Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 92

Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 92
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR60 60 menning@frettabladid.is Tvær ólíkar messur ramma inn tónleika Gradualekórs Langholts- kirkju á sunnudaginn 19. febrúar klukkan 20. Þær eru samt báðar eftir Bob Chilcott. Annars vegar Friðarmessa frá árinu 1998 sem er flutt með orgelundirleik. Niður- lag hennar byggir á bæn heilags Frans frá Assisi: Drottinn, gjör mig að verkfæri friðar þíns. Hin er Litla djassmessan sem var samin 2004 og frumflutt í New Orleans sama ár. Hver kafli hennar birtir mismunandi stíl- tegundir djassins svo sem groove funk, rokk, ballöðu og blues og leikið er undir á píanó. Tónleikarnir eru í Langholts- kirkju og auk messanna flytur kórinn styttri tónverk og lög, bæði íslensk og erlend. Stjórnandi er Jón Stefánsson og undir leikur er í höndum Tómasar Guðna Eggertssonar. - gun Friðarmessa og djass Í EDINBORG Gradualekór Langholtskirkju hefur víða farið með söng sinn. Þessi mynd var tekin í Edinborg í Skotlandi í fyrravor. Menningargöngur með Birnu Þórarins dóttur um götur borgar- innar hafa verið við lýði í tíu ár. því býður Birna upp á afmælisgöngu um ljúfa staði miðborgarinnar í dag klukkan 14. Lagt verður upp frá Skólavörðu- holtinu og þaðan skoppað niður á við í holt og hólablús, eins og Birna orðar það sjálf. Hún er hin leyndar- dómsfyllsta og segir alls óvíst um viðkomustaði en einhvers staðar verði endað - á viðeigandi stað. Sérstak- ur afmælis af- sláttur verður í þetta skipti á menn ingar fylgd Birnu þannig að þátt taka kostar 150 0 krónur fyrir fullorðna en er ókeypis fyrir börn. -gun Afmælisganga Birnu BIRNA ÞÓRÐAR Tímamót verða hjá Kammermúsík klúbbnum á morgun. Þá heldur hann fyrstu tónleika sína í Hörpunni sem jafnframt eru fimmtíu og fimm ára afmælistónleikar. „Harpa er hús tónlistarinnar og hljómburðurinn er glæsilegur hér í Norðurljósasalnum, enda er hann hannaður sem kammermúsíksal- ur,“ segir Guðmundur W. Vilhjálms- son, stjórnarmaður í Kammer- músíkklúbbnum, staddur á æfingu fyrir afmælistónleika klúbbsins á morgun sem hefjast klukkan 19.30. Þar mun Camer arctica- hópurinn flytja sónötu eftir Zelenka, aríur eftir Händel og strengjakvartett eftir Bela Bartók. „Þetta eru b og B; barokktónlist og Bartók,“ segir Guðmundur. „Við höfum áður kynnt alla Beethoven-kvartettana og Sjostakovitsj- kvartettana. Nú er það Bela Bartók.“ Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður 1957 til að stuðla að flutningi kammertónlistar hér á landi, tónverka sem samin eru fyrir þrjú eða fleiri hljóðfæri. Guðmundur er einn af stofnendum klúbbsins. Spurður hvort hann sé driffjöður í honum svarar hann hæverskur. „Ég er svona meðdrif- fjöður með félögum mínum. Við höldum fjöruga og skemmtilega fundi þar sem við ræðum mál- efni klúbbsins og ég mæti á lang- flesta tónleika hans.“ Ekki kveðst hann þó sjálfur vera hljómlistar- maður. „En ég fékk snemma áhuga á tónlist. Það voru til klassískar plötur heima, sérstaklega með óperu tónlist því faðir minn var í Banda ríkjunum 1917 og kom heim með góðar plötur.“ Guðmundur segir Kammer- músík klúbbinn halda fimm tónleika á ári, frá því í september fram á vor, þannig hafi það verið frá upphafi. „Þetta hefur verið ein- staklega ánægjulegt starf og ég tel að klúbburinn hafi haft ómæld uppeldisáhrif hér á landi, einkum í byrjun því þá var engin starfsemi á þessum vettvangi. Tónlistar- félagið var meira með sólóista og dúó.“ Nú greiða um tvö hundruð félagsmenn árstillög í klúbbinn að sögn Guðmundar og jafnframt er seldur aðgangur að tónleikum. Klúbburinn hefur haldið sína tón- leika í Bústaðakirkju undanfarin ár, skyldi hann stefna að því að flytja alfarið í Hörpu? „Við erum að prófa það núna og vissulega höfum við áhuga á að vera þar til frambúðar en það er töluvert dýrara en að vera í Bústaðakirkju.“ Guðmundur sat lengi í stjórn sam- taka um byggingu tónlistarhúss. „Það er löng, löng saga og henni fylgdi mikið taugastríð,“ rifjar hann upp. „En svo fengum við þetta stór- kostlega hús.“ gun@frettabladid.is Fimmtíu og fimm ára og í fyrsta skipti í Hörpunni FYRSTU TÓNLEIKAR Í HÖRPUNNI „Ég tel að Kammermúsíkklúbburinn hafi haft ómæld uppeldisáhrif hér á landi,“ segir Guðmundur sem er einn af stofnendum klúbbsins 1957. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÖNGLÖG HENRI DUPARC ÞÓRA EINARSDÓTTIR, SÓPRAN STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR, PÍANÓ HÁDEGISTÓNLEIKAR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 21. FEBRÚAR KL. 12.15 WWW.OPERA.IS BOÐIÐ Í FERÐALAG AÐGANGUR ÓKEYPIS HEIMILDARMYNDIN HÖLLIN sem fjallar um Sundhöll Reykjavíkur og karakterana í húsinu verður sýnd á RÚV á sunnudag. Myndin, sem var nýverið tilnefnd í flokki heimildarkvikmynda á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck, vann til Edduverðlauna sem besta heimildarmyndin 2010. Hljómburðurinn er glæsilegur hér í Norðurljósasalnum, enda er hann hannaður sem kamm- ermúsíksalur.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.