Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2012, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 18.02.2012, Qupperneq 100
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR68 Drew Barrymore segir mikilvægt að eltast við draumana sína vegna þess að hlutirnir detti aldrei í fangið á manni sjálfkrafa. „Ég er stelpa sem vil láta draumana rætast. Lífið er of stutt til að missa af einhverju. Hlutirnir ger- ast ekki sjálfkrafa,“ sagði hin 36 ára leikkona. Barrymore er trúlofuð Will Kopelman en þau hafa verið saman í um eitt ár. Hún viðurkennir að eiga erfitt með að finna jafn- vægi á milli leiklistarinnar og einka lífsins. „Það er mikil áskorun en margir aðrir glíma við sama vandamál.“ Hún segist í viðtal við Belfast Telegraph vera virkilega hamingjusöm og er alveg sátt við að fara ekki eins mikið út á lífið og áður. „Ég samgleðst þeim sem dansa og skemmta sér. En í dag held ég að fólk vilji frekar vera á Facebook en að fara á skemmti- staði.“ Eltist við draumana „Okkur langar til að kynna fólk fyrir þessari fallegu menningu og gefa smá sól í líkamann í öllu þessu myrkri hérna,“ segir Kristín Bergsdóttir, sem stendur fyrir karnival hátíð á skemmtistaðnum Faktorý á laugardagskvöld, ásamt eiginmanni sínum Samúel Jóni Sæmundssyni. Þau hjónin fluttu til Rio de Janeiro í Brasilíu í þrjá mánuði árið 2010 til að kynna sér betur samba tónlist. „Mig hefur alltaf dreymt um að fara út, svo við slógum bara til. Við vorum svo heppin að vera þarna þegar karnival hátíðin stóð yfir og var sú upplifun alveg ógleymanleg,“ segir Kristín. Hún líkir hátíðinni við hinn íslenska öskudag þar sem allir klæði sig upp í búninga, en hún standi þó yfir í fleiri daga. „Há- tíðin byrjar á því að borgarstjóri Rio afhendir fígúrunni Bóbó, sem er leikinn af feitlögnum manni, lyklana að borginni. Fólkið á svo borgina í viku og hún er algjörlega undirlögð tónlist.“ segir Kristín. Þetta er í annað skipti sem þau standa fyrir þessum karni- val fögnuði hér á Íslandi, en þau gerðu það í fyrra líka við frábærar undirtektir þar sem fólk dansaði stanslaust langt fram á nótt. Kristín segir mikið lagt í kvöldið. Þau hjón munu sjá um tón- listina, ásamt hljómsveitum sínum, staðurinn verður vel skreyttur og hægt verður að fá hinn vinsæla brasilíska drykk Caipirinha á barnum. „Svo er bara að láta sjá sig og hafa gaman,“ segir Kristín hress í bragði. - trs Alvöru karnival stemning á Faktorý SÓL Í LÍKAMANN Kristín og Samúel, eiginmaður hennar, standa fyrir karnival fögnuði í anda hátíðarinnar í Brasilíu á Faktorý á laugardagskvöld. Kletthálsi 3 110 Reykjavík sími 540 4900 www.yamaha.is Farðu lengra! Verð kr. 2.480.000,- eða 33.900 á mánuði* * Fjármögnun miðast við 868 þús. króna útborgun og greiðslur í 60 mánuði Afgreiðslutími er tvær vikur. FX Nytro X-TX er hrein bylting! Þriggja strokka fjórgengisvélin skilar 130 hestöflum án áreynslu, en er um leið einstaklega sparneytin. Þessi frábæri sleði er nú fáanlegur tímabundið á einstöku vetrartilboði - með 150 þúsund króna afslætti auk þess sem sleðinn kemur á grófara belti (15x144x1,75) að andvirði 200 þúsund. VETRARTILBOÐ Á FXNYTRO X-TX Talið er að söngvarinn Chris Brown, fyrrverandi kærasti Rihönnu, komi fram í myndbandi hennar á næstunni. Það væri eðlilegt ef Brown hefði ekki gengið illa í skrokk á henni fyrir þremur árum. ER ÞAÐ BROWN? Gæti verið að parið fyrrverandi væri að gefa út lag saman, aðeins þremur árum eftir líkamsárásina umtöluðu? RIHANNA TEKUR LAGIÐ MEÐ KVALARA SÍNUM Annar af upptökustjórum nýs lags Rihönnu, Birthday Cake, hefur látið hafa eftir sér að fljót- lega verði gefið út myndband með laginu með mjög umdeildum og óvæntum breytingum. Upp- lýsingar hafa lekið út um að þessi breyting sé sú að fyrr verandi kærasti söngkonunnar, og einn umdeildasti maður heims um þessar mundir, Chris Brown komi til með að syngja lagið með henni en sögusagnir af endurupptöku sambands þeirra hafa tröllriðið öllu að undanförnu. Flestir muna eflaust eftir dramatískum endi tæplega árs langs sambands þeirra. Það var að morgni 8. febrúar 2009 þegar parið var í bifreið Browns á leið heim úr fyrirpartýi Clives Davis fyrir Grammy-verðlaunahátíðina sem fór fram viku síðar. Brown stöðvaði bílinn utan vegar þegar rifrildi blossaði upp milli parsins vegna SMS-skeyta sem hann hafði þá fengið frá annarri konu og báru með sér að hann ætti í framhjá- haldi. Þar beitti hann söngkonuna grófu líkamlegu ofbeldi, hótaði henni lífláti, hélt um háls hennar þar til hún missti meðvitund og skildi hana svo eftir. Þegar lög- reglu bar að garði var Brown horfinn á braut og Rihanna svo illa farin að færa þurfti hana á spítala, með bólgur í andliti, sprungna vör, blóðnasir og hún var mikið marin. Þar að auki var hún með bitför á öllum líkamanum, þó aðallega á höndum og fingrum. Rihanna lagði fram kæru á hendur Brown sem var fundinn sekur um líkamsárás og í kjöl- farið var sett á hann nálgunar- bann. Í júlí það sama ár gaf hann út myndband á netinu þar sem hann sagðist sjá eftir gerðum sínum og bað Rihönnu og alla aðdáendur sína af- sökunar á hegðun sinni. Í lok árs 2010 óskaði söngvarinn eftir því að nálgunarbanninu yrði aflétt og þar sem Rihanna mótmælti því ekki varð honum að ósk sinni þann 22. febrúar 2011. Margir vilja meina að sambandið hafi hafist að nýju strax þá, þó Brown hafi verið í sambandi síðustu mánuði. Það er þó gr eini legt að eitthvað er í gangi á milli þessara tveggja. Nú er bara að bíða og sjá hvort mynd- bandið komi til með að ljóstra upp um hvað það sé. tinna- ros@frettabla- did.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.