Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 53
LAUGARDAGUR 18. febrúar 2012 5
FAGFÓLK ÓSKAST
til framtíðarstarfa
Hjá Prentmeti, Lynghálsi 1 í Reykjavík,
eru eftirfarandi störf laus til umsóknar:
Prentsmiður/grafískur miðlari í stafræna prentdeild
Starfið er aðallega fólgið í móttöku verka og prentun á
stafrænar prentvélar. Vinnutími er 8:00-16:00.
Mikilvægt að viðkomandi hafi góða þekkingu á InDesign,
Excel, Acrobat og Illustrator.
Prentari á offsetprentvélar
Starfið er aðallega fólgið í prentun á fjöllita Roland prentvélar.
Tvískiptar vaktir. Vinnutími 8:00-16:00 / 16:00-23:00.
Við mat á umsóknum verður tekið sérstakt tillit til
reynslu og þekkingar umsækjenda.
Prentmet býður upp á hágæða prentun þar sem hraði, gæði
og persónuleg þjónusta fara vel saman í framleiðslunni.
Lögð er rík áhersla á að starfsfólki líði vel á vinnustað.
Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri
mannauðs sviðs, netfang: ingasteina@prentmet.is, s. 856 0604.
Atvinnuumsókn er á www.prentmet.is – störf í boði.
Umsóknarfrestur er til 2. mars.
Tokyo sushi er vinsæll veitingastaður í Glæsibæ sem býður
ferska og fljótlega hollustu. Við leitum að jákvæðum og
kraftmiklum starfsmönnum með ríka þjónustulund.
1. Vaktstjóri
Ábyggileg manneskja sem vinnur vel undir álagi og
getur stjórnað hópnum. Vaktavinna frá 10.30 eða 11.30
til 21.30. Unnið í 2-3 daga og frí í 2-3 daga.
2. Afgreiðslufólk í sal
ekki eldhús, alla virka daga frá 11.30 til 19.30.
3. Hlutastarfsfólk í sal
ekki eldhús, frá kl. 17 til 21 um helgar.
4. Aðstoðarfólk í eldhús
Sendu okkur umsókn á atvinna@tokyo.is með ferilskrá
og mynd. Upplýsingar um staðinn á www.tokyo.is.