Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 34

Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 34
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR34 S pænski ljósmyndarinn Samuel Aranda á heiðurinn af ljós- myndinni sem alþjóðlegur dómstóll World Press Photo valdi þá bestu árið 2010. Ljósmyndin sýnir jemenska móður hlúa að særðum syni sínum í miðjum mótmælum þann 15. október árið 2011. Myndina tók Aranda þegar hann var við störf í Jemen fyrir New York Times. Hún þykir táknræn fyrir arabíska vorið og ástandið í Mið-Austurlöndum, um leið og hún sýnir óvenjulega persónulega hlið á átökunum. Þá sýni hún vel það mikil- væga hlutverk sem konur hafa leikið í byltingunum. Þetta var í 55. sinn sem World Press Photo velur áhrifamestu ljósmyndir árs- ins. Í dómnefndinni sitja 19 sérfræðingar á sviði blaðaljósmyndunar. Áhrifamestu ljósmyndirnar Fleiri en 5.000 ljósmyndarar alls staðar að úr heiminum sendu inn yfir 100 þúsund ljósmyndir í samkeppni World Press Photo árið 2012. Verðlaunamyndirnar eiga það sam- eiginlegt að varpa ljósi á viðfangsefni sín og galopna augu þeirra sem á horfa. Fréttablaðið sýnir hér nokkrar þeirra. TÍSKUVIKAN Í DAKAR Fyrirsæta klæðist hönnun Yolande Mancini á tískuvikunni í Dakar í Senegal. MYND/VINCENT BOISOT BARNABRÚÐIR Jemenska stúlkan Tahani, sem hér er í bleikum kjól, giftist eiginmanni sínum, Majed, þegar hún var sex ára og hann 25 ára. Framar á myndinni stendur fyrrum skólasystir hennar, Ghada, með eiginmanni sínum, sem hún giftist þegar hún var barn. Þau búa í fjalllendi Hajjah í Jemen. Helmingur kvenna í Jemen giftast á barnsaldri. MYND/STEPHANIE SINCLAIR ÁST Suðurafrísk nashyrningskýr, sem lifði af árás veiðiþjófa sem stálu hornum hennar, ásamt tarfi sínum. MYND/BRENT STIRTON MYND ÁRSINS Þessa mynd, sem sýnir jemenska móður með særðan son sinn í fangi sér, valdi dómnefnd World Press Photo mynd ársins. Hún var tekin í mosku sem mótmælendur nýttu sem sjúkrahús í mótmælum gegn forseta landsins, Abdullah Saleh, í Sanaa í Jemen 15. október árið 2011. MYND/SAMUEL ARANDA FRAMHALD Á SÍÐU 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.