Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 14
14 21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR Á undanförnum dögum og vikum hefur töluvert verið rætt og ritað um nýjan Land- spítala við Hringbraut. Eins og við er að búast eru ekki allir ein- huga um þetta verkefni og steyt- ir þar á ýmsu s.s. fjármögnun, staðsetningu, umferð, aðgengi, bílastæðum og skipulagi byggð- ar í borginni. Það er mikilvægt að umræðan sé lífleg og þar séu allir þættir skoðaðir, skeggræddir og til lykta leiddir. Þannig tryggj- um við bestu mögulegu útkomu fyrir okkur sjálf, en þjóðin er helsti hagsmunaaðili að nýjum, vel búnum og vel mönnuðum spítala. Staðsetningin er löngu ákveðin og henni verður ekki breytt héðan af, til þess er undirbúningsvinn- an komin of langt. Við höfum ekki efni á að byggja ekki nýjan spít- ala, hann er okkar brýnasta for- gangsmál. Núverandi húsakost- ur er genginn sér til húðar, hann hefur þjónað vel en nú er mál að linni. Sem innlagnastjóri Land- spítala í tæp fimm ár fæst ég á hverjum degi við flókin úrlausn- arefni sem mörg hver verða mun auðveldari á nýjum spítala. Þar vegur þyngst að þörfin fyrir ein- býli með aðgengi að sér salerni hefur snaraukist á örfáum árum. Nú eru aðeins örfá einbýli á hverri legudeild og enn eru í notkun sjúkrastofur fyrir sex einstak- linga. Ástæðurnar fyrir vaxandi þörf fyrir einbýli eru nokkrar og eru þær tíundaðar hér til fróðleiks – listinn er þó ekki tæmandi: 1. Sjúklingar sem koma erlend- is frá og hafa verið á sjúkra- húsi þar á síðustu sex mán- uðum þurfa einangrun vegna svonefndrar MÓSA varúðar. Í stuttu máli erum við að verj- ast bakteríum sem eru ónæm- ar fyrir öllum helstu sýklalyfj- um og landlægar á mörgum sjúkrahúsum erlendis. Ein- angrun er aðeins aflétt ef sýni eru neikvæð, en ræktun getur tekið 2-4 daga. 2. Fjöldi fólks með langvinn heilsufarsvandamál ber í sér bakteríu sem myndar hvata (ESBL) sem brjóta niður lyf í mikilvægasta sýklalyfja- flokknum, en þetta fólk þarf einbýli og sér salerni í hvert sinn sem það leggst inn á sjúkrahús. 3. Nokkur hópur sjúklinga með langvinna sjúkdóma ber í sér ónæma bakteríu sem nefnist VRE, en þeir þurfa einbýli og sér salerni þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús. 4. Á hverju ári gengur yfir far- aldur svonefndrar Nórósýk- ingar sem er bráðsmitandi iðrasýking. Hún fer eins og eldur í sinu um sjúkradeildir þar sem fjölbýli eru og fólk deilir salerni. Þeir sem veikj- ast af Nóró þurfa einbýli og sér salerni á meðan veikindin vara og í a.m.k. 48 tíma eftir að einkenni eru gengin yfir. 5. Inflúensa gengur á hverjum vetri – af mismiklum þunga. Þeir sem leggjast inn og eru grunaðir um inflúensu þurfa einbýli og sér salerni í 48 tíma eftir að gjöf inflúensulyfja hefst. 6. Upp geta komið faraldrar smit- sjúkdóma sem krefjast ein- angrunar sjúklinga á einbýli með sér salerni s.s. svínainflú- ensa og mislingar. 7. Sjúklingum sem fá sýklalyf er hætt við að fá iðrasýkingu sem nefnist CDTA. Þeir þurfa einbýli og sér salerni á meðan hún gengur yfir. 8. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. líffæraþegar og fólk í þungum lyfjameðferðum vegna blóðsjúkdóma, þurfa að vera í svonefndri varnarein- angrun á einbýli með sér sal- erni, stundum í margar vikur. 9. Sjúklingar sem eru mjög mikið veikir og/eða deyjandi þurfa einbýli. 10. Veik börn þurfa í flestum til- fellum einbýli. 11. Sjúklingar með bráðarugl og atferlistruflanir þurfa einbýli. 12. Sjúklingar með alvarlega geð- sjúkdóma þurfa oftast einbýli. Listinn er lengri og í rauninni er það þannig að langflestir þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi nú á tímum þurfa á einbýli að halda. Af þessu má glögglega sjá að skipulag þeirra sjúkradeilda sem Landspítalinn hefur yfir að ráða er ófullnægjandi nú á árinu 2012. Á nútíma sjúkrahúsi þurfa allar sjúkrastofur að vera einbýli með salerni. Þar ráða sýkinga- varnasjónarmið og sú staðreynd að nú á dögum liggur fólk ekki á spítala nema það þurfi sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og geti sjúk- dómsins/aðgerðarinnar eða færni sinnar vegna ekki verið heima. Á nýja spítalanum mun aðstað- an uppfylla þessar kröfur og þar verður hægt að veita mun betri og öruggari þjónustu en nú er mögulegt. Starfsfólk Landspítala leggur sig alltaf í líma við að veita eins góða þjónustu og mögulegt er en húsnæðið, tækjabúnaður- inn og önnur aðstaða er takmark- andi þáttur. Þegar sjúklingur sem nauðsynlega þarf einbýli leggst inn á spítalann getur þurft að grípa til flókinna ráðstafana sem fela í sér flutning annarra sjúk- linga fram á gang, á aðrar deildir eða jafnvel milli húsa. Undanfarin ár höfum við hvað eftir annað lent í því að þurfa að loka heilu legudeildunum um lengri eða skemmri tíma vegna sýkinga. Slíkar uppákomur riðla flóknu og viðkvæmu skipulagi spítalans þar sem hvert púsl þarf að vera á sínum stað til að kerfið virki fyrir sjúklingana og þjón- ustan sé góð og örugg. Þessar uppákomur kosta ómælda fjár- muni, bæði vegna dýrra sýkla- ræktana, sótthreinsunar, þrifa, frestunar skurðaðgerða og þess að nota þarf mun dýrari sýklalyf en ella. Það verður ekki degi of snemmt að við flytjum í nýjan spítala. Nú þurfum við að snúa bökum saman sem aldrei fyrr og sýna hvað við getum – Landspítali er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og öryggisnet þjóðarinnar. Nýr Landspítali er nauðsyn. Nýr spítali – já takk! Í Fréttablaðinu 27. janúar sl. heldur efnahags- og viðskipta- ráðherra því fram að ekki sé ráðlegt að kollvarpa landbún- aðarstefnunni á Íslandi. Ástæð- an sem hann nefnir er sú að þótt það sé jákvætt í samkeppnislegu tilliti að afnema innflutnings- höft þá ætti íslensk landbúnaðar- framleiðsla sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur og þ.a.l. sé óráðlegt að afnema höft- in. Einnig nefnir ráðherrann að landbúnaðarframleiðsla sé nauð- synlegur þáttur af fæðuöryggi Íslendinga. Ráðherrann gleym- ir þó að minnast á ábatann fyrir neytendur ef innflutningur á landbúnaðarvörum væri frjáls. Hann minnist heldur ekki á það að samkeppnislegt aðhald við innlenda framleiðendur mundi aukast né færir hann rök fyrir tengslum núverandi fyrirkomu- lags innlendrar framleiðslu og fæðuöryggis. Illskiljanlegt er hvers vegna ráðherrann telur það ekki geta þjónað hagsmunum Íslendinga að íslenskir neytendur njóti sömu kjara á landbúnaðarvörum og þekkist í nágrannalöndunum. Órökstudd er sú fullyrðing hans að íslensk landbúnaðarfram- leiðsla eigi sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur. Reynsla Íslendinga virðist ein- mitt benda til hins gagnstæða. Sem dæmi hefur garðyrkjan dafn- að þrátt fyrir að tollar hafi verið felldir niður af tómötum, gúrku og papriku, auk þess sem toll- vernd annarra afurða var breytt árið 2002. Mögulegt virðist því að tryggja að íslenskur landbún- aður starfi áfram á sama tíma og tollar á landbúnaðarvörum verði afnumdir. Verða færð frekari rök fyrir því síðar í greininni. Háir innflutningstollar og ríkisstyrktur landbúnaður eru ekki til þess fallnir að tryggja fæðuöryggi Íslendinga. Meiri- hluti íslenskrar landbúnaðar- framleiðslu byggir á innflutningi aðfanga og er í raun alfarið háður innflutningi á t.d. á tilbúnum áburði til þess að bera á túnin, innfluttra tækja til að yrkja landið, innflutts eldsneytis til að knýja þau áfram, innflutts plasts sem notað er til að plasta heyrúll- ur og svo mætti lengi áfram telja. Ef stjórnvöld ætluðu í raun að tryggja fæðuöryggi yrðu þau aug- ljóslega að koma sér upp birgð- um af þeim aðföngum sem land- búnaðurinn þarf. Ríkið þyrfti að eiga birgðir af tilbúnum áburði, olíu og fóðri sem grípa mætti til svo tryggja mætti getu landbún- aðarins til að tryggja fæðuöryggi. Þá mætti hins vegar spyrja: af hverju ríkið gæti ekki eins átt birgðir matvæla? Eða enn frek- ar, af hverju ætti fiskútflytjand- inn Ísland að hafa áhyggjur af því að svelta? Er ekki fiskur matur? Sjá má á nýlegum dæmum frá Noregi að innflutningstollar og ríkisstyrktur landbúnaður trygg- ir ekki fæðuöryggi. Um jólin glímdi norska þjóðin við mikinn smjörskort vegna takmarkana á innlendri framleiðslu og innflutn- ingi. Smjörskorturinn hefur síðan leitt til þess að bændur í Noregi hafa dregið úr slátrun nautgripa til þess að framleiða meiri mjólk- urvörur sem leiðir síðan aftur til skorts á nautakjöti. Óhætt er því að fullyrða að áhersla á innlenda framleiðslu leiðir ekki af sér meira fæðuöryggi. Þvert á móti. Það að hefta innflutning til þess að vernda innlenda fram- leiðslu fyrir erlendri samkeppni getur ekki á neinn hátt verið hag- kvæm byggðarstefna. Með þess- ari aðferðarfræði er almenningur að greiða fyrir þessa millifærslu á fjármunum á tvenna vegu. Í fyrsta lagi borga neytendur skatta sem eru að hluta til nýtt- ir til þess að fjármagna greiðslur til bænda. Í öðru lagi þurfa neytendur að greiða hærra verð fyrir innlenda framleiðslu en sambærilega framleiðslu erlend- is frá vegna innflutningshafta. Þessi síðari greiðsla er ógegnsæ og hætt við að neytendum sé ekki ljóst hver raunverulegur kostn- aður haftanna er. Mun nær væri að skilgreina betur hvers konar landbúnaði Íslendingar vilja borga með og á hvaða svæðum, og greiða bændum þá beint fyrir að halda þeirri framleiðslu úti – og leyfa innflutning á landbúnaðar- vörum að vera frjálsum. Það þarf að skilgreina þau markmið sem Íslendingar vilja setja sér með innlendum landbúnaði, t.d. hvar á landinu við viljum hafa land- búnað, hvaða form landbúnaðar og svo framvegis. Síðan ætti að greiða beint fyrir það. Auðveldlega er hægt að halda til haga byggðasjónarmiðum og fæðuöryggi á sama tíma og neytendum er gefið meira frelsi til þess að geta valið hvort þeir vilji kaupa innlenda eða erlenda landbúnaðarvöru. Ef stjórnmála- mönnum er alvara með því að tryggja fæðuöryggi þyrfti að tak- ast á við það af heiðarleika hvern- ig best er að búa sig undir það ef verslun við umheiminn mundi skyndilega lokast. Það verður tæplega gert með landbúnaði sem er alfarið háður innfluttum aðföngum. Nauðsynlegt er að tak- ast á við þá spurningu hvaða land- búnað Íslendingar vilja, hvaða hlutverki hann á að gegna og hvað þeir eru tilbúnir að greiða fyrir. Umfang og fyrirkomulag styrkja á að endurspegla þessar óskir þjóðarinnar en ekki fela þær inni í tollvernd. Þá mundi verða mögulegt að aflétta tollum og öðrum innflutningshindrunum sem mundi skila sér í meiri fjöl- breytni og lægra vöruverði fyrir neytendur. Af fæðuöryggi Íslendinga og byggðarsjónarmiðum Hver holskeflan af annarri hefur riðið yfir fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og einstak- linga á undanförnum vikum og mánuðum í fjölmiðlum. Áföll sem hafa haft alvarleg áhrif á ímynd og ásjónu þeirra, sem orðið hafa fyrir, og sem erfitt getur reynst að leiðrétta, ef það þá tekst nema ef til vill á löngum tíma. Ein dýr- mætasta eign fyrirtækis, stofn- unar eða samtaka er trúverðug og traust ásjóna. Verðmætasta eign hvers manns er gegnheilt orðspor. Það tekur ár og áratugi að ávinna sér traust orðspor en það getur hrunið fyrirvaralaust þegar vonda málið drepur á dyr. Við höfum á skömmum tíma upplifað „vondar fréttir“ og áföll um t.d. rekstur lífeyrissjóða, mengandi sorpendurvinnslur, lélega brjóstapúða, iðnaðarsalt, málefni banka- og slitastjórna, stjórnarkreppu í Kópavogi, kenn- arablogg á Akureyri, límmiða- klúður Já og ýmislegt fleira. Öll þessi mál hafa skaðað ímynd og ásjónu viðkomandi aðila og dreg- ið úr trausti í garð þeirra á einn eða annan hátt. Vægt til orða tekið njóta fjölmiðlarnir jafnan góðs af litríkum áföllunum og nýta sér þau oft dögum og jafnvel vikum saman. Því miður reynast flest fyrir- tæki og stofnanir allt of illa búin undir áföllin og fá því hvern brotsjóinn á fætur öðrum yfir sig án þess að fá rönd við reist. Í sumum tilvikum eru stjórn- endur of stoltir til að óska eftir sérhæfðri ráðgjöf á þessu sviði, kjósa fremur annaðhvort að grípa til vopna sem þeir kunna ekk- ert á eða bara hreinlega stinga höfðinu í sandinn og bíða þess sem verða vill. Afleiðingarnar, bráðina, sjáum við á grillinu hjá fjölmiðlunum. Stjórnendur vita undir niðri að fyrr eða síðar dynur krísan yfir án minnsta fyrirvara. Ef þeir kunna ekki að bregðast strax við er mikil hætta á að álitshnekkirinn verði talsverður og það getur tekið ár og daga að endurheimta sterka ímynd. Það er löngu vitað að ef ekki tekst að snúa ofan af áfalli á fyrstu klukkustundunum verður ímyndartjónið langvarandi. Dæmi eru um að stjórnendur fái andlegt áfall þegar fjölmiðlar hringja en þá er hætta á að við- komandi stjórnandi geri hverja vitleysuna af annarri, sem aðeins gerir illt verra. Þeir reyna oft að fegra málið í viðtölum við frétta- menn með því að segja ekki allan sannleikann. Stjórnendur kunna allt of sjaldan að biðjast afsökunar í kjölfar klúðurs eða mistaka. Þeir sem gera það, gera það yfirleitt allt of seint. Þeir reyna fremur að finna blóraböggla til að dreifa athyglinni frá vandanum eða láta samverkamenn bera byrðarnar. Fjölmiðlar eru á hinn bóginn fljótir að komast að kjarna máls- ins og greina sannleikann í mál- inu. Það er dapurlegt að sjá í hve mikilli afneitun sumir stjórnendur eru og hve klaufalega þeir standa að málum í viðbrögðum sínum á örlagastundu. Stjórnendur sem standa sig best eru þeir sem hafa undirbúið sig vel fyrir óvænta atburði. Fyrstu viðbrögð við „vondri frétt“ eru aðalatriði og geta skipt sköpum um hvort fjölmiðla- umfjöllunin heldur áfram eða ekki. Rafræn samskiptatækni nútímans er svo leiftursnögg að það tekur aðeins fáeinar mín- útur að koma frétt eða leiðrétt- ingu á framfæri. Það er hvergi skjól. Enginn fréttamiðill situr lengur á „góðri frétt“ heldur birt- ir hana strax á vefsíðu, fésbók og jafnvel twitter. Prentmiðlar geta ekki lengur keppt við vefmiðla og aðra rafræna miðla. Innlent sjón- varp glímir við svipaðan vanda og blöðin á meðan útvarpsstöðvar geta brugðist mjög hratt við „stór- fréttum“. Ég þekki mörg dæmi um að fyrirtæki hafi náð að snúa vörn í sókn á stuttum tíma með því að beita réttri aðferðafræði og vinnu- brögðum í samskiptum við fjöl- miðla, hluthafa, starfsfólk, stjórn- völd og almenning. Áföll ýmissa fyrirtækja og samtaka á þessu ári ættu að vera nægileg sönnun þess að traustur stjórnandi verður að vera mjög vel búinn undir skakka- föll. Enginn verður óbarinn biskup segir máltækið. Gegnheilt orðspor er ómetanlegt Nýr Landspítali Hildur Helgadóttir innlagnastjóri Landspítala Landbúnaður Valur Þráinsson nemi við hagfræðideild Amsterdamháskóla Samfélagsmál Jón Hákon Magnússon ráðgjafi hjá KOM almannatengslum ehf. Ef stjórnmálamönnum er alvara með því að tryggja fæðuöryggi þyrfti að takast á við það af heiðarleika hvernig best er að búa sig undir það ef verslun við umheiminn mundi skyndilega lokast. Það verður tæplega gert með land- búnaði sem er alfarið háður innfluttum aðföngum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.