Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 24

Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 24
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR24 M ér líður mjög vel hérna. Íbúðin er rúmgóð og frá- bært að geta farið út í garð og út á pallinn á sumrin. Ég er frá Afríku og ég þarf mitt pláss!“ segir Ana Maria Unnsteins- son þegar blaðamaður kemur í heimsókn á notalegt heimili hennar í Laugardalnum. Líklega hafa flestir heyrt Önu Mariu getið sem Mömmu Angóla, en hún er umfjöllunar- efni samnefnds poppsmells hljóm- sveitarinnar Retro Stefson sem var eitt hið vinsælasta sinnar tegundar hér á landi sumarið 2010. Synir Önu Mariu, Unnsteinn Manuel og Logi Pedro, eru með limir sveitarinnar sem hefur gert góða hluti á undanförnum árum, sent frá sér tvær breiðskífur sem báðar nutu hylli og vinnur nú hörðum höndum að þeirri þriðju. Þá hefur Retro Stefson tryggt sér útgáfusamning við stórfyrirtækið Universal og leik- ið á fjölda hljómleika víða um heim. Sjálf hefur Ana Maria búið á Íslandi í sautján ár og unnið hin margvíslegustu störf, en einnig glímt við nýrnaveiki sem tvisvar hefur ógnað lífi hennar. „Mér finnst mjög gaman að labba um Laugardalinn og sérstaklega að líta við í Húsdýragarðinum við og við. Það eina sem mér þykir leiðinlegt er hversu þrengt er að svínunum og lömbunum í garðinum. Þau geta varla hreyft sig í þessu litla plássi. Mega þessi dýr ekki frekar vera í garðinum hjá mér? Þar er miklu meira pláss,“ bætir hún við og skellir upp úr. „Við bjuggum lengi í Þingholtunum og strákunum mínum finnst Laugar dalurinn nánast vera uppi í sveit. En ég er ánægð.“ Hélt að allir væru látnir Ana Maria fæddist í Angóla í Afríku, eins og titill téðs dægur- lags Retro Stefson bendir til, og er ein átta systkina. Faðir hennar lést þegar Ana Maria var einungis sex ára gömul og til að létta undir með móður hennar var hún tekin í fóstur af portúgölskum hjónum sem störfuðu í Angóla, en landið var þá portúgölsk nýlenda. Ellefu ára, árið 1971, fluttist Ana Maria svo með fóstur foreldrum sínum til Portúgal en fjórum árum síðar hlaut Angóla sjálfstæði og hófst þá fyrir alvöru blóðug borg- arastyrjöld í landinu sem stóð yfir með hléum í 27 ár. Ástandið í heimalandinu gerði það að verkum að Ana Maria hefur ekki heimsótt það á ný, en segist dreyma um að komast þangað einhvern daginn og helst með syni sína meðferðis. „Ég myndi ekki vilja flytja til Angóla til að búa þar, því ég vil bara vera á Íslandi. En mig langar til að kanna innviði landsins, ekki borgirnar heldur upplifa frum- skóginn og kynna Unnstein og Loga fyrir fjölskyldunni okkar, sem er af Kimbundu-ættflokknum og risastór. Ein af systrum mínum á tíu syni!“ segir hún og bætir við að hún hafi verið svo heppin að enginn af nánustu ættingjum hennar lést í hinni langvinnu borg- arastyrjöld í landinu. „Á fimm ára tímabili missti ég allt samband við fólkið mitt, því ástandið var þannig að ekkert virkaði, hvorki póstþjónusta, símasamband né annað. Í mörg ár sendi ég mömmu minni peninga til Angóla frá Portúgal, en var á endanum ráðlagt að hætta því þar sem vitað var að bréfin myndu aldrei ná á áfangastað. Ég vissi því ekki hvernig ættingjum mínum leið og óttaðist að þeir væru allir látnir, hélt að ég væri ein í heim- inum, þar til að einn góðan veður- dag fékk ég bréf frá bróður mínum sem sagði mér að allir væru lif- andi. Þetta var risastórt bréf og ég grét af gleði,“ rifjar Ana Maria upp. „Nú horfir allt til betri vegar og ég er viss um að innan tíu ára verður Angóla komið fremst í röð Afríkulanda.“ Tvisvar lífshættulega veik Að lokinni hefðbundinni skóla- göngu í Portúgal starfaði Ana Maria meðal annars á prjónastof- um, sem sölukona, hárgreiðslu- kona og húshjálp, þar sem hún öðl- aðist mikla reynslu í matreiðslu sem nýttist henni síðar á lífs- leiðinni. Tilvonandi eiginmanni sínum og barnsföður, Stefáni Unnsteinssyni, kynntist hún í strætóskýli nærri höfuðborginni Lissabon en hann vann þá að salt- fisksútflutningi til landsins. Unnsteinn Manuel og Logi Pedro fæddust með tveggja ára millibili í upphafi tíunda ára- tugarins og árið 1995 fluttu þau til Íslands. Þá var Ana Maria þegar farin að finna fyrir nýrna- sjúkdómi sem hefur haft mikil áhrif á líf hennar æ síðan. „Ég var stöðugt með mikinn hita og leið illa, en læknarnir í Portúgal fundu ekkert að mér nema óvenju háan blóðþrýsting. Ég var því sett á lyf sem unnu á blóðþrýstingnum en höfðu slæm áhrif á nýrun,“ segir Ana Maria. „Í upphafi ætluðum við einungis að dvelja á Íslandi í nokkra mán- uði, en læknarnir hér voru fljótir að greina mig nýrnaveika og settu mig í viðeigandi meðferð. Hefði ég ekki komið til Íslands væri ég ekki til frásagnar í dag, því ég var orðin mjög veik. En hérna höfum við búið síðan.“ Tvær nýrnaígræðslur fylgdu í kjölfarið, árin 1997 og 2003. Sú fyrri heppnaðist ekki nægilega vel þar sem nýrað virkaði ekki og þufti því að fjarlægja það á ný með tilheyrandi vanheilsu. „Eftir þá aðgerð var ég hrikalega veik, í raun nærri því að deyja, og hugsaði með mér að ég vildi aldrei fara í nýrnaígræðslu aftur. En síðari aðgerðin gekk betur. Þó hef ég verið fremur heilsutæp síðan, verð til að mynda auðveld- lega þreytt, og það hefur hamlað mér frá því að vinna fulla vinnu. Ég reyni þó að halda mér í góðu formi með göngutúrum, leikfimi og dansi. Dansinn er besta æfing- in og mannskepnan þarf á dansi að halda,“ segir Ana Maria. Hún segir syni sína tvo hafa hjálpað sér mikið í veikindun- um og viðurkennir að án þeirra hefði hún átt mun erfiðara með að harka af sér í gegnum þá reynslu. „Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar fyrri nýrna ígræðslan var gerð á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Logi var bara fimm ára og dálítið hræddur við lyftuna á spítalanum, en einn dag- inn kom hann aleinn upp til mín með lyftunni og sagði: „Mamma, aldrei gefast upp.“ Þetta augna- blik hugsa ég alltaf um þegar eitthvað bjátar á. Svo bætti Logi við: „Ég er strax byrjaður að tala dönsku!“. Ég bað hann um að leyfa mér að heyra dönskuna og þá stóð ekki á svarinu: „Jeg snakker ikke dansk!“,“ segir Ana Maria og hlær. Reyni að mæta á alla tónleika Á Íslandi hefur Ana Maria meðal annars starfað á frístundaheim- ili og sem matreiðslukona í leik- skóla, auk þess sem hún hefur lagt veisluþjónustum lið og prjónað og lappað upp á hina ýmsu skrautmuni, sem hún kaupir og selur svo aftur á mörk- uðum víðsvegar um borgina. Í tvö ár nam hún við matreiðslu- braut Menntaskólans í Kópavogi og nú um stundir leggur hún stund á nám við sjúkraliðabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla, en hún og Stefán skildu fyrir átta árum. Í frístundum hefur hún einna mesta ánægju af að syngja í kórum, en hún var lengi í kór Háteigskirkju og syngur nú með kór Landakotskirkju. Unnsteinn Manuel og Logi Pedro sýndu einnig snemma mikinn áhuga á tónlistariðkun og segir Ana Maria syni sína hafa fengið gott uppeldi fyrir fram- tíðarstarfið í Austurbæjarskóla og Tónmenntaskóla Reykjavíkur við Lindargötu. „Þegar þeir fóru ungir í heim- sóknir til Portúgal voru þeir stundum spurðir hvort þeir kysu frekar að búa í Portúgal eða á Íslandi. Þá sögðust þeir gjarnan vilja búa í Portúgal, en bara ef þeir fengju að taka skólann sinn með sér,“ segir Ana Maria. „Þeir hefðu ekki getað fengið betri skóla en Austurbæjarskóla, þar sem mörg börn eru af er lendum uppruna og tónlistarkennslan fyrsta flokks undir stjórn tón- menntakennarans Péturs Haf- þórs Jónssonar. Þeim leið svo vel í skólanum. Ég þurfti aldrei að draga þá fram úr rúminu til að fara í skólann því þeir voru svo spenntir að mæta snemma til að geta spilað á hljóðfæri í smá stund áður en kennslu stundirnar hófust. Sumarkaupinu sínu eyddu þeir öllu, hverri einustu krónu, í hljóðfæri,“ segir hún og ekki leynir sér að hún er stolt af sonum sínum. „Við erum bestu vinir og okkur líður mjög vel saman. Þeir taka tónlistina mjög alvarlega og ég er mjög ánægð með það hvernig þeir haga sínu lífi. Ég reyni að mæta á hverja einustu tónleika sem Retro Stefson heldur og stundum kynna þeir mig fyrir áhorfendum sem mömmu sína, drottninguna frá Afríku. Ég stend samt aldrei upp. Ég er allt of feimin til þess,“ segir Ana Maria. ■ AFMÆLISGJÖFIN MAMA ANGOLA „Mamma mín er frá Angóla, pabbi minn frá Íslandi en þau hittust í Portúgal,“ er gróf þýðing úr texta lagsins vinsæla með Retro Stefson, sem upphaflega var samið sem fimmtugs afmælisgjöf handa Önu Mariu. „Strákarnir héldu veislu á Nasa og buðu fjörutíu nánum vinum mínum, en sex hundruð manns mættu. Þetta var frábær dagur,“ segir Ana Maria og viðurkennir að það hafi verið skrýtið að heyra sungið um sig í útvarpinu á hverjum degi þegar lagið var sem vinsælast. „Krakkarnir í Fjölbrauta skólanum við Ármúla, þar sem ég stunda nám, spyrja mig oft út í merkingu textans og stundum spila þau lagið í tölvunum sínum þegar ég labba fram hjá til að stríða mér.“ STOLT AF STRÁKUNUM Unnsteinn Manuel og Logi Pedro, synir Önu Mariu og meðlimir Retro Stefson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Synirnir eru bestu vinir mínir Umfjöllunarefni vinsælasta lags sumarsins 2010, Mama Angola, er Ana Maria Unnsteinsson, móðir Unnsteins og Loga í hljóm- sveitinni Retro Stefson. Hún sagði Kjartani Guðmundssyni frá borgarastyrjöldinni í heimalandinu og árunum sautján á Íslandi. Á fimm ára tímabili missti ég allt samband við fólkið mitt, því ástandið var þannig að ekkert virkaði, hvorki póstþjón- usta, símasamband né annað.“ MAMMA ANGÓLA Ana Maria hefur gengist undir tvær nýrnaígræðslur og hafa veikindin hamlað henni á ýmsan hátt, til dæmis í vinnu. Hún reynir að halda sér í formi með göngutúrum, leikfimi og dansi. „Dansinn er besta æfingin og mannskepnan þarf á dansi að halda,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.