Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
SAMFÉLAGSMÁL Talsvert er enn
óunnið í baráttunni gegn kynþátta-
fordómum á Íslandi. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í skýrslu
Kynþáttafordómanefndar Evrópu-
ráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt
verður í dag. Í skýrslunni eru lagð-
ar fram nokkrar tillögur til úrbóta
og mælist ECRI til þess að íslensk
stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan
forgang.
Í fyrsta lagi skuli múslimar
á Íslandi fá land og leyfi til að
reisa þar moskur þar sem þeir
geti iðkað trú sína, í samræmi við
mannréttindasáttmála Evrópu. Í
annan stað eru stjórnvöld hvött
til að ljúka lagasetningu um bann
við mismunun vegna kynþáttar og
misréttis. Loks er hvatt til þess að
í hegningar lögum verði metið til
refsiþyngingar ef kynþáttafordóm-
ar liggi að baki brotum. Á næstu
tveimur árum hyggst ECRI fylgja
þessum þremur atriðum eftir.
Skýrsluhöfundar benda auk þess
á ýmislegt annað sem betur megi
fara hérlendis. Til dæmis hafi enn
ekki verið komið á fót sérhæfðu
embætti sem hafi það hlutverk að
sporna við kynþáttafordómum og
mismunun á grundvelli kynþáttar
eða þjóðernis og ekki hafi heldur
verið komið á fót óháðu embætti
sem fara eigi með rannsókn ásak-
ana um ósæmilega hegðun af hálfu
lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til
íslenskukennslu fyrir útlendinga
verið skorið niður, fjölmiðlar til-
taki oft þjóðerni einstaklinga sem
grunaðir eru um afbrot, án þess að
það tengist málinu beint og hlutfall
þeirra sem hætta námi í framhalds-
skóla sé mun hærra meðal nemenda
sem koma úr röðum innflytjenda
en meðal íslenskra nemenda.
Það er mat skýrsluhöfunda að
margt hafi verið fært til betri
vegar frá því að síðasta skýrsla kom
út árið 2006. Þar má nefna að lög
sem banni mismunun á grundvelli
kynþáttar séu í undirbúningi og
aðgerðir til að tryggja að erlendar
konur neyðist ekki til að vera áfram
í ofbeldissamböndum af ótta við að
missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá
hafi reglur um hælisleitendur hér á
landi verið bættar. - þj
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Þriðjudagur
skoðun 12
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Kassakerfi &
sjóðsvélar
21. febrúar 2012
44. tölublað 12. árgangur
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
Sólarljós er mesti skaðvaldurinn þegar kemur að
hrukkumyndun en húðlæknar áætla að allt að 90
prósent þeirra húðbreytinga sem fólk telur að séu
vegna öldrunar séu í raun tilkomnar vegna skemmda
af völdum sólarljóss.
Kvenleikinn uppmálaður
B ikiní Fitness snýst um stæltan en ofur kvenlegan vöxt, þannig að fegurð kvenlík-amans fái notið sín til hins ítrasta,“ segir Kristbjörg þar sem hún ræktar sinn eigin kropp og annarra í Laugum.Fram undan er WBFF-heimsmeistaramót í Tórontó í ágúst þar sem Kristbjörg keppir í fyrsta sinn við atvinnumenn í Bikiní Fitness.„Það verður mjög spennandi, en ég þurfti lítið að hafa fyrir atvinnumannakortinu,“ segir hún hlæjandi og vísar til þess þegar Paul Dillett, heimsfrægur vaxtarræktar-maður og stofnandi World Bodybuilding and Fitness Federation (WBFF) sá hana í ræktinni þegar hann kom til Íslands í vetur.„Þá leist honum svona ljómandi vel á mig að hann vatt sér upp að mér í tækja-salnum og bauð mér atvinnumannakort á staðnum,“ segir hún brosmild.Kristbjörg fékk ung áhuga á hreysti og hreyfingu. Hún æfði fótbolta á Álftanesi frá níu ára aldri, en fór að halla sér meira að líkamsrækt í tækjasal þegar nálgaðist tvítugt.„Mér fannst strax gaman að rækta líkam-ann með lóðum en smitaðist af fitness-bakt-eríunni þegar besta vinkona mín keppti í fitness vorið 2010,“ segir Kristbjörg sem mætti sjálf til keppni um haustið sama ár og lenti í öðru sæti á bikarmóti IFBB.En hvað kostar að komast í svo glæsilegt bikiníform?„Miklar æfingar og hollt mataræði. Fit-ness er lífsstíll sem útheimtir mikinn sjálf-saga og viljastyrk, og getur verið mjög erf-iður andlega og líkamlega. Ég æfi sex til tólf sinnum í viku og hef einn hvíldar- og nammi-dag, en borða hina dagana hollan kost sex sinn-um á dag. Þá passa ég vel upp á skammtastærðir og hef vanið mig á að borða hægt og rólega,“ upp-lýsir Kristbjörg sem á næstu dögum opnar sína eigin fjarþjálfunarsíðu.Hún segir sjálfstraust sitt hafa aukist í takt við æ betra líkamsform og því fylgi mikil vellíðan. „Jú, jú, auðvitað er maður öruggur með sig á bik-iníi á sundlaugarbakkanum, en ég velti því minna fyrir mér eftir að fitness varð lífsstíll. Nú finnst mér ekkert eðlilegra en að vera í fínu formi, þótt ég sé alls ekki í keppnisformi allan ársins hring. Slíkt er beinlínis óhollt því þá getur maður ekki leyft sér neitt og það ðleiðinlegt til l
Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir keppir á WBFF-
heimsmeistaramóti í Bikiní Fitness í Kanada í ágúst.
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
STÓR FLOTTUR
teg MAGGIE - með sérstaklega gott hald fyrir þung
brjóst, fæst frá 36-42 í skálum E,F,FF,G,GG,H,HH,J,JJ á
kr. 10.985,- glæsilegar buxur frá M-4xl á kr. 4.750,-
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
Sundfatnaður- ný sending komin
Boston
leður
svart, hvítt st. 35-48rautt st. 36-42blátt st. 36-47
Roma
Rúskinn
lj.blátt d.blátt 36-42
Verona
svart, hvítt
st. 36-41
Bari
leður
rautt, sand, bláttst. 36-42
Monako
leður
svart, hvítt
rúskinn og
microfib.
st. 36-46
Paris
leður
svart, hvítt,
blátt
m/microfib og rúskinnssóla
st. 36-42
Kynningarblað Bókhaldskerfi, birgðakerfi, vefverslunarkerfi, hugbúnaður, fjarvöktun á sölukerfum.
KASS KERFI
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012
& SJÓÐSVÉLAR
MerkurPOS afgreiðslukerfi og rekstrar-hugbúnaður samanstendur af af-greiðsluhugbúnaði fyrir verslanir, ferðaþjónustu, sundlaugar og líkamsræktar-stöðvar, snyrti- og hárgreiðslustofur, verkstæði, veitingahús ásamt fleiri hugbúnaðarlausnum. MerkurPOS afgreiðsluhugbúnað á má finna í mörgum sveitarfélögum og fyrirtækjum.
Íslenskt kassakerfi MerkurPOS
MerkurPOS er íslenskur hugbúnaður sem byggir á þörfum íslenskra notenda. „Hugbún-aðurinn hefur verið á markaði í yfir áratug og því kominn með góða reynslu og stöðugleika í notkun,“ útskýrir Guðmundur G. Kristinsson sölu- og markaðsstjóri Merkurpoint. „Í fyrstu var boðið upp á staðlað og einfalt afgreiðslu-kerfi sem sameinar notendavænt viðmót, hrað-virkt sölukerfi og stútfullan pakka af ýmsum stjórnunartólum.”
Auðvelt að læra á MerkurPOS
Að sögn Guðmundar er MerkurPOS-afgreiðslu-kerfið auðvelt í notkun það tekur enga stund að læra á það. „Við erum hvað stoltust af því hversu notendavænt kerfið okkar er, það tekur örskamma stund að stofna vörur og viðskipta-menn og öll vinnsla er gerð eins einföld og hægt er. Áherslan hjá okkur hefur alltaf verið á að gera frábæ t k k fi
eininga á viðskiptavin, heildarsölu á sölu-aðila, skiptingu á greiðsluformi og hvaða vara selst mest, hvaða vara skilar mestri framlegð og hvaða vara er ekki að hreyfast Það hjálp
reikning hjá viðskiptavinum, prenta út reikn-inga og búa til innheimtuskrá til að senda í innheimtuumhverfi hjá viðskiptabanka. Síðanh ð
Traustar lausnir fyrir
fyrirtæki og sveitarfélögMerkurpoint hefur á undanförnum árum boðið MerkurPOS afgreiðslukerfi- og rekstrarhugbúnað fyrir fyrirtæki og sveitarfélög. MerkurPOS er einfalt í notkun og tryggir mikla hagræðingu og þægindi í hvers kyns rekstri.
Guðmundur Kristinsson er sölu- og markaðsstjóri Merkurpoint sem undanfarinn áratug hefur boðið MerkurPOS og IBM–afgreiðslulausnir og rekstrarhugbúnað fyrir fyrirtæki og sveitarfélög.
MYND/GVA
1 dagur
til Öskudags
Barnabúnin
gar:
1.490, 2.990
og 4.990
Sjáðu
búningana
okkar á
Facebook
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
N1 BLAÐIÐ
Hampað af Vogue
Fatalína Ernu Einarsdóttur
fékk góðar viðtökur á
tískuvikunni í London.
fólk 34
TÓNLIST Útgáfufyrirtæki Brain
Police í Banda-
ríkjunum, Small
Stone, ætlar að
athuga hvort
enski rappar-
inn Skepta hafi
gerst sekur um
brot á höfundar-
rétti með því að
nota hluta úr
lagi rokksveit-
arinnar í smá-
skífulaginu sínu
Hold On án hennar samþykkis.
Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy
sem kom út árið 2003.
„Þetta er klárlega stolið hjá
honum, það heyrist langar leiðir,“
segir söngvarinn Jenni. „Hann
er ekki bara að taka riffið heldur
nokkurn veginn bítið úr laginu
líka. Það verður mjög gaman að
fylgjast með hvað gerist næst.“
- fb / sjá síðu 26
Meðlimir Brain Police ósáttir:
Saka rappara
um lagastuld
Enskur texti saminn
Greta Salóme segir koma í ljós
hvort Eurovision-lagið Mundu
eftir mér verði flutt á ensku.
fólk 34
Alltaf að bíða eftir gosi
Vilhjálmur Knudsen hefur
myndað öll eldsumbrot á
landinu síðan 1963.
menning 24
Skytturnar í Napólí
Sextán liða úrslit
Meistaradeildarinnar
halda áfram.
sport 30
SLYDDA EÐA RIGNING Í
dag verða austan 8-15 m/s og
úrkoma um allt S- og V-landið
en úrkomulítið NA-til. Hiti um
frostmark en 0-5 stig syðra.
VEÐUR 4
4
3
-1
-1
0
Ísland gerir ekki nóg til að
fyrirbyggja kynþáttafordóma
Kynþáttafordómanefnd Evrópuráðsins hvetur íslensk stjórnvöld til að ljúka lagasetningu um bann við
mismunun vegna kynþáttar. Þá vill nefndin að múslimar hérlendis fái land og leyfi til að reisa moskur.
UMHVERFISMÁL Aðeins þeir tveir ráðherrar sem nú
vinna að rammaáætlun um vernd og nýtingu nátt-
úrusvæða virðast vita hvar málið er statt, en málið
gæti reynst ríkisstjórninni erfitt.
Málið er nú á borðum Oddnýjar G. Harðardótt-
ur, setts iðnaðarráðherra, og Svandísar Svavars-
dóttur umhverfisráðherra. Þær halda spilunum þétt
upp að sér og heimildarmenn Fréttablaðsins segja
að enginn viti í raun hvar málið sé statt. Margir
þeirra töldu það hins vegar þannig vaxið að framtíð
ríkisstjórnarinnar gæti oltið á því.
Drög að þingsályktunartillögu voru lögð fram í
haust og þar var að finna skiptingu virkjanakosta
í verndar-, nýtingar- og biðflokka. Fjölmargar
umsóknir bárust og málið er nú á forræði iðnaðar-
ráðherra. Samkvæmt áætlun átti að leggja fram
frumvarp fyrir Alþingi í síðasta lagi 1. febrúar, en
það hefur ekki tekist.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er fyrst og
fremst deilt um fjögur svæði: neðri hluta Þjórsár,
svæði á miðhálendinu, Strokköldur og Hágöngur, og
svæði á Reykjanesinu, ekki síst Eldvörp. - kóp / sjá síðu 8
Mikill titringur innan ríkisstjórnarflokkanna vegna vinnu sem tengd er virkjanakostum:
Alger óvissa um rammaáætlun
JENNI Í BRAIN
POLICE
„Fjandsamleg ummæli” á Omega
Í umræðu um fjölmiðla, internet og útgáfustarfsemi segjast skýrsluhöfundar
„hafa fengið upplýsingar um að á einkarekinni sjónvarpsstöð sem ber
heitið Omega séu fjandsamleg ummæli um múslima gjarnan viðhöfð og
alið á þeirri staðalímynd að múslímar séu hryðjuverkamenn”. Í skýrslunni
segir aukinheldur að upplýsingar hafi borist um vefsíður sem birti fjand-
samleg ummæli um múslima.
BESTU BITARNIR Sprengidagur er haldinn hátíðlegur í dag og var saltkjötið þegar farið að rokseljast
í Kjöthöllinni í gær. Kjötát við upphaf föstu er hefðbundið hér á landi, en Árni Björnsson segir í bók sinni, Sögu
daganna, að vitað sé að saltkjöt og baunir hafi tíðkast allt frá síðari hluta 19. aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON