Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 36
21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Tónleikar ★★★★ ★ Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins Afmælistónleikar Kammermúsíkklúbbsins sunnudaginn 19. febrúar í Hörpu. Flytjendur: Cameractica (Eydís Lára Franzdóttir og Peter Tompkins, óbó; Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagott; Guðrún Óskarsdóttir, semball; Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir, fiðla; Svava Bern- harðsdóttir, víóla; Sigurður Halldórsson, selló). Það hefur alltaf verið notalegt að fara á tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Kirkjan er hlýleg og sjarmerandi. Hljómburðurinn þar er líka ágætur. Í samanburðinum er Norðurljós Hörpu kuldalegur salur. Hann er alveg ferkantaður og maður sér sviðið illa, það er svo lágt. En það má laga það. Einnig má gera allt mögulegt við hljómburðinn, þetta er stillanlegur salur. Svo er líka hægt að breyta um liti á veggjunum. Blái liturinn er kaldur, en veggirnir geta verið rauðir, grænir eða hvað sem er. Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins voru haldnir í Melaskólanum árið 1957. Nánar tiltekið í febrúar, svo nú var komið að 55 ára afmælistón- leikunum. Tónleikar klúbbsins hafa verið haldnir í Bústaðakirkju síðan árið 1975, en afmælistónleikarnir voru í Norðurljósunum til reynslu. Á margan hátt kom það vel út. Vissulega er það dýrara, bæði kostar salurinn heilan helling sem myndi skila sér í hærra miðaverði. Svo kostar bílastæði Hörpunnar 500 krónur fyrir tónleika, ekki má gleyma því. En hljómburðurinn þarna á tónleikunum var prýðilegur. Óbóin tvö í fyrsta verkinu, sónötu nr. 4 eftir Zelenka, hljómuðu fallega. Sömu sögu er að segja um fagottið. Sellóið kom líka vel út og maður heyrði þokkalega í sembalnum. Að vísu var semballinn heldur aftarlega á sviðinu fyrir hljóm- burðinn. Hugsanlega hefði virkað betur að hafa hann á gólfinu á milli áheyrendabekkjanna og sviðsins. Flutningurinn var ágætur. Túlkunin var lífleg og spennandi. Sömu sögu er að segja um næsta atriði dagskrárinnar, þrjár þýskar aríur eftir Händel. Söngkonan, Marta G. Halldórsdóttir, flutti aríurnar af innlifun og alveg réttu tilfinningunni fyrir barokkstílnum. Aðalatriðið á efnisskránni var hinn magnaði fjórði strengjakvartett Bartóks. Það er gríðarlega hugmyndarík tónsmíð. Stemningin er dálítið hryssingsleg, en einkennist jafnframt af heillandi dulúð. Flutningurinn var góður, samspilið var nákvæmt og vandað. Það var heilmikil stemning í spilamennskunni, og inntak tónlistarinnar komst afar vel til skila. Þetta var Bartók eins og Bartók á að vera. Jónas Sen Niðurstaða: Stemningin í Norðurljósum Hörpu er kuldalegri en í Bústaða- kirkju, þar sem Kammermúsíkklúbburinn hefur haft aðstöðu sína. En hljóm- burðurinn er betri. Kuldalegt, en hljómfagurt Vilhjálmur Knudsen fékk heiðursverðlaun Eddunnar fyrir framlag sitt til kvik- myndagerðar og ómetan lega söfnun og varðveislu heim- ildarmynda um íslenska náttúru og lifnaðarhætti. Vilhjálmur Knudsen er sonur Ósvaldar Knudsen (1899-1975) sem var einn af frumkvöðlum í íslenskri heimildarmyndagerð. „Ég fékk kvikmyndabakteríuna ungur og byrjaði að mynda 13 ára. Fyrsta eldgosið sem ég myndaði var Surts- eyjargosið 1963, við pabbi vorum kringum það í þrjú og hálft ár. Síðan hef ég myndað öll eldsumbrot á Íslandi. Ég hafði náttúrulega áhuga á öllu mögulegu en fannst ég verða að sérhæfa mig í einhverju,“ segir Vilhjálmur sem meðal annars vakt- aði Kröflugosin við Mývatn í 17 ár. „Við Kröflu var ég með marga kvik- myndatökumenn til að geta tekið myndir báðum megin við hraunið þannig að þetta var útgerð,“ lýsir hann. Kvikmyndir þeirra feðga, Vil- hjálms og Ósvaldar um Surtseyj- argos, Heklugos og Heimaeyjar- gos hafa orðið víðfrægar. „Ég var sá eini sem náði mynd af sprung- unni frægu á Heimaey,“ upplýsir Vilhjálmur. „Vinur minn í Eyjum hringdi í mig og sagði að það væri komið gos, það hafði reyndar verið brandari í Vestmannaeyjum lengi svo ég var aðeins efins í byrjun, en svo flaug ég þangað í hvelli með Birni Pálssyni flugmanni og faðir minn í annarri vél.“ Eftir Vilhjálm liggja þúsundir klukkustunda af efni og ríflega 70 kvikmyndir, auk myndbrota sem hafa ratað í heimildarmyndir um allan heim. Hann kveðst alltaf vera að bíða eftir fleiri gosum. „Allt lífið er bið,“ segir hann sposkur og bæti svo við. „En það þarf líka ýmislegt annað að gera en að kvikmynda, til dæmis að skrá efnið.“ Vilhjálmur hefur boðið upp á áhrifamiklar eldgosasýningar í húsi föður síns að Hellusundi 6a oft á dag, óslitið í 38 ár. Hversu marg- ir skyldu komast inn í einu? „Metið hjá okkur er 109. Á veturna koma stundum fáir og stundum margir. Ég var með margar sýningar í gær til dæmis.“ En er Vilhjálmi eitthvað sérlega minnisstætt úr eldgosaævintýrum sínum? „Ég hef náttúrulega lent í ýmsu,“ viðurkennir hann. „Til dæmis við Mývatn. Stundum var ég einn á fjallinu í 30 stiga frosti. Oft var erfitt að sjá hvar sprungurnar voru svo ég hef nokkrum sinnum farið niður í jörðina en fyrir Guðs mildi brotnaði linsan aldrei og ekki heldur fótleggirnir.“ Þegar haft er orð á að hann nefni linsurnar á undan fótleggjunum svarar Vilhjálmur brosandi. „Já, linsurnar skipta mig mjög miklu máli.“ gun@frettabladid.is Linsan skiptir mig miklu máli VILHJÁLMUR KNUDSEN Fyrsta eldgosið sem Vilhjálmur myndaði var Surtseyjargosið 1963. Síðan hefur hann myndað öll eldsumbrot á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UPPLYFTING Í SKAMMDEGINU Söngskólinn í Reykjavík fagnar Degi tónlistarskólanna með opnu húsi laugardaginn 25. febrúar frá klukkan 14 til 17.30. Dagskráin samanstendur af sjö stuttum einsöngstónleikum og þátttöku tónleikagesta. Inn á milli atriða gefst einnig kostur á að ganga um húsnæði skólans, skoða aðstæður og þiggja veitingar í boði skólans. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Opnunartími: Virka daga 11-21 Laugardaga 11-17 Listhúsinu Laugardal · Engjateig 19 · 105 Reykjavík Sími 553 1111 · www.glo.is Yfirnáttúrulegur veitingastaður Fyrstu hádegistónleikar Íslensku óperunnar í Hörpunni verða í dag klukkan 12.15. Þóra Einarsdótt- ir sópransöngkona og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleik- ari ríða á vaðið og flytja hríf- andi sönglög franska tónskáldsins Henri Duparc undir yfirskrift- inni Boðið í ferðalag. Tónleikarn- ir fara fram í Norðurljósum og taka um hálftíma í flutningi. Líkt og venja var til á hinum margróm- uðu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Gamla bíói geta tón- leikagestir keypt sér hressingu fyrir og eftir tónleika og þannig nælt sér í andlega og líkamlega næringu í einu og sama hádegis- hléinu. Ókeypis er á tónleikana. Þær Þóra og Steinunn Birna fluttu sömu dagskrá á Reyk- holtshátíð fyrir tveimur árum og hlutu mikið lof fyrir. Yfir- skrift tónleikanna vísar til kvæð- is Baudelaire, L‘Invitation au Voyage. - gun Bjóða í ferðalag STEINUNN BIRNA OG ÞÓRA Þær flytja hrífandi sönglög franska tónskáldsins Henri Duparc.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.