Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 23

Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 23
LAUGARDAGUR 18. febrúar 2012 23 Á síðustu 20 árum hefur fjöldi ferðamanna til Íslands fjór- faldast úr 150 þús. í 600 þús. – milljón innan fárra ára er því ekki óraunhæft mat. Umræða, stefnumótun og skipulag hlýt- ur að taka mið af þessari fyrir- sjáan legu þróun. Á meðan hætta er á að farið verði yfir þolmörk ferðamannastaða á Suðurlandi eru kostir Vesturlands van nýttir. Undirstaða framþróunar er ný hugsun í samgöngumálum svæð- isins; tengja það betur til hring- aksturs á bundnu slitlagi, innan svæðis og með tengingu við önnur landssvæði. Lykil atriði er tenging í gegnum Lundarreykja- dal um Uxahryggi til Þingvalla. Um 60 km leið og tiltölulega hagkvæm framkvæmd. Þannig skapast möguleikar á hringakstri á bundnu slitlagi frá höfuðborgar- svæðinu um Vesturland og Suður- land. Þetta byði upp á fjölbreytta nýja ferðamöguleika. T.d. hringferð með a.m.k. jafn marga athyglis- verða áfangastaði og nú er boðið upp á þegar farinn er hringurinn á þjóðvegi 1, en mun hagkvæmari hvað varðar: orku, akstur, slit á vegum, nýtingu tækja og vinnu- tíma, ásamt því að fjölga ánægju- stundum ferðamanna. Einn- ig myndi slík vegagerð dreifa umferð á álagstímum sumarsins og efla þar með öryggi á vegum þegar stór hluti ferðamanna færir sig til eftir veðri, á milli land- svæða eftir Suðurlands- og Vest- urlandsveginum. Svo og: lengja ferðatímann og styrkja ferða- mennsku utan háannatíma. Þann- ig þjónar veggerðin bæði svæð- isbundinni atvinnu uppbyggingu jafnt sem heildarhagsmunum ferðaþjónustu á Íslandi enda hefur stjórn Samtaka ferða þjónustunnar tilnefnt þessa veggerð sem for- gangsverkefni í samgöngumálum. Meira þarf til. Lengi hefur verið rætt um uppbyggðan fjallveg yfir Kaldadal í stað þeirrar niður- gröfnu, stórgrýttu forar slóðar sem þar er. Slík framkvæmd og tenging við bundið slitlag á Uxahryggjavegi myndi stórefla upplifun og aðgengi og hnykkja á sérstöðu svæðisins. Bundið slitlag um Skógarströnd myndi stuðla að því að gera Vesturland að heild- stæðara ferðasvæði; skapa ferða- mannaleið milli Snæfellsness og Dalabyggðar og afar skemmti- legan hringakstur með tengingu við núverandi vegi, auk þess að tengja saman byggðarlög. Það er örugglega vandasamt verk að setja saman samgöngu- áætlun. Endanleg útfærsla og ákvörðunartaka er í höndum fólks sem fær greitt fyrir þá vinnu og er treyst til að gæta hagsmuna sinna landsvæða. Öllum er kunnugt um að úr minna fjármagni er að spila og því mikilvægt að jafnræðis- og sanngirnissjónarmið séu höfð í hávegum við útdeilingu fjár- muna. Innanríkisráðherra hefur stigið fram og sagt að Vestfirðir eigi að fá hlutfallslega mest til að bæta samgöngur á því land- svæði umfram annars staðar. Með réttu ætti þetta að þýða að NV-kjördæmi fengi verulegt, sér- tækt viðbótarframlag til þess að standa undir slíku átaki. En svo er ekki. NV-kjördæmi fær aðeins 14% eða 3,8 milljörðum meira heldur en NA-kjördæmi. Sú upp- hæð er óverulegur hluti þess sem fyrirhugað er til vegabóta á Vest- fjörðum. Stóra myndin er þessi: Fyrir Alþingi liggur samgöngu áætlun, sem er stefnumótandi til 12 ára. Búið er að tilgreina 30,625 milljarða til ákveðinna vegafram- kvæmda í NV-kjördæmi. Þar af fara 25,245 milljarðar eða 82% til Vestfjarða en 5,380 milljarðar eða 18% til annarra vegaframkvæmda í kjördæminu. Ef slæmar vega- samgöngur á Vestfjörðum eru afleiðing sniðgöngu undanfar- inna ára og áratuga, þá er þessi nýja samgönguáætlun áframhald þeirrar vitlausu stefnu – með öfugum formerkjum. Nú skal snið- ganga hin svæðin í NV-kjördæmi þ.m.t. áðurnefndar vegabætur um Uxahryggi og Lundarreykjadal, Kaldadal og Skógarströnd. Annaðhvort í ökkla eða eyra. Kunna þeir sem stjórna þessum málum sér ekki meðalhóf? Það hlýtur að vera eðlileg krafa að líta til heildarinnar; og ekki getur samviskubit stjórnmálamanna út af fortíðinni verið grund völlur framtíðarákvarðana á þessum vettvangi. Vestfirðir eru um þriðj- ungur af flatarmáli NV-kjör dæmis og Vestfirðingar tæpur fjórðung- ur af íbúafjölda kjördæmisins. Eru slík viðmið grundvöllur til skipt- ingar á því fé sem verja á til sam- göngubóta? Varla. Út frá hverju skal ganga? Undan farið hafa þingmenn NV-kjördæmis viðr- að skoðanir sínar hvað fiskveiði- stjórn og kvóta varðar; talað um sanngirni og jafnræði og varað við samþjöppun í skiptingu fiski- kvótans. Hvernig eiga þessi hug- tök við þegar kemur að skiptingu vegakvóta kjör dæmisins? Samgöngur skipta íbúa lands- byggðar afar miklu máli og eru undir staða atvinnu upp byggingar fram tíðarinnar. Þær eru alls ekki einka mál innan ríkis ráð herra. Hverjar eru for sendur þess að sitjandi ráð herra og með virkir þing menn ákveða: 82% Vest firðir og 18% rest? Eru þær vandað- ar og fag legar eða ósanngjarnt offors á kostnað annarra íbúa NV- kjördæmis og ferðaþjónustunnar í heild? Sanngjörn skipting: 82% - 18%? Samgöngumál Steinar Berg Ísleifsson ferðaþjónustubóndi Búið er að tilgreina 30,625 milljarða til ákveðinna vegaframkvæmda í NV-kjör- dæmi. Þar af fara 25,245 milljarðar eða 82% til Vestfjarða en 5,380 milljarðar eða 18% til annara vegaframkvæmda í kjördæminu. ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK | SÍMI 585 4000 | FAX 585 4065 | INFO@UU.IS | WWW.URVALUTSYN.ISFerðaskrifstofa ÚRVALSFÓLK (60+) ATHUGIÐ! HÚLLUM HÆ Í LÁGMÚLANUM SUNNUDAGINN 19. FEBRÚAR FRÁ KLUKKAN 13:00 TIL 16:00 Sérstakt tilboðsverð á ferðum, skemmtanastjórar kynna ferðir sínar, happdrætti, veitingar í boði og heitt á könnunni. Við hlökkum til að sjá þig! Blómaeyjan Tenerife er sannkölluð sólarparadís. Einstök náttúrufegurð og veðursæld. Kjartan Trausti reynir að yngja sig upp og aðra í þessari spennandi ferð fyrir Úrvalsfólk. Þjóðgarðurinn El Teide heillar og enginn sleppir verslunar- og menningarferð til höfuðborgarinnar Santa Cruz de Tenerife. Í ferð með Úrvalsfólki er hópurinn samstæður og þú nýtur samvista við jafnaldra, vini og kunningja. Skemmtanastjóri er með í sólarlandaferðum og skipuleggur fjölbreytta dægradvöl t.d. leikfimi, spilavist og skemmtikvöld. Farið er saman út að borða, í dans og danskennslu, golf og mínígolf ásamt fjölmörgum öðrum skemmtilegum uppákomum. Að ógleymdum frábærum skoðunar- ferðum í fylgd reyndra fararstjóra. * Innifalið: Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. ÚRVALSFÓLK (60+) FERÐALÖG OG FRÁBÆR FÉLAGSSKAPUR SKELLTU ÞÉR Í FERÐ MEÐ ÚRVALSFÓLKI Í VOR! AFSLÁTTUR 12.000 kr. Á MANN EF BÓKA Ð ER Á SUNNUDAG á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði í 24 nætur. HÓTEL GALA 24 nætur með hálfu fæði TILBOÐSVERÐ: Almennt verð: 223.900 kr.- 211.900 KR.-* HÓTEL LA SIESTA 24 nætur með hálfu fæði TILBOÐSVERÐ: Almennt verð: 228.900 kr.- 216.900 KR.-* TENERIFE 21. APRÍL - 15. MAÍ (24 NÆTUR) 21.apríl til 15.maí (24 nætur) Skemmtanastjóri: Kjartan Trausti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.