Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 88

Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 88
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR56 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. sálar, 6. málmur, 8. skarð, 9. blása, 11. tveir eins, 12. umfang, 14. kölski, 16. tónlistarmaður, 17. traust, 18. for, 20. gangflötur, 21. skjótur. LÓÐRÉTT 1. hreinsiefni, 3. númer, 4. gjaldmiðill, 5. styrkur, 7. lævís, 10. angra, 13. stefna, 15. ekkert, 16. kóf, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. anda, 6. ál, 8. rof, 9. púa, 11. ll, 12. ummál, 14. satan, 16. kk, 17. trú, 18. aur, 20. il, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. sápu, 3. nr, 4. dollari, 5. afl, 7. lúmskur, 10. ama, 13. átt, 15. núll, 16. kaf, 19. rá. Ennþá mjög taktlaus! Aldrei aftur Maggi! Skilurðu það? 102,103, 104 ...sjáðu pabbi! 105... Haha! Billi, skórnir þínir eru ekkert smá hommalegir! Ég er hommi, Palli. Ég veit. Ég meinti ekki að þeir væru sam- kynhneigðir. Ég meinti að þeir væru asnalegir. Af hverju mistúlkar fólk alltaf allt sem ég segi? KLÓSETTIN Í SKOTLANDI ERU ÖÐRUVÍSI. Samkvæmt þjónustu- deildinni verður búið að gera við bílinn á morgun. Einmitt það sem ég óttaðist. Af hverju? Ertu í vandræðum með lánsbílinn? Bara eitt. Þegar ég er búinn að setja bílstólinn, kollinn og bleyjupokann í bílinn þá er ekkert pláss eftir fyrir börnin. Undanfarið hefur töluvert verið rætt og ritað um það hvort trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar geri menn undanþegna landslögum um hatursáróður ef þeir geta fært rök fyrir því að mannhatrið sé trúar- leg afstaða. Minna hefur verið rætt um það hvaða sálarmein valdi því að kristni sumra skuli brjótast út í hatursáróðri en ekki kærleiksáróðri. Jesús frá Nasaret var jú einhver mesti áróðursmeistari kær leikans sem uppi hefur verið: „Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig.“ ÞAÐ ER rétt að í Gamla testamentinu er kynlíf tveggja karlmanna sagt viður- styggð (3M 18.22; 20.13). Á báðum þess- um stöðum er líka tekið fram, nánast í næstu setningu á undan eða eftir, að fólk skuli ekki sofa hjá á meðan konan er á túr (18.19; 20.18). Af einhverjum ástæðum virðast þeir, sem mest er í nöp við hommaskap, alveg láta hjá líða að berjast með sama offorsi gegn því að fólk sé að gera dodo þegar Rósa frænka er í heimsókn – þótt Guð þeirra hafi alveg jafnmikla andstyggð á því. Þeir, sem byggja vilja hjónabandsskilning sinn á Gamla testamentinu, verða auk þess að sam- þykkja fjölkvæni (1Kron 3.1-9 o.fl.), kynlífsþrælkun og nauðung- arstaðgöngumæðrun (1M 16.1-4) og að nauðgari geti komist hjá refsingu með því að kvænast fórnarlambi sínu og greiða föður þess skaðabætur (5M 22.28-29). Þeir, sem beita Gamla testamentinu fyrir sig í þessari umræðu, eru greinilega að velja það sem hentar fordómum þeirra úr safni fyrirmæla sem þeim dettur ekki í hug að taka önnur ákvæði úr alvarlega. Ég leyfi mér að fullyrða að erfitt sé að finna nokkra bók, sem verr er til þess fallin að byggja kristinn hjónabandsskilning á, en ritasafn Gamla testamentisins – alltjent ef lögbók hirðingjaþjóðar frá bronsöld er skilin bókstaflega og hvorki er reynt að lesa þetta ritasafn í samhengi ritunartíma síns og menningarsögulegs bakgrunns, innbyrðis samhengi sögunnar, sem þar er sögð, né að greina kjarnaboðskap hennar. Þeir, sem lesa Gamla testamentið með þessum hætti, mættu hafa hina kristilegu grundvallarafstöðu í huga: „Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd.“ (Lúk 6.37) EN Á hverju eigum við þá að byggja „kristinn“ hjónabandsskilning? Þetta kann að hljóma langsótt en kannski væri óvit- laust að byggja hann á Kristi sjálfum: „Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóh 13.35) Áróðursmeistari kærleikans „Bókin er kraftmikil, ánetjandi og hjartnæm.“ K R ISTJA NA GU ÐBR A N DSDÓT T IR / DV „Ég var heltekin af bókinni … Hungurleikarnir eru ótrúlegir.“ ST EPHE N IE ME Y ER , HÖF U N DU R L JÓSA SK IP TA HEFJUM LEIKA! www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum Tvær góðar! 5.990,- Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 6.990,-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.