Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 34
21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR22 BAKÞANKAR Svavar Hávarðsson 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. líkamshluti, 6. rún, 8. aldur, 9. meðal, 11. drykkur, 12. tónstigi, 14. dramb, 16. kvað, 17. sigti, 18. væta, 20. í röð, 21. bylta. LÓÐRÉTT 1. æðaslag, 3. tímaeining, 4. nennu- leysi, 5. atvikast, 7. heimilistæki, 10. flík, 13. umrót, 15. stertur, 16. kóf, 19. þófi. LAUSN LÁRÉTT: 2. háls, 6. úr, 8. rek, 9. lyf, 11. te, 12. skali, 14. stolt, 16. ku, 17. sía, 18. agi, 20. fg, 21. fall. LÓÐRÉTT: 1. púls, 3. ár, 4. letilíf, 5. ske, 7. ryksuga, 10. fat, 13. los, 15. tagl, 16. kaf, 19. il. Þú heyrðir í mér! Axl Rose er miklu svalari söngvari en Gene Simmons! Á hverju ert þú? Simmons er reiðasti maður heimsins! Glætan! Rose er svo reiður að tenn- urnar hans eru orðnar svartar! Hvað með Simmons, hann er svo reiður að tungan hans er klofin í tvennt! Rose er svo reiður að hann getur kveikt í kirkju með því að blása á hana! Simmons er svo reiður að enginn skilur hvað hann er að syngja! Rose er svo reiður að ekki einu sinni hann sjálfur skilur um hvað hann syngur! Simmons er svo reiður að það lekur blóð þegar hann hummar! Mér finnst Bon Jovi vera ansi góður! Pabbi.... ekki! Palli, af hverju sýnirðu ekki einhverjum þessi málverk? Vegna þess að það passar ekki við ímynd mína. Hvernig er ímyndin þín? Grjótharður rokkari sem lifir á brúninni. Leiðinlegt að segja það, en það passar ekki heldur við ímynd þína. Herra- manna- prufur Mér þykir það leitt strákar, við erum komin með nógu marga. Borð fyrir fimm með litabókum, barnastól og þjóni sem hefur lifað af stríð. Sögusviðið er Stöðvarfjörður haustið 1977. Þorpsbúar berjast við sinueld þriðja daginn í röð. Í þetta skiptið er tví- sýnt hvort eldurinn nái að læsa sig í efstu húsin í þorpinu. Þeim fullorðnu er ekki skemmt en fyrir þeim yngri er þetta ævin- týri, enda gera þeir sér ekki grein fyrir alvöru málsins. Þegar kvöldar tekst að ráða niðurlögum eldsins og allir ganga til síns heima. Það sem brennur á vörum allra er spurningin: Hver er það sem kveikir í? ÞESSUM dögum gleymi ég aldrei. Ég var að verða tíu ára og ekkert vissi ég þá skemmtilegra en að kveikja sinueld og reyna að slökkva hann aftur. Ástæðan fyrir því að þetta er minnisstætt er hins vegar sú að ég var EKKI einn þeirra sem börðust við eldana. Nei, ég sat þessa daga í eldhúsinu heima og staglaðist aftur og aftur í gegnum kvæðið um finnska bóndasoninn Svein Dúfu, undir ströngu eftirliti móður minn- ar. Það var gert undir hótunum kennara míns um að ef mér tæk- ist ekki að sanna að ég væri orð- inn sæmilega læs á afmælisdaginn minn síðar um haustið, þá myndi ég þann veturinn lesa Gagn og gaman og það í hópi yngstu nemenda skólans. Skömmin sem fylgdi þeirri tilhugsun var öllu yfir- sterkari. Ég taldist „læs“ um miðjan október. ÞETTA rifjaðist upp fyrir mér á dögunum þegar birtar voru um það fréttir að sam- kvæmt alþjóðlegri könnun getur fjórð- ungur íslenskra stráka á unglingsaldri ekki lesið sér til gagns. Stelpurnar eru mun færri, hvað sem útskýrir það. Þetta er mikið áhyggjuefni og ekki þarf að fara mörgum orðum um þann vanda sem getur beðið ungmenna sem dragast aftur úr. Skólayfirvöld og áhugafólk um læsi liggja yfir þessum niðurstöðum og leita svara við aðkallandi spurningum. Hvað er að strák- unum okkar? Hvað er að skólakerfinu? Hvað er gert vel og hvað má gera betur? SÍSÍ sá sól og Óli á lás virðast ekki hafa heillað mig í upphafi skólagöngu. Ég velti því fyrir mér hvað hefði frekar vakið áhuga minn á þessum aldri. Hefðu textarn- ir sem mér voru boðnir fram til tíu ára ald- urs fjallað um sinueld þá hefði ég kannski frekar setið kjurr. Sísí slekkur í sinu, hefði kannski gert gæfumuninn. EN Gagn og gaman er auðvitað ekki lengur grunnlestrarbók íslenskra barna. Skárra væri það nú. Bókin kom fyrst út árið 1944. Bókin sem nú er kennd í fyrstu bekkjum grunnskólanna heitir Lestrarlandið og kom inn í skólana í fyrrahaust, en þá taldist bókin Við lesum frá 1975 hafa þjónað æsku landsins nægilega lengi. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða bók tekur við af Lestrarlandinu árið 2050. Sísí slekkur í sinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.