Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 46
21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 „Ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Bæði frá gagnrýnendum og aðdá- endum – þau virðast strax vera búin að samþykkja mig,“ segir tónlistar- maðurinn Ragnar Sólberg. Ragnar gekk nýlega til liðs við sænsku progg-þungarokkhljóm- sveitina Pain of Salvation. Hljóm- sveitin á aðdáendur víða um heim og er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Ragnar er ánægður með viðtökurnar, en hann bjóst ekki við að þær yrðu svona góðar. „Ég bjóst algjörlega við því að mæta mótspyrnu og var viðbúinn því að þurfa að hrækja framan í mótmælendur, en ég er alveg búinn að sleppa við það hingað til,“ segir Ragnar, sem var staddur í Suður- Frakklandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segir að mórallinn í hljómsveitinni hafi verið góður frá fyrsta degi tónleikaferðalagsins, sem hófst í Skotlandi 10. febrúar. „Það er auðvitað voða mikill einka- húmor í gangi,“ segir Ragnar. „Sér- staklega hjá mér og trommaranum, báðir erum við innflytjendur og leikum okkur glatt að því að bulla á sænsku og búa til ný orð og svona. Tæknimennirnir og rótararnir eru á svipuðum aldri og ég og fullir af fjöri, fara seinastir að sofa og vakna fyrstir með bros á vör. Maður er náttúrulega löngu búinn að snúa sólarhringnum við þannig að aðal- lífið er um nætur, yfirleitt hlustað á Kiss eða horft á myndir á meðan rótararnir djamma í sínu horni.“ Ragnar er kominn til Spánar og kom fram ásamt Pain of Salvation í Madríd í gær og kemur fram í Barselóna í kvöld. Tónleikaferða- lagið endar svo í Stokkhólmi 26. mars eftir viðkomu í fjórtán löndum Evrópu á rúmum mánuði. atlifannar@frettabladid.is LÖGIN VIÐ VINNUNA Ég bjóst algjörlega við því að mæta mót- spyrnu og var viðbúinn því að þurfa að hrækja framan í mótmælendur. RAGNAR SÓLBERG TÓNLISTARMAÐUR „Enski textinn er til en hann er ekki endan- legur,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir, höf- undur og annar flytjandi framlags Íslend- inga til Eurovision-söngvakeppninnar í Bakú í lok maí. Ekki hefur verið ákveðið hvort lagið Mundu eftir mér verði flutt með íslenskum eða enskum texta í Eurovision ytra. Greta segir það velta á því hvernig textinn hljómar og hvort þau verði ánægð með hann. Hún segir mikilvægt að hugsa hlutina í stóru samhengi þegar horft er á keppnina úti þar sem langflestir sem koma til með að kjósa séu að heyra lögin í fyrsta skipti. „Enskan höfðar til fleiri og við verðum að taka það með í reikninginn, Margir útlendingar virðast samt heillast af þessum álfablæ sem fylgir íslenska textanum,“ segir Greta. Greta segist hafa skoðað það að hafa blandaðan texta með íslensku og ensku og ætlar ekki að útiloka að það verði gert. „Ég er samt svona allt eða ekkert manneskja og mér finnst frekar þurfa að vera góður íslenskur texti eða góður enskur texti,“ segir hún og tekur skýrt fram að þó sungið yrði á ensku úti þá komi íslenska útgáfan til með að lifa áfram. Sami hópur flytur lagið á sviðinu í Bakú og flutti það í Hörpu á dögunum og nú styttist í að Greta og félagar þurfi að skila því af sér út. „Við höfum þar til um miðjan mars til að skila af okkur öllu sem tengist laginu,“ segir Greta og bætir við að undirbúningur standi nú yfir fyrir upptöku á myndbandi við lagið. - trs Enskur texti saminn við Mundu eftir mér GRETA SALÓME Segir nauðsynlegt að hafa í huga að enskur texti höfði til fleiri kjósenda. „Þetta var rosalega skrýtinn dagur og ég finn fyrir miklum létti núna þegar vinnutörnin er að taka enda,“ segir Erna Einarsdótt- ir fatahönnuður sem sýndi fata- línu sína á tískuvikunni í London á föstudaginn. Erna er útskriftarnemi í fata- hönnun við Central Saint Martins en útskriftarsýningar skólans er alla jafna beðið með mikilli eftir- væntingu af tískuheiminum enda hefur skólinn alið af sér helstu hönnuði heims. „Mamma mín, tengdamamma og kærasti voru í áhorfenda- hópnum og þau sögðu að það hafi allavega verið um 400-500 áhorf- endur á sýningunni,“ segir Erna en hún hefur eytt helginni í að skoða umsagnir blaðamanna og bloggara um fatnaðinn sinn. Erna þarf engu að kvíða því grátóna ullarpeysur hennar og kálfa síð pilsin lögðust almennt vel í tískuspekinga og er Erna sérstaklega nafngreind í flestum umsögnum um sýninguna sjálfa. ID Online segir fatalínu Ernu bera skandinavískan keim og setur hana í topp fjóra af 20 nemendum sem sýndu á sýningunni. Tim Blanks hjá Style segir að fatalína Ernu og þriggja annarra nemenda hafi verið undantekning frá annars heldur leiðinlegri sýningu. Jessica Bumbs hjá breska Vogue var hins vegar hrifin af sýningunni í heild sinni og skrifar „Svölu gráu prjóna- peysurnar hennar Ernu Einarsdótt- ur mega koma og eiga heima í fata- skápnum mínum núna strax.“ Erna notaði íslenska ull í sýn- ingu sinni og fékk styrk frá Ístex til að gera útskriftarlínuna. En hvað tekur núna við hjá Ernu? „Það er mánuður eftir af skólanum og svo veit ég ekki. Ætli maður bíði ekki aðeins og sjái hvað kemur út úr þessu á næstu vikum en annars er ég komin með smá heimþrá eftir sjö ár erlendis. Það væri gaman að koma heim og vinna.“ - áp Vogue og ID hampa Ernu FÉKK GÓÐ VIÐBRÖGÐ Erna var í spennu- falli eftir að sýningin var afstaðin og ánægð með góðar viðtökur blaðamanna og bloggara. Lagið Pretty Face með tónlistarkonunni Sóleyju hefur vakið mikla lukku á myndbandasíðunni Youtube. Hlustað hefur verið á það yfir 900 þúsund sinnum og fær það mjög góða dóma hjá hlustendum. Lagið er tekið af fyrstu sólóplötu Sóleyjar, We Sink, sem kom út í fyrra á vegum þýska fyrirtækisins Morr Music við góðar undirtektir. Fleiri lög af plötunni hafa notið vinsælda á síðunni, þar á meðal Smashed Birds, sem um 200 þúsund manns hafa hlýtt á. Teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór heldur áfram að gera góða hluti í Suður-Kóreu. Hún var fjórða vinsælasta myndin í landinu aðra vikuna í röð eftir síðustu helgi og jafnframt vinsælasta erlenda myndin. Samanlagt hafa meira 410 þúsund manns séð myndina, sem hlýtur að teljast frábær árangur svo skömmu eftir frumsýninguna þar í landi. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI RAGNAR SÓLBERG: HLUSTA Á KISS Á MEÐAN RÓTARARNIR DJAMMA Blíðar móttökur aðdáenda Pain of Salvation í Evrópu GERIR ÞAÐ GOTT Ragnar Sólberg ferðast nú um Evrópu ásamt hljómsveitinni Pain of Salvation. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég hlusta mest á Mugison þessa dagana, nýju plötuna hans. Mér finnst hann mjög góður.“ Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur. Hefur þú gert góðverk í dag? VIÐ FELLSMÚLA, 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888 50% afsláttur AF ÚTILJÓSUM Í KOPAR OG GYLLTU OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9 -18 Laugard. kl. 10 -16 Sunnud. kl. 12-16 5.995 2.997 6.995 3.497 3.995 1.997 4.995 2.497 Hefst í mars á Stöð 2 Golden Globe - Besti dramaþáttur ársins FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.