ferða sinna á reiðhjóli, en aðeins 0,8% svöruðu á þennan veg árið 2002 þegar sambærileg könnun var gerð. Flestar ferðir voru farnar á reiðhjóli í miðborginni, Vestur- bæ, Laugardal og Árbæ eða 6-7%. 61% aðspurðra segjast hjóla allt árið um kring eða hluta úr ári, en 39% aldrei. Könnunin var unnin af Capa- cent-Gallup. Í úrtaki voru 10.140 og var svarhlutfall tæplega 35%. - shá 39% fólks hjólar aldrei: Mun fleiri nota hjól eingöngu Á SELTJARNARNESI Sífellt fleiri hjóla til vinnu og í tómstundum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið ákæru á hendur þremur mönnum vegna skotárásar í Bryggjuhverfinu í nóvember. Skotið var í gegnum afturrúðu bíls með afsagaðri haglabyssu en enginn særðist í árásinni. Mennirnir hafa setið í gæsluvarð- haldi vegna málsins. Mennirnir eru taldir tengjast vélhjólasam- tökunum Outlaws og ljóst þykir að árásin tengist uppgjöri vegna fíkniefnaviðskipta. Ekki var búið að birta öllum sakborningum ákæruna síðdegis í gær. - sh Sitja enn í varðhaldi: Þrír ákærðir fyrir skotárás HEILBRIGÐISMÁL Konur með aðrar silíkonfyllingar en hina umdeildu PIP púða leita nú í auknum mæli til Leitarstöðvar Krabbameins- félagsins eftir ómskoðun, segir yfirlæknir á stöðinni. „Umræðan í samfélaginu hefur gert þessar konur áhyggju fullar,“ segir Kristján Sigurðsson yfir- læknir. „Það er mikið álag á símanum hjá okkur alla daga þar sem beðið er um tíma í óm skoðun, þó svo ekki sé um PIP brjósta- fyllingar að ræða. Og það truflar starfsemi Leitarstöðvarinnar.“ Kristján sendi öllum læknum bréf í vikunni þar sem hann benti á að hægt sé að fá ómskoðun á fleiri stöðum en á Leitarstöðinni. Dæmi eru um að læknar skrifi út beiðni um ómskoðun fyrir konur með silíkon án þess að nokkur einkenni séu fyrir hendi sem bendi til þess að púðar séu sprungnir. Alls voru 42 konur með PIP brjóstafyllingar ómskoðaðar síðustu tvo daga. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknis- embættinu er þó ekki búið að taka saman nýjustu tölur um lekatíðni, en þær verða birtar á mánudag. 68 prósent af þeim 105 konum sem skoðaðar voru á síðustu tveimur vikum voru með leka púða. Alls hafa nú 147 konur með PIP púða verið skoðaðar á Leitar- stöðinni. - sv Yfirlæknir Leitarstöðvar segir konur með aðrar silíkonfyllingar en PIP áhyggjufullar: Trufla starfsemi Leitarstöðvar NÝJA-SJÁLAND Dómstóll á Nýja-Sjá- landi hefur komist að þeirri niður- stöðu að kínverskum fjárfestum sé óheimilt að kaupa þarlendar bújarðir í stórum stíl. Kínverska félagið Shanghai Pangxin stefndi að því að festa kaup á sextán slíkum jörðum á átta þúsund hektara svæði á norðureyju Nýja-Sjálands. Þar sem um var að ræða meira en fimm hektara lands sem metið var á meira en sem nemur tíu milljörðum króna þörfnuðust við- skiptin samþykkis frá Skrifstofu um erlendar fjárfestingar. Samþykkið var veitt með þeim rökum að fjárfestingin myndi skila sér út í hagkerfið með bættum afköstum býlanna. Nýsjálensk bændasamtök höfðu mótmælt sölunni og boðist til að kaupa bújarðirnar sjálf. Nú hefur dómstóll úrskurðað kaup Kínverjanna ólögmæt, meðal annars á grundvelli þess að í félaginu væri ekki næg þekking á mjólkuriðnaði, sem væri for- senda fyrir samþykki erlendrar fjárfestingar í geiranum. Þá taldi dómarinn enn fremur að býlin á jörðunum væru svo illa stödd að litlu skipti hver keypti þau – sam- félagslegur ávinningur af slíkum viðskiptum yrði alltaf mikill. Talsmaður Shanghai Pangxin sagðist þrátt fyrir dóminn bjartsýnn á að af sölunni yrði. - sh Kínverskir fjárfestar ætluðu að kaupa sextán bújarðir í Nýja-Sjálandi: Jarðakaup Kínverja dæmd ólögmæt NÝJA-SJÁLAND Það er víðar en á Íslandi sem deilt er um landakaup kínverskra fjár- festa. SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknar- stofnun ákvað í gær að auka loðnukvóta ársins um tæp 38 þúsund tonn. Verður kvóti ársins því um 591 þúsund tonn í stað 553 þúsund tonna eins og gert hafði verið ráð fyrir. Kemur aukningin til þar sem kvóti, sem úthlutaður hafði verið erlendum skipum, hefur ekki verið nýttur. Rennur hann því í staðinn til íslenskra skipa. Samkvæmt yfirliti Fiskistofu er rúmur helmingur kvótans þegar kominn á land eða um 307 þúsund tonn. - mþl Leyfilegt að veiða meiri loðnu: Kvótinn aukinn um 38.000 tonn SPURNING DAGSINS Aðalfundur Félags Leiðsögumanna verður haldinn mánudaginn 27. Febrúar kl. 20:00 á Kaffi Reykjavík Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu 3. Tillögur um lagabreytingar 4. Drög að fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga um stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald 5. Kosning formanns eða lýsing formannskjörs 6. Kosning til stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs, sem og í aðrar nefndir (ritnefnd, skólanefnd, fræðslunefnd og kjaranefnd) og trúnaðarstöður. 7. Kosning eins félagskjörins skoðunarmanns reikninga og varamanns til tveggja ára. 8. Önnur mál. Stjórn Félags Leiðsögumanna konur með PIP brjóstapúða hafa nú verið skoðaðar af þeim 393 sem fengu boð um ósmskoðun frá velferðarráðuneytinu. 147 Við tókum eftir því að barnabókunum í barnadeildinni hjá okkur fækkaði, þær bara hurfu. HÓLMKELL HREINSSON AMTSBÓKAVÖRÐUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.