Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 70
KYNNING − AUGLÝSINGHandverksbakarí LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 20126
AÐEINS Á FÆRI EFNAÐRA
Réttinn „Strawberries Arnaud“ þekkja flestir en
hann samanstendur af ís, jarðarberjum, súraldini
og rauðvíni. Á veitingastaðnum Arnaud í New
Orleans er að finna sérstaka lúxus útgáfu
af þessum vinsæla rétti sem kostar ekki
nema 1,4 milljónir dala og er því sjálfsagt
ekki á færi nema efnaðra viðskiptavina.
Upphæðina má rekja til þess að í réttinn
er notaður rándýr líkjör, Charles X, sem
kostar 24.850 dali og hann skreyttur með
4,7 karata bleikum demantshring sem eitt
sinn var í eigu breska athafnamannsins Sir
Ernest Cassel.
FRANSKT NAUTNALÍF
Það er eitthvað ómótstæðilega
rómantískt við ilminn, formið og
bragðið af heitu heilhveitihorni,
eða „croissant“ upp á frönsku.
Það er yndislega kætandi á
morgunverðarborðið og setur
heimsborgaralegan svip á daginn,
en á í raun alltaf við og er ekki
síður velkomið sem dásamlegur
eftirréttur eftir ljúfa máltíð eða
með sunnudagskaffinu og þá
með bráðnandi jarðarberjaískúlu í
heitu smjördeiginu.
SÚKKULAÐI VIÐ HELGI
ATHAFNIR AZTECA
Súkkulaði var mikilvægur hluti
af trúarathöfnum Maya og Azteca
í Mexíkó til forna. Prestarnir sáðu
kakófræjum sem sérstökum
gjöfum til guðanna og heitt
súkkulaði var drukkið við allar
meiri háttar trúarathafnir og
konunglegar hátíðir. Öll svæði
sem ræktuðu kakóbaunir og
Aztecar hertóku urðu
að leggja fram
alla upp-
skeruna sem
skatt, eða
eins og ráða-
menn Azteca
kölluðu það,
sem framlag til
guðanna.
Æ síðan hefur
súkkulaði verið
talið fæða guðanna
og er auk þess í sumum
trúarbrögðum talið auka
frjósemi og hamingju.
Konudagur að hætti Jóa Fel
Fullt af kökum og kruðeríi til að gleðja elskuna sína
Hjá Jóa Fel bakaríi er allskonar góðgæti sem bræðir hjörtu og gleður maga.
Kíktu heimsókn og upplifðu rómantíkina.
Opnunartímar um helgina:
Holtagarðar kl. 7-17 · Kringlan, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Smáralind, lau. kl. 10-19, sun. kl. 12-18 · Garðabær kl. 8 -17.