Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 2012 11 KJARAMÁL Alls 63 kjaradeilum var vísað til ríkissáttasemjara á árinu 2011. Aðeins einu sinni hefur fleiri málum verið vísað til embætt- isins á einu ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árs- skýrslu ríkis- sáttasemjara fyrir árið 2011. Auk þeirra mála sem vísað var til embættisins voru fjórar óleystar deilur á borði þess í upphafi ársins. Því voru alls 67 kjaradeilur teknar til meðferðar hjá ríkissáttasemjara árið 2011. Í deilunum 67 voru samning- ar síðar felldir í atkvæðagreiðslu í einungis fimm tilfellum. Deil- urnar leystust þó allar síðar á árinu með samþykktum samningi. Stærstum hluta málanna lauk með samþykktum samningi í fyrstu til- raun eða alls 52 málum. Önnur mál voru leyst með sérstöku samkomu- lagi, samningum án beinnar aðildar sáttasemjara eða þá að málin voru dregin til baka eða talin ótæk til sáttameðferðar. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi mála sem vísað er til embættisins ekki farið yfir 40 mál utan ársins í fyrra. Árin 2000 og 2001 var hins vegar 44 málum og 53 málum vísað til embættisins. Árið 1997 var aftur á móti hið annasamasta í sögu emb- ættisins en þá var 101 máli vísað til þess. - mþl Aðeins einu sinni hefur fleiri málum verið vísað til ríkissáttasemjara en árið 2011: Annasamt ár hjá ríkissáttasemjara VIÐSKIPTI Áfrýjunarnefnd sam- keppnismál hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins um að sekta Langasjó um 80 milljónir króna. Langisjór er móðurfélag Síldar og fisks og Matfugls. Samkeppnis- eftirlitið sektaði fyrirtækið í nóvember vegna ólöglegs samráðs um smásöluverð Bónuss og afslátt frá því. Áfrýjunarnefndin segir brotin varða umfangsmikil við- skipti og að með hliðsjón af heild- arveltu Langasjávar telji hún ekki efni til að hrófla við ákvörðun um fjárhæð sektar. - óká Brutu lög með samráði: 80 milljóna sekt er látin standa Í BÓNUS Neytendur voru blekktir í tengslum við forverðmerkingar á kjötvörum, segir Samkeppniseftirlitið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MAGNÚS PÉTURSSON kjaramálum var vísað til ríkis- sáttasemjara á síðasta ári. 67 Áhrif flugs á Íslandi Hafa flugsamgöngur meiri áhrif á eyríki langt úti í Atlantshafi en ríki á meginlandi Evrópu? Hver eru áhrif flugs á Íslandi? Að undanförnu hefur hið þekkta rannsóknarfyrirtæki Oxford Economics unnið að úttekt á efnahagslegum áhrifum flugstarfsemi í 55 löndum um allan heim í samstarfi við IATA, Alþjóðasamtök flugfélaga. Nú er skýrslan um Ísland komin út og á fundinum verða athyglisverðar niðurstöður hennar kynntar undir fundarstjórn hinnar góðkunnu sjónvarpskonu Þóru Arnórsdóttur. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Efnahagslegur ábati af flugrekstri á Íslandi Kynning á niðurstöðum skýrslu Oxford Economics Julie Perovic, hagfræðingur IATA Pallborðsumræður um efni skýrslunnar Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og atvinnumálaráðherra Pétur K. Maack, flugmálastjóri Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group Fáið nýjustu upplýsingar um samgöngumál á Íslandi beint í æð. Vinsamlega skráið þátttöku á info@saf.is. Aðgangur er ókeypis. Morgunverðarfundur á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 8:30-9:45. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 5 83 54 0 2/ 12 SAMGÖNGUR Stéttarfélagið Fram- sýn á Húsavík telur mikilvægt að framkvæmdir við Vaðlaheið- argöng hefjist hið fyrsta. Það sé í ljósi þess að fullnægjandi gögn um kostnað og rekstur ganganna liggi fyrir og að fram- kvæmdin verði fjármögnuð með veggjöldum. Fram kemur í ályktun frá félaginu að gerð ganganna skipti gríðarlega miklu máli fyrir veg- farendur um þjóðveg 1, þjónustu- svæðið við Eyjafjörð og atvinnu- uppbyggingu í Þingeyjarsýslum. Þá gagnrýnir félagið „óvandað- an og órökstuddan málaflutning“ í kringum framkvæmdina. - sv Framsýn á Húsavík ályktar: Stéttarfélag vill göng sem fyrst Byggingarvísitala hækkar Vísitala byggingarkostnaðar um miðjan febrúar hækkaði um 1,6 prósent frá fyrra mánuði. Verð á inn- fluttu efni hækkaði um 3,2 prósent, en á innlendu efni um 0,6 prósent. Vinnuliðir hækkuðu um 1,7 prósent vegna samningsbundinna hækkana. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. EFNAHAGSMÁL Fjöltengi hafði ofhitnað Allt tiltækt slökkvilið var sent að Sendibílastöðinni hf. við Klettagarða í gærmorgun vegna reyks. Þegar slökkvilið kom á staðinn var enginn eldur laus heldur hafði fjöltengi ofhitnað svo að rauk úr. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Hópur ungmenna réðst á ungan mann fyrir utan verslun við Arnarbakka í Breið- holti í gærkvöldi. Ungmennin munu hafa haft í hyggju að innheimta skuld vegna fíkniefna af unga manninum sem ráðist var á. Þegar lögregla kom á staðinn var hópurinn flúinn af vettvangi, en sá sem ráðist var á var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Hann hlaut einhverja áverka en var ekki alvarlega slasaður. - þeb Hópur ungmenna í Breiðholti: Réðust á mann vegna skuldar BÓLUSETT Þetta indverska barn fékk bóluefni gegn lömunarveiki hjá sjálf- boðaliða. Gríðarlegur árangur hefur náðst í baráttunni við sjúkdóminn. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.