Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 6
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR6
KJÖRKASSINN
SAMKEPPNISMÁL Meðallengd sjón-
varpsauglýsinga í dagskrá Ríkisút-
varpsins (RÚV) er rúmlega þriðj-
ungur af því hlutfalli sem nýtt
frumvarp um starfsemi fyrirtækis-
ins takmarkar þær við. Þetta kemur
fram í tölum sem teknar voru
saman fyrir Fréttablaðið. Katrín
Jakobsdóttir, mennta- og menning-
armálaráðherra, segir frumvarpið
geta tekið breytingum ef athuga-
semdir við það gefa tilefni til þess.
Meðallengd sjónvarpsauglýsinga-
hólfa á kjörtíma, milli 18 og 23, hjá
RÚV er 3,7 mínútur á klukkutíma,
samkvæmt tölum sem teknar hafa
verið saman fyrir Fréttablaðið.
Nefnd mennta- og menningarmála-
ráðherra um endurskoðun laga um
RÚV skilaði af sér drögum að frum-
varpi til laga í síðustu viku. Sam-
kvæmt því á RÚV að takmarka hlut-
fall auglýsinga í dagskrá sinni við
tíu mínútur á klukkutíma.
Í tölunum kemur einnig fram að
meðallengd auglýsingahólfa hjá
RÚV á kjörtíma í desember, sem er
helsti auglýsingamánuður ársins,
var 5,2 mínútur á klukkutíma. Alls
fór lengd auglýsinga hjá RÚV yfir
tíu mínútur í tíu klukkutíma í mán-
uðinum. Lengsta auglýsingahólfið
var 11,7 mínútur á milli klukkan 22
og 23 á gamlárskvöld, en útsending
Áramótaskaupsins hófst klukkan
22.30 á þeim degi. Takmörkunin
mun því ekki hafa teljandi áhrif á
sölu RÚV á sjónvarpsauglýsingum
nema nokkra klukkutíma á ári.
Til viðbótar við ofangreindar tak-
markanir verður RÚV gert óheimilt
að slíta í sundur dagskrárliði til að
koma að auglýsingum, vöruinnsetn-
ing verður gerð óheimil í innlendri
dagskrárgerð og fyrirtækið þarf að
birta gjaldskrá sína opinberlega.
Katrín segist gjarnan vilja tak-
marka auglýsingaþátttöku RÚV.
Hún vill þó gera það án þess að
skerða heildartekjur fyrirtækisins.
„Nefndin teiknaði upp einhvers
konar takmarkanir og vill láta RÚV
birta gjaldskrá og öll afsláttarkjör.
RÚV metur það sem svo að þessu
fylgi skerðing á tekjum upp á 186
milljónir króna. Síðan á eftir að fara
yfir þessar tillögur og ég reikna
með að þingið eigi eftir að skoða
þær. Það sem ég hef alltaf sagt er
að ég vil gjarnan takmarka auglýs-
ingaþátttöku RÚV, en ekki skerða
tekjur fyrirtækisins. Við erum að
auglýsa eftir athuga semdum við
frumvarpið og þær kynnu að hafa
áhrif á það.“
Frestur til að gera athugasemd-
ir við frumvarpsdrögin rennur út
í dag. Katrín reiknar með að frum-
varpið verði lagt fram á Alþingi í
byrjun marsmánaðar.
thordur@frettabladid.is
Takmarkanir hafa
lítil áhrif á RÚV
Meðallengd sjónvarpsauglýsinga hjá Ríkisútvarpinu er mun styttri en þær
takmarkanir sem eru í nýju frumvarpi. Ráðherra segir frumvarpið geta breyst
ef athugasemdir gefa tilefni til þess. Það verður lagt fram í byrjun mars.
Bókmenntasjóður
Bókmenntasjóður auglýsir eftir umsóknum um útgáfu-,
þýðinga-, ferða- og kynningaþýðingastyrki en næsti um-
sóknarfrestur fyrir þessa styrki rennur út 15. mars 2012.
Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir
og bókaútgáfu. Bókmenntasjóður styrkir meðal annars
útgáfu frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á
íslensku, en stuðlar einnig að kynningu íslenskra bók-
mennta heima og erlendis og sinnir öðrum verkefnum
sem falla undir verksvið sjóðsins.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást á heimasíðu
Bókmenntasjóðs, www.bok.is, en einnig á skrifstofu
sjóðsins.
Bókmenntasjóður
Austurstræti 18
101 Reykjavík
Frá kr. 69.900
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann
28. febrúar á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og þremur
dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Verð kr. 69.900
Netverð á mann. Flugsæti 28. febrúar – 6. mars
Verð kr. 89.900
Netverð á mann, m.v. 2 – 4 í studio / íbúð í 7 nætur.
Verð kr. 109.900 með allt innifalið
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi á Turbo Club í viku.
Frábæ
rt tilbo
ð!
Stökktu til
Kanarí
28. febrúar í viku
Hefur nýfallinn dómur Hæsta-
réttar um gengistryggð lán
jákvæð áhrif á fjárhag þinn?
JÁ 34,8%
NEI 65,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Lætur þú þig komandi biskups-
kjör varða?
Segðu þína skoðun á visir.is
SÝRLAND, AP Sýrlenski herinn hélt áfram þungum
sprengjuárásum á íbúa borgarinnar Homs í gær,
daginn eftir að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
samþykkti harðorða ályktun þar sem krafist er
afsagnar Bashars al-Assads Sýrlandsforseta.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og David
Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sögðu nauð-
synlegt að uppreisnaröfl í Sýrlandi sameini krafta
sína og alþjóðasamfélagið þurfi að hjálpa þeim að
verjast stjórnarhernum.
„Við getum ekki komið á byltingu í Sýrlandi,“
sagði Sarkozy á fundi sínum með Cameron í París í
gær, „ef byltingaröflin í Sýrlandi vinna ekki að því
að sameina krafta sína og skipuleggja sig svo við
getum veitt þeim betri aðstoð.“
Þeir hvetja Evrópusambandið til að samþykkja
nýjar refsiaðgerðir gegn Sýrlandi fyrir næstu
mánaða mót og lofa Sýrlendingum veglegri aðstoð ef
Assad fer frá völdum.
Bæði Ban ki-Moon, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, og Nancy Pillay, mannréttinda-
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segja „nánast öruggt“
að framferði sýrlenskra stjórnvalda undanfarna
mánuði megi kallast glæpir gegn mannkyni. - gb
Sarkozy og Cameron fordæma framferði Sýrlandsstjórnar:
Vilja aðstoða uppreisnarmenn
SKRIÐDREKI Í DAMASKUS Sýrlenski herinn á götu eins úthverfa
höfuðborgarinnar. NORDICPHOTOS/AFP
UMHVERFISMÁL Samorka – samtök
orku- og veitufyrirtækja á Íslandi,
samþykkti ályktun á aðalfundi
sínum í gær þar sem vonbrigð-
um er lýst af stöðu rammaáætlun-
ar um vernd og nýtingu náttúru-
svæða. Samorka vill að stuðst
verði við faglega röðun verkefnis-
stjórnar frá því í júní 2011.
Þá ítrekaði aðalfundurinn and-
stöðu samtakanna við hugmyndir
um að færa auðlindarannsóknir og
auðlindastýringu undir umhverfis-
ráðuneytið. Samorka telur það
óeðlilega stjórnsýslu að ráðu neytið
hafi bæði yfir rannsóknum og
nýtingu að segja ásamt umhverfis-
mati og skipulagsmálum.
Samtökin telja að í áralöngu
starfi verkefnis stjórnarinnar hafi
sjónarmið um náttúruvernd mikið
vægi þar sem almenningur fékk
ítrekuð tækifæri til að setja fram
sín sjónarmið. Var það von Sam-
orku að vinnan gæti orðið grund-
völlur fyrir aukinni sátt um orku-
nýtingu og verndun.
„Í drögum að tillögu til þings-
ályktunar sem kynnt voru í ágúst
hafði verið vikið frá faglegri for-
gangsröðun verkefnisstjórnar og
niðurstöður hennar eru nú staddar
öðru sinni í ógegnsæju samninga-
ferli á vettvangi stjórnvalda,“
segir í ályktun fundarins. - shá
Aðalfundur Samorku lýsir yfir vonbrigðum sínum með stöðu rammaáætlunar:
Vinna verkefnisstjórnar gildi
URRIÐAFOSS Virkjanir í neðri hluta
Þjórsá eru og hafa verið bitbein ólíkra
hagsmunaaðila. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
RÁÐHERRA Katrín Jakobsdóttir segir að hún vilji gjarnan takmarka auglýsingaþátt-
töku RÚV, en án þess að skerða heildartekjur fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
42% hlutdeild í sjónvarpsauglýsingum
RÚV var með 19% hlutdeild á auglýsingamarkaði árið 2010 ef allar auglýsingar
eru tilteknar, samkvæmt tölum frá menntamálaráðuneytinu. Hlutdeild fyrir-
tækisins hafði þá aukist úr 13,9% árið 2008. Tekjur RÚV vegna auglýsinga á
því tímabili jukust um 140 milljónir króna á sama tíma og samanlagðar tekjur
annarra fjölmiðlafyrirtækja á auglýsingamarkaði drógust saman um tæpa 2,1
milljarð króna. Auglýsingamarkaðurinn minnkaði því um tæpa tvo milljarða
króna næstu tvö árin eftir bankahrun á sama tíma og tekjur RÚV vegna
auglýsinga jukust.
RÚV bætti mest við sig á sjónvarpsauglýsingamarkaði. Markaðshlutdeild fyrir-
tækisins á þeim markaði árið 2008 var tæp 33%. Árið 2010 var hún orðin 42%
og tekjur vegna sölu sjónvarpsauglýsinga höfðu aukist um 116 milljónir króna.
Hlutdeild 365 miðla, sem meðal annars gefa út Fréttablaðið og reka Stöð 2,
á heildarauglýsingamarkaði var um 56% árið 2009. Þar af var 365 með um
helming allra tekna af sjónvarpsauglýsingum það ár.
MENNTUN Hópur foreldra barna í
Hamra- og Húsaskóla í Grafar-
vogi óskaði eftir því við Katrínu
Jakobsdóttur menntamálaráð-
herra á fimmtudag að hún skoði
sameiningu skólanna. Ung-
lingadeildir skólanna eiga að
sameinast Foldaskóla í haust.
Hópurinn telur að ekki hafi
verið hlustað á sjónarmið hans,
en foreldrarnir í hópnum vilja
ekki að af sameiningunni verði.
Því óska þeir eftir því að ráðu-
neytið taki afstöðu og leitist við
að svara lögfræðilegum álitamál-
um sem þeir telja til staðar. - þeb
Sameiningar í grunnskólum:
Vilja að ráð-
herra hlutist til