Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 92
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR60 60
menning@frettabladid.is
Tvær ólíkar messur ramma inn
tónleika Gradualekórs Langholts-
kirkju á sunnudaginn 19. febrúar
klukkan 20. Þær eru samt báðar
eftir Bob Chilcott. Annars vegar
Friðarmessa frá árinu 1998 sem
er flutt með orgelundirleik. Niður-
lag hennar byggir á bæn heilags
Frans frá Assisi: Drottinn, gjör
mig að verkfæri friðar þíns. Hin
er Litla djassmessan sem var
samin 2004 og frumflutt í New
Orleans sama ár. Hver kafli
hennar birtir mismunandi stíl-
tegundir djassins svo sem groove
funk, rokk, ballöðu og blues og
leikið er undir á píanó.
Tónleikarnir eru í Langholts-
kirkju og auk messanna flytur
kórinn styttri tónverk og lög,
bæði íslensk og erlend. Stjórnandi
er Jón Stefánsson og undir leikur
er í höndum Tómasar Guðna
Eggertssonar. - gun
Friðarmessa og djass
Í EDINBORG Gradualekór Langholtskirkju hefur víða farið með söng sinn. Þessi mynd
var tekin í Edinborg í Skotlandi í fyrravor.
Menningargöngur með Birnu
Þórarins dóttur um götur borgar-
innar hafa verið við lýði í tíu ár. því
býður Birna upp á afmælisgöngu
um ljúfa staði miðborgarinnar í dag
klukkan 14.
Lagt verður upp frá Skólavörðu-
holtinu og þaðan skoppað niður á
við í holt og hólablús, eins og Birna
orðar það sjálf. Hún er hin leyndar-
dómsfyllsta og segir alls óvíst um
viðkomustaði en einhvers staðar
verði endað - á
viðeigandi stað.
Sérstak-
ur afmælis af-
sláttur verður
í þetta skipti á
menn ingar fylgd
Birnu þannig að
þátt taka kostar
150 0 krónur
fyrir fullorðna en er ókeypis fyrir
börn. -gun
Afmælisganga Birnu
BIRNA ÞÓRÐAR
Tímamót verða hjá
Kammermúsík klúbbnum
á morgun. Þá heldur hann
fyrstu tónleika sína í
Hörpunni sem jafnframt
eru fimmtíu og fimm ára
afmælistónleikar.
„Harpa er hús tónlistarinnar og
hljómburðurinn er glæsilegur hér
í Norðurljósasalnum, enda er hann
hannaður sem kammermúsíksal-
ur,“ segir Guðmundur W. Vilhjálms-
son, stjórnarmaður í Kammer-
músíkklúbbnum, staddur á æfingu
fyrir afmælistónleika klúbbsins á
morgun sem hefjast klukkan 19.30.
Þar mun Camer arctica- hópurinn
flytja sónötu eftir Zelenka, aríur
eftir Händel og strengjakvartett
eftir Bela Bartók. „Þetta eru b og
B; barokktónlist og Bartók,“ segir
Guðmundur. „Við höfum áður kynnt
alla Beethoven-kvartettana og
Sjostakovitsj- kvartettana. Nú er
það Bela Bartók.“
Kammermúsíkklúbburinn var
stofnaður 1957 til að stuðla að
flutningi kammertónlistar hér
á landi, tónverka sem samin eru
fyrir þrjú eða fleiri hljóðfæri.
Guðmundur er einn af stofnendum
klúbbsins. Spurður hvort hann sé
driffjöður í honum svarar hann
hæverskur. „Ég er svona meðdrif-
fjöður með félögum mínum. Við
höldum fjöruga og skemmtilega
fundi þar sem við ræðum mál-
efni klúbbsins og ég mæti á lang-
flesta tónleika hans.“ Ekki kveðst
hann þó sjálfur vera hljómlistar-
maður. „En ég fékk snemma áhuga
á tónlist. Það voru til klassískar
plötur heima, sérstaklega með
óperu tónlist því faðir minn var í
Banda ríkjunum 1917 og kom heim
með góðar plötur.“
Guðmundur segir Kammer-
músík klúbbinn halda fimm
tónleika á ári, frá því í september
fram á vor, þannig hafi það verið
frá upphafi. „Þetta hefur verið ein-
staklega ánægjulegt starf og ég
tel að klúbburinn hafi haft ómæld
uppeldisáhrif hér á landi, einkum
í byrjun því þá var engin starfsemi
á þessum vettvangi. Tónlistar-
félagið var meira með sólóista og
dúó.“
Nú greiða um tvö hundruð
félagsmenn árstillög í klúbbinn
að sögn Guðmundar og jafnframt
er seldur aðgangur að tónleikum.
Klúbburinn hefur haldið sína tón-
leika í Bústaðakirkju undanfarin ár,
skyldi hann stefna að því að flytja
alfarið í Hörpu? „Við erum að prófa
það núna og vissulega höfum við
áhuga á að vera þar til frambúðar
en það er töluvert dýrara en að vera
í Bústaðakirkju.“
Guðmundur sat lengi í stjórn sam-
taka um byggingu tónlistarhúss.
„Það er löng, löng saga og henni
fylgdi mikið taugastríð,“ rifjar hann
upp. „En svo fengum við þetta stór-
kostlega hús.“ gun@frettabladid.is
Fimmtíu og fimm ára
og í fyrsta skipti í Hörpunni
FYRSTU TÓNLEIKAR Í HÖRPUNNI „Ég tel að Kammermúsíkklúbburinn hafi haft
ómæld uppeldisáhrif hér á landi,“ segir Guðmundur sem er einn af stofnendum
klúbbsins 1957. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SÖNGLÖG HENRI DUPARC
ÞÓRA EINARSDÓTTIR, SÓPRAN
STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR, PÍANÓ
HÁDEGISTÓNLEIKAR
ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
NORÐURLJÓSUM, HÖRPU
ÞRIÐJUDAGINN 21. FEBRÚAR KL. 12.15
WWW.OPERA.IS
BOÐIÐ Í FERÐALAG
AÐGANGUR
ÓKEYPIS
HEIMILDARMYNDIN HÖLLIN sem fjallar um Sundhöll Reykjavíkur og karakterana í húsinu
verður sýnd á RÚV á sunnudag. Myndin, sem var nýverið tilnefnd í flokki heimildarkvikmynda á
Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck, vann til Edduverðlauna sem besta heimildarmyndin 2010.
Hljómburðurinn
er glæsilegur hér í
Norðurljósasalnum, enda er
hann hannaður sem kamm-
ermúsíksalur.“