Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 4
21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 STJÓRNSÝSLA Gunnar Andersen, for- stjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur farið fram á að fá rýmri frest til þess að andmæla boð- aðri uppsögn hans. Lögmaður Gunnars sendi stjórn FME bréf þessa efnis í gær, þegar rann út frestur sem Gunnari hafði verið gefinn. Stjórn FME fu nd að i u m málið í gær- kvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í bréfi lögmanns Gunnars er fresturinn sagður almennt of stutt- ur og andstæður meginreglum stjórnsýslusaga. Gunnari barst síðastliðinn föstudag tilkynning um „hina fyrirhuguðu löglausu uppsögn“ líkt og segir í bréfinu. „Andmælafrestur er því aðeins einn virkur dagur.“ Í bréfinu er kallað eftir þeim nýju gögnum sem vísað hefur verið til að byggja eigi á uppsögn Gunn- ars. Þá er óskað skýrari svara frá stjórn FME um hvort mál Gunnars sé enn til rannsóknar. „Ef það er rétt óskast haldbærar skýringar á því hvernig hægt er að boða upp- sögn með löglegum hætti meðan rannsókn er ekki lokið.“ Eins má ráða af bréfinu það álit að lagaheimild skorti fyrir uppsögninni og bent á að í bréfi stjórnar frá því um helgina sé vísað til sjötta töluliðar þriðju greinar stjórnsýslulaga sem laga- heimildar fyrir henni. „Eins og kunnugt er fjallar tilvitnuð laga- grein um sérstakt vanhæfi í einstökum málum sem getur orðið þess valdandi að að viðkomandi stjórnvald þarf að segja sig frá afgreiðslu tiltekins máls. Gerð er krafa um að upplýst verði hvort hér er um innsláttarvillu að ræða og ef svo er óskast upplýst á hvaða laga- heimild hugmyndin er að byggja uppsögnina á komi til hennar.“ Skömmu áður en bréf Gunnars barst stjórn FME í gær sagði Aðal- steinn Leifsson, stjórnarformaður FME, að stjórnin hafi veitt honum viðbótarfrest eins og þurfa þyki og kvað það mundu gert áfram bærist um það beiðni. Aðalsteinn hafnar því hins vegar að Gunnari hafi verið veittur ósæmilega skammur frestur til andmæla. „Þetta er hluti af ferli sem staðið hefur yfir lengi og í því hefur Gunnari Þorsteini verið gefin tækifæri til að koma á fram- færi sínum athugasemdum. Hann hefur fengið til þess rúman frest og fengið aukinn frest þegar eftir því hefur verið leitað. En þessi stutti frestur er gefinn í ljósi forsögunnar.“ Aðalsteinn segir um leið ljóst að málinu sé ekki lokið og verði það ekki fyrr en með ákvörðun stjórnar FME. „Og hún verður ekki tekin fyrr en öll gögn liggja fyrir.“ olikr@frettabladid.is BRÉF TIL STJÓRNAR FME Síðdegis í gær sendi Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars Andersen, forstjóra FME, stjórn FME bréf þar sem óskað er eftir rýmri fresti til andsvara vegna fyrirhugaðrar brottvikningar Gunnars. Forstöðumenn ríkisstofnana eru embættismenn og njóta sem slíkir verndar laga um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna þegar kemur að brottvikningu úr starfi. Í lögunum er gert ráð fyrir ákveðnu ferli sem fari í gang þegar um brottvikningu er að ræða þar sem viðkomandi er veitt tímabundin lausn frá störfum á meðan sérstök nefnd fjármálaráðuneytisins gefur álit sitt á því hvort tilefni sé til að víkja viðkomandi að fullu úr starfi. Vernd í lögum GENGIÐ 20.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,1602 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,62 123,20 194,32 195,26 162,10 163,00 21,803 21,931 21,608 21,736 18,374 18,482 1,5391 1,5481 189,61 190,75 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands hefur birt áætlun um tímasetn- ingar næstu þriggja gjaldeyris- útboða sinna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Stefnir bankinn að því að halda útboð 28. mars næstkomandi, 9. maí og 20. júní. Í útboðunum kaupir Seðla- bankinn erlendan gjaldeyri sam- kvæmt hinni svokölluðu fjárfest- ingarleið bankans, sem er líka kölluð 50-50 leiðin, eða í skiptum fyrir ríkisskuldabréf. Útboðin ásamt skilmálum verða auglýst betur síðar. - mþl Seðlabankinn birtir áætlun: Gjaldeyrisútboð á næstu vikum SEÐLABANKINN Markmiðið með gjald- eyrisútboðum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta án þess að gengis- eða fjármálastöðugleika sé stefnt í hættu. LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl- unnar á tveimur nauðgunarkær- um á hendur Agli Einarssyni miðar vel. Að sögn Björgvins Björgvinsson- ar, yfirmanns kynferðis- brotadeildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, verð- ur málið að öllum líkindum sent til ákæru- sviðs á næstu dögum. Frétta- stofa Vísis greindi frá málinu í gær. Kærurnar verða líklega sendar saman til ríkissaksókn- ara sem tekur svo ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Egill hefur tvívegis verið kærður fyrir nauðgun á síðustu mánuðum. - sv Rannsókn á lokametrunum: Málin á leið til ákærusviðs EGILL EINARSSON GUNNAR ANDERSEN Telja heimild skorta fyrir starfsuppsögn Lögmaður Gunnars Andersen, forstjóra FME, fer fram á að vita hvort um inn- sláttarvillu sé að ræða í rökstuðningi fyrir uppsögn hans. Forstöðumenn stofn- ana njóta verndar í lögum. Stjórn FME kom saman til fundar í gærkvöldi. NOREGUR Helge Solum Larsen, fyrrverandi varaformaður Ven- stre í Noregi, var útskrifaður af geðdeild um helgina. Hann var handtekinn strax í kjölfarið. Larsen er grunaður um að hafa nauðgað sautján ára stúlku úr ungliðahreyfingu flokksins á árs- fundi Rogalands-deildar hans í byrjun febrúar. Í kjölfarið sagði hann af sér og dvaldi á geðdeild. Hann hefur viðurkennt að hafa haft samræði við stúlkuna en segir það hafa verið með hennar samþykki. - þeb Stjórnmálamaður í Noregi: Af geðdeild í hald lögreglu HOLLAND Vísindamönnum í Hol- landi hefur tekist að rækta kjöt úr stofnfrumum nautgrips. Þeir stefna að því að kynna í haust fyrsta hamborgarann, sem gerður verður úr slíku kjöti. Það er ónafngreindur dýravin- ur sem hefur styrkt rannsókn- irnar, sem munu kosta um 250 þúsund evrur, jafnvirði um 40 milljóna króna. Með þessu vill hinn fjársterki dýravinur leggja sitt af mörk- um til þess að færri dýr verði drepin til að útvega mannkyn- inu fæðu, og jafnframt draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda sem fylgir dýrahaldi. - gb Dýravinur styrkir rannsóknir: Vísindamenn búa til kjöt VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 6° 4° 7° 7° 4° 5° 5° 19° 12° 12° 9° 25° 1° 8° 18° 1° Á MORGUN 5-10 m/s. FIMMTUDAGUR 8-13 m/s. 13 6 4 4 0 0 -1 -1 -2 1 2 3 7 8 109 8 7 4 7 5 3 0 0 3 3 2 0 0 4 3 2 LÆGÐIR verða viðloðandi landið næstu dagana með tilheyrandi úrkomu. Vindur verður yfi r- leitt ekki mjög mikill nema þá helst við strendur landsins, einkum suðurströndina. Úrkoman verður yfi rleitt slydda eða snjókoma en rigning syðra. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SÝRLAND, AP Stjórnvöld í Sýrlandi hafa sent liðsauka að borginni Homs, sem verið hefur höfuðvígi uppreisnarmanna í landinu und- anfarna mánuði. Það þykir benda til þess að linnulausum sprengju- árásum á borgina verði fylgt eftir með innrás hersins, á sama tíma og Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi í landinu. Uppreisnarmenn í Baba Amr- hverfinu í Homs heita því að berj- ast til síðasta blóðdropa komi til innrásar stjórnarhersins í borg- ina. Ástandið í hverfinu er sagt afar alvarlegt eftir sprengjuárásir hersins, en fjölmiðlafólki er mein- að að kynna sér ástandið á átaka- svæðunum. „Mannfallið verður gríðarlegt ef herinn reynir að taka Baba Amr,“ segir Rami Abdul-Rahman, for- mælandi breskra mannréttinda- samtaka sem láta sig ástandið í Sýrlandi varða. Hann segir að átta hafi látist í árásum hersins í gær. Talsmaður Rauða krossins í Genf sagði í gær viðræður í gangi við stjórnvöld í Sýrlandi um tíma- bundið vopnahlé til að koma nauð- þurftum til almennings á átaka- svæðunum. Stjórnarherinn virðist nú stefna á að gera innrás í Homs áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fer fram um næstu helgi. Uppreisnarmenn hafa gagn- rýnt þjóðaratkvæðagreiðsluna, og segja fyrirhugaðar breytingar einskis virði. „Við hvetjum fólk til að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna að engu, það er ekki hægt að ganga til atkvæða þegar stríðsátök eru í landinu,“ segir Omar Idilbi, talsmaður þjóðarráðs Sýrlands, búsettur í Beirút. - bj Stjórnvöld í Sýrlandi senda skriðdreka og fótgöngulið að borg sem orðin er höfuðvígi uppreisnarmanna: Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi FALLINN Fallinn uppreisnarmaður sést borinn til grafar á mynd sem uppreisnar- menn í Sýrlandi hafa sent fjölmiðlum. Blaðamenn og ljósmyndarar fá ekki að koma til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.