Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 98

Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 98
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR Söngvarinn Mugison og hljómsveitin Of Monsters and Men fóru heim með meira en helming verðlauna kvöldsins þegar Tónlistar verðlaun X-ins 977 voru veitt á fimmtudagskvöldið var. Mugison hlaut þrenn verðlaun og Of Monsters and Men tvenn. Gunnar Sigurðsson, eða Gunni sam- loka, var kynnir hátíðarinnar sem fór fram á skemmtistaðnum Nasa. Veitt voru verðlaun í átta flokkum, og voru sigur- vegarar valdir af hlustendum X-ins. Auk þess veitti Iceland Express sérstök útflutningsverðlaun í formi flugfara, til að auðvelda flytjendum að kynna tónlist sína erlendis. Athygli vakti að hlustendur X-ins veittu verðlaunin í stað frægðarfólks. - trs Hlustendur afhentu sjálfir tónlistarverðlaun X-ins SÖNGVARI ÁRSINS Valdimar Guðmundsson, úr hljómsveitinni Valdimar, var tilnefndur sem söngvari ársins. Hér er hann ásamt gítarleikara hljómsveitarinnar, Högna Þorsteinssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KYNNTI HÁTÍÐINA Gunnar „samloka“ Sigurðsson var kynnir kvöldsins. MIKIL STEMNING Það var fullt út úr dyrum á hátíðinni og mikil stemning í salnum. ÞRJÁR TILNEFNINGAR Hljómsveitin Vicky var tilnefnd í flokkunum Plata ársins með plötuna Cast a light og Lag ársins fyrir lag sitt Feel good. Auk þess var söngkona sveitarinnar, Eygló Scheving, tilnefnd sem söngkona ársins. VIÐBURÐUR ÁRSINS Egill Tómasson hjá Iceland Airwaves var eflaust sáttur með sitt, en Airwaves hlaut verðlaun sem við- burður ársins. Hér er hann ásamt þeim Krumma í Mínus og Adda í Sólstöfum. NÝLIÐAR ÁRSINS Helgi Kaldalón og Arnar Frosta úr hljóm- sveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin var valin af aðdáendum Facebook síðu Beck’s á Íslandi sem Beck’s nýliði ársins. Flytjandi ársins: Mugison Lag ársins: Little Talks með Of mon- sters and men SIGURVEGARAR KVÖLDSINS folk@frettabladid.is Plata ársins: Haglél með Mugison Söngkona ársins: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Of monsters and men Söngvari ársins: Mugison Tónlistarmynd- band ársins: Fjara með Sólstöfum Viðburður ársins: Iceland Airwaves Beck´s nýliði ársins: Úlfur Úlfur Einnig veitti Iceland Express hljóm- sveitinni Sólstöfum sérstök útflutnings- verðlaun. 79 ÁR fyllir Íslandsvinkonan Yoko Ono í dag. Ekki er vitað hvar daman ætlar að fagna tímamótunum en líklega verður stærra partý á næsta ári. Flugvirkjafélag Íslands óskar eftir að taka á leigu orlofshús fyrir félagsmenn sína frá 1. apríl 2012 til 1. apríl 2013. Húsið þarf að vera vel búið húsgögnum og almennum búnaði. Áhugasamir sendi upplýsingar um staðsetningu, stærð, mögulegum fjölda gesta, aldur eignar, aðstöðu (heitir pottar og slíkt), möguleikum á afþreyingu í næsta nágrenni, o.s.frv. á netfangið flug@flug.is fyrir 1. mars nk. Orlofshús óskast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.