Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 62
14
Vilt þú vera þátttakandi í spennandi
uppbyggingu á þjónustu
Öldrunarheimila Akureyrar?
Staða deildarstjóra í Furu - og Víðihlíð við
hjúkrunar heimilið Hlíð á Akureyri er laus til
umsóknar. Um fullt starf er að ræða og æskilegt
að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á heilbrigðis –
eða félagsvísindasviði.
• Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið
framhaldsnámi í stjórnun, öldrunarfræðum
eða öðru sambærilegu námi.
• Reynsla af stjórnun skilyrði.
• Áhersla er lögð á jákvæðni, frumkvæði, góða
samskiptahæfileika og lausnarhugsun.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu
Akureyrarbæjar: www.akureyri.is þar sem einnig
er sótt um rafrænt.
Umsóknarfrestur er til 3. mars 2012
Deildarstjóri við
Öldrunarheimili Akureyrar
Útboð á borun vinnsluholu
fyrir Skagafjarðarveitur ehf.
Verkið felst í borun 1100 m djúpar vinnsluholu í
Hrolleifsdal fyrir hitaveituna á Hofsósi.
Útboðsgögn fást á skrifstofu veitnanna að
Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, sími 455-6200.
Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 11.00, 15. mars
2012 . Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 14.00
f.h. Skagafjarðarveitna ehf.
Páll Pálsson veitustjóri
Tvö störf við Verkfræði- og
náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
12
0
5
61
Háskóli Íslands hefur um árabil verið leiðandi í kennslu og rannsóknum á endurnýjanlegri orku á Íslandi. Mikil
tækifæri felast í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum, bæði á Íslandi sem og á heimsvísu, og
ljóst að sjálfbær orkunýting í sátt við umhverfi og samfélag mun verða eitt af stóru verkefnunum á þessari öld.
Háskóli Íslands hefur því ákveðið að efla enn frekar rannsóknatengt framhaldsnám í endurnýjanlegri orku.
Lektor í vistvænni raforkuverkfræði
Laust er til umsóknar starf lektors á sviði vistvænnar orku við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands.
Eitt mikilvægasta verkefni lektorsins verður að standa að uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Rafmagns-
og tölvuverkfræðideild á þessu sviði. Lektornum er einnig ætlað að sinna kennslu í grunnnámskeiðum í raforku
og skyldum greinum.
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í raforkuverkfræði eða skyldum greinum. Umsækjendur þurfa að
auki að uppfylla skilyrði iðnaðarráðuneytisins fyrir löggildingu starfsheitisins verkfræðingur. Krafist er góðrar
samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhannes R. Sveinsson deildarforseti í síma 525 4689,
netfang: sveinsso@hi.is.
Lektor í verkfræði á sviði endurnýjanlegrar orku
Við verkfræðideildir Verkfræði- og náttúruvísindasviðs er laust til umsóknar starf lektors í verkfræði. Starfið er á
sviði orkumála með áherslu á endurnýjanlega orku. Lektornum er ætlað að taka þátt í uppbyggingu rannsókna,
kennslu og meistara- og doktorsnáms á sviði orkuvirkjana, orkudreifingar, orkunýtingar og/eða umhverfisverk-
fræði orkumála. Lektornum er einnig ætlað að sinna kennslu í grunnnámi.
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í verkfræði eða hafa lokið öðru sambærilegu námi. Þeir skulu
búa yfir reynslu af rannsóknum og kennslu á sviði endurnýjanlegrar orku. Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði
iðnaðarráðuneytisins fyrir löggildingu starfsheitisins verkfræðingur. Krafist er góðrar samstarfshæfni og lipurðar
í mannlegum samskiptum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Pétur Pálsson,
forseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar
í síma 525 4952, netfang: opp@hi.is.
Sjá nánar um störfin á www.starfatorg.is
og www.hi.is.skolinn/laus_storf