Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 18
18 18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR Straumhvörf í stéttabaráttu Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna (HH) talað fyrir réttlætiskröfum um almennar leiðréttingar á höfuðstól lána og afnám verðtryggingar í rúm þrjú ár. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum sam- takanna njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðana- könnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings og ætla samtökin að afhenda þær forseta Íslands, sem er samkvæmt stjórnarskránni hluti af stjórnvöldum landsins. ASÍ fulltrúi atvinnurekenda eða launþega? Barátta HH hefur snúist um kjara baráttu sem verka lýðs- hreyfingin hefur ekki viljað taka þátt í, nema með örfáum undan- tekningum. Sjálf sagt hefðu sam- tökin aldrei orðið til ef for seti ASÍ hefði ekki lagst gegn frystingu vísi tölunnar haustið 2008. For seti ASÍ er ekki kjörinn í alls herjar- kosningu heldur hafa fulltrúar, h a ndgeng n i r for yst u n n i , at kvæðis rétt. Þá hefur ASÍ lagst gegn því að stjórnir líf eyris- sjóða verði kosnar beint af sjóðs- félögum. Eins hefur ASÍ viljað halda full trúum Sam taka at vinnu- rekenda í stjórnum sjóðanna. Afstaða ASÍ er óskiljan leg. Þangað til við komum að þver- sögn verka lýðs hreyfingarinnar. Herdís Dröfn Baldvins dóttir hefur gert doktors verkefni um tengsl og sam gróna inn- viði íslenska fjár mála geirans og verka lýðs sam taka. Hún vill meina að fjár mála leg og raun- veru lega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sam eigin lega hafa þessi sam- tök verið ríkjandi í hag stjórn Íslands síðast liðinn ára tug. Aðal- leiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. Straumhvörf í kjarabaráttu? Ingólfur H. Ingólfsson félags- fræðingur hefur skrifað um hvernig hinn almenni launa- maður skuldar nú lánardrottni sínum að meðaltali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar og að vaxtakjör séu farin að skipta meira eða jafnmiklu máli og launakjör. Hann vakti athygli á því að það þyrfti stéttarsamtök skuldara rétt eins og stéttar sam- tök launþega. HH eru vísir að „stéttarsamtökum skuldara“ þó þau hafi ekki enn haft aðkomu að kjaraviðræðum, aðra en þá að skrifa forystu ASÍ og verka- lýðsfélaganna hvatningu í síðustu kjaraviðræðum sem gekk út á það að huga að lána kjörum, almennum leiðréttingum og afnámi verðtryggingar – en við litlar undirtektir. Stjórn HH hefur hug á að bjóða verkalýðsfélögum að ganga til liðs við HH og mynda saman ný regn hlífar samtök verka lýðs félaga sem ekki myndu skilja lánakjör útundan í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna. Þak yfir höfuðið er vissulega einn mikilvægasti þáttur í lífi hvers manns og telst til mannréttinda og því ekki úr vegi að leggja mikla áherslu á að það fáist á viðráðanlegu verði – en ekki þeim okurlánum sem hér hafa tíðkast. Stjórn HH ætlar sér að leggja könnun fyrir félagsmenn þar sem m.a. verður spurt út í afstöðu félagsmanna til framtíðar samtakanna. Um leið og félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni segjum við umræðuna um stétta- og kjarabaráttu 21. aldarinnar hafna. Fjármál Andrea J. Ólafsdóttir formaður H Friðrik Óttar Friðriksson fv. formaður HH Þórður Björn Sigurðsson fv. formaður HH AF NETINU Brengluð sýn dómara Þrír dómarar við Hæstarétt virðast mér hafa kynferðis- brenglaða sýn. Telja frambæri- legt, að starfskona sé látin fara í vinnuferð í sumarbústað, þar sem yfirmaður hennar hleypur um allsber og hegðar sér óviður- kvæmilega á ýmsan hátt. Þegar Hæstiréttur úrskurðar í svona máli, hafa dómarar ekki annað á bak við sig en persónulegt mat á aðstæðum. Engin lög segja, að fólk þurfi að þola þessa tilgreindu hegðun yfirmanna sinna. Mér finnst dómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Gréta Baldursdóttir sýna brenglaða dómgreind í úrskurði sínum. Þarna var um að ræða skýrt kynferðislegt áreiti yfirmanns. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson Laugardagur til lista Í dag, kl. 13.30 heldur Guðni Tómasson listsagnfræðingur fyrir- lestur í ráðstefnusal Arion banka, Borgartúni 19. Fyrirlesturinn ber heitið Óróleikinn nær til Íslands. Guðni mun fjalla um umbrot í þjóðlífi og myndlist um miðja 20. öld. Sýnd verða verk úr safneign Arion banka. Laugardagur til lista. Allir velkomnir. FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDÖGUM Vaxtadómur Hæstaréttar 23. febrúar | kl. 8:30 | Borgartúni 27 Sérfræðingar KPMG munu fara yfir dóminn og þau álitaefni sem vakna í kjölfar hans bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Kynnt verða áhrif af endurútreikningi lána í samræmi við dómsniðurstöðuna. Nýlegir dómar héraðsdóms um skattatengd efni verða einnig kynntir. Skráning og nánari upplýsingar á kpmg.is alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.