Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 34
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR34
S
pænski ljósmyndarinn Samuel
Aranda á heiðurinn af ljós-
myndinni sem alþjóðlegur
dómstóll World Press Photo
valdi þá bestu árið 2010.
Ljósmyndin sýnir jemenska
móður hlúa að særðum syni sínum í
miðjum mótmælum þann 15. október
árið 2011.
Myndina tók Aranda þegar hann var
við störf í Jemen fyrir New York Times.
Hún þykir táknræn fyrir arabíska vorið
og ástandið í Mið-Austurlöndum, um leið
og hún sýnir óvenjulega persónulega hlið
á átökunum. Þá sýni hún vel það mikil-
væga hlutverk sem konur hafa leikið í
byltingunum.
Þetta var í 55. sinn sem World Press
Photo velur áhrifamestu ljósmyndir árs-
ins. Í dómnefndinni sitja 19 sérfræðingar
á sviði blaðaljósmyndunar.
Áhrifamestu
ljósmyndirnar
Fleiri en 5.000 ljósmyndarar alls staðar að úr heiminum
sendu inn yfir 100 þúsund ljósmyndir í samkeppni World
Press Photo árið 2012. Verðlaunamyndirnar eiga það sam-
eiginlegt að varpa ljósi á viðfangsefni sín og galopna augu
þeirra sem á horfa. Fréttablaðið sýnir hér nokkrar þeirra.
TÍSKUVIKAN Í DAKAR Fyrirsæta klæðist hönnun Yolande Mancini á tískuvikunni í Dakar í Senegal. MYND/VINCENT BOISOT
BARNABRÚÐIR Jemenska stúlkan Tahani, sem hér er í bleikum kjól, giftist eiginmanni sínum, Majed, þegar hún var sex ára og hann 25 ára. Framar á myndinni stendur fyrrum skólasystir hennar, Ghada, með eiginmanni
sínum, sem hún giftist þegar hún var barn. Þau búa í fjalllendi Hajjah í Jemen. Helmingur kvenna í Jemen giftast á barnsaldri. MYND/STEPHANIE SINCLAIR
ÁST Suðurafrísk nashyrningskýr, sem lifði af árás veiðiþjófa sem stálu hornum hennar, ásamt tarfi
sínum. MYND/BRENT STIRTON
MYND ÁRSINS Þessa mynd, sem sýnir jemenska móður með særðan son sinn í fangi sér, valdi dómnefnd World
Press Photo mynd ársins. Hún var tekin í mosku sem mótmælendur nýttu sem sjúkrahús í mótmælum gegn
forseta landsins, Abdullah Saleh, í Sanaa í Jemen 15. október árið 2011. MYND/SAMUEL ARANDA
FRAMHALD Á SÍÐU 36