Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 86

Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 86
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR54 krakkar@frettabladid.is 54 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Í byrjun mánaðarins breyttist heldur betur lífið hjá syst- kinunum Emilíönu og Jakobi, og mömmu þeirra og pabba, þeim Kristjáni og Júlíu. Þá stækkaði nefnilega fjöl skyldan um heila manneskju. Litla systirin, sem fæddist 3. febrúar, er bæði með dökkt hár og augu og líkist dá- lítið syst kinum sínum tveimur, þegar þau fæddust. Hún hefur fengið nafnið Rebekka. Rebekka litla átti reyndar að fæðast tveimur vikum fyrr, en henni leið svo vel í hlýjunni í maganum á mömmu sinni að hún lét bíða eftir sér. Syst- kinin voru orðin mjög spennt og segja að mamma þeirra hafi verið komin með rosalega stóran maga. En nú er maginn á mömmu þeirra ekkert stór lengur enda Rebekka komin í heiminn og systkinin orðin þrjú. Emilíana er átta að verða níu ára og Jakob er tveggja að verða þriggja ára. Þau deila herbergi og ætla kannski að leyfa litlu systur sinni að eiga það með þeim þegar hún stækkar svolítið. Jakob kinkar líka kolli þegar hann er spurður hvort Rebekka fái að vera með honum á leikskóla þegar hún verður aðeins stærri. Hann er á Laufásborg en Emilíana er í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Á meðan blaðamaður er í heimsókn hjá fjölskyldunni tekur stóra systirin þá litlu í fangið og gengur með hana um gólf. Það er greinilegt að hún kann alveg að halda á litlu barni. Það er líka ekkert skrítið, því hún er búin að vera stóra systir hans Jakobs í næstum því þrjú ár og passar hann oft fyrir mömmu sína og pabba. „Hún kann ekkert að tala,“ útskýrir Jakob, áður en hann hleypur inn í eldhús til pabba síns og fær hjá honum bita. Emilíönu finnst mjög gaman að hafa eignast litla systur núna, því hún átti bróður fyrir. „Það eru sko alveg fimm vinkonur mínar sem eiga enga litla systur heldur bara litla bræður,“ segir hún og bætir við að vinkonurnar langi dá lítið til að eignast litla systur eins og hún. Samt finnst henni líka mjög gaman að eiga Jakob, að minnsta kosti oftast. „Fyrst þegar hann kom var hann svona lítill eins og hún. En svo stækkaði hann og stækkaði. Mér fannst hann alveg góður þegar hann var lítill, en ekki alltaf eftir að hann varð stór, því þá byrjaði hann að ráðast inn í herbergið mitt og rústa öllu og svoleiðis,“ segir Emilíana. Hún er samt alveg til í að eignast nokkur systkini í viðbót, en samt ekki eins mörg og amma hennar á. „Langamma mín eignaðist sextán börn! En hún bjó líka uppi í sveit, svo það var alveg pláss fyrir þau öll.“ holmfridur@frettabladid.is ÞAÐ ER SKEMMTILEGT AÐ EIGNAST NÝJA SYSTUR Emilíana og Jakob eru ánægð með litlu systur sína og ætla kannski að leyfa henni að eiga herbergið þeirra með þeim, þegar hún verður aðeins stærri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vala var að ljúka við bænirnar sínar. „Góði Guð, blessaðu mömmu og pabba og láttu Rotter dam vera höfuðborg Hol- lands.“ „Af hverju segir þú þetta?“ spurði mamma hennar undrandi. „Af því ég skrifaði það á próf- blaðið í dag.“ Pabbi, hvenær verð ég nógu gamall til að gera allt sem mig langar til?“ „Ég veit það ekki. Enn hefur enginn orðið svo gamall.“ „Mamma, kennarinn spurði mig í dag hvort ég ætti nokkur yngri systkini sem ekki væru byrjuð í skóla.“ „Og hvað sagði hann þegar þú sagðir að þú værir einkabarn.“ „Guði sé lof!“ Á bolludaginn eiga börn að bregða á glens og vekja heimilisfólkið með flengingu. Það er gamall og góður siður sem á sér um hundrað ára sögu hér á landi. Af þessum sökum hefur dagurinn stundum verið kallaður flengingardagur. Áður fyrr, meðan hús voru almennt ólæst í borginni, þekktist það jafnvel að börn gengju í hús ná grannanna og flengdu þá í rúminu og sá þótti mestur sem flesta gat flengt. Að launum áttu börnin að fá eina eða tvær bollur. Sumir fullorðnir reyndu að kaupa sig frá flengingum með því að bjóða bollur gegn því að sleppa. Sumir þylja einhverjar þulur um leið og þeir láta höggin dynja, ein er svona: Tvíbaka, bolla, kringla krans, þetta gefur Imba Brands. Bolluvendirnir eru yfirleitt gerðir úr löngum prikum og litríkum pappírsræmum og þá er auðvelt að búa til. En líka má nota litla trjágrein eða hvað sem er. Tvíbaka, bolla, kringla, krans KIDS.GOV heitir bandarískur vefur sem heldur utan um vefsíður sem sérstaklega hafa verið hannaðar fyrir börn og unglinga af opinberum aðilum í Bandaríkjunum. Dæmi um efni á Kids.gov: Listgreinar, tölvur, leikir, heilsa og líkamsrækt, peningar, stærðfræði, vísindi, félagsfræði og ótalmargt fleira.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.