Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 10
21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR10 STJÓRNSÝSLA Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórn- arskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætl- ast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undir- búa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórn- arskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrár- drögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður laga- deildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurning- arnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálf- gefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni,“ segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartil- lögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við,“ segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli.“ „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til“ segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosn- ingaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýð- ræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti.“ kolbeinn@frettabladid.is Telur frumvarpið of flókið til að setja í þjóðaratkvæði Nefndarmaður úr stjórnarskrárnefnd segir frumvarp að stjórnarskrá of flókið til að leggja í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Vill kjósa um grunnþætti. Ólýðræðislegt og óskynsamlegt sé að kjósa um órædd atriði. STJÓRNLAGAÞING KOSIÐ Þjóðin kaus fulltrúa á stjórnlagaþing í nóvember 2010. Hæstiréttur úrskurðaði kosninguna ólöglega og Alþingi skipaði stjórnlagaráð, skipað þeim fulltrúum sem kosningu hlutu. Frumvarp þess á að leggja fyrir þjóðaratkvæði í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1. Hver er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis? 2. Hvar sat maður fastur í snjó í bíl sínum matarlaus í tvo mánuði? 3. Konudagurinn markar upphaf nýs mánaðar í norræna tímatalinu, hvað heitir hann? SVÖR 1. Helgi Hjörvar. 2. Nærri Umeå í Norð- austur-Svíþjóð. 3. Góa. Þjóðin hefur beðið nógu lengi „Ég tel að þjóðin hafi beðið eftir þjóðfundi í 150 ár og nýrri stjórnarskrá í 70 ár og það sé nógu löng bið,“ segir Gísli Tryggvason lögfræðingur, sem sat í stjórnlagaráði. Hann gefur lítið fyrir þá gagnrýni að ræða þurfi frumvarpið frekar áður en um það verður kosið. „Sumir hafa gagnrýnt það að eitthvað sé ekki nógu mikið rætt og annað illa rökstutt. Það er þá um að gera að nota tímann vel fram að þjóðaratkvæðagreiðslu og ræða frumvarpið. Ég minni á að það var þjóðkjör að baki stjórnlagaráðsins og allar umræður þar er að finna á netinu, bæði upptökur og uppskrifaðar. Það er því hægt að kynna sér allt sem þar fór fram. Við komumst að vel ígrundaðri niðurstöðu og samþykktum 25-0 að þetta væri góð stjórnarskrá, allavega betri en sú gamla.“ í miðbænum til sölu Hótelrekstur Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is 50 herbergja gamalgróið hótel á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur, sem hefur verið í góðum og vaxandi rekstri. Um er að ræða kaup á rekstri en ekki fasteign og möguleikar á stækkun. Skemmtilegt fyrirtæki með mikla framtíðarmöguleika. Nánari upplýsingar hjá Guðna Halldórssyni í síma 414 1200, gudni@kontakt.is H a u ku r 1 0 .1 1 HÚSNÆÐISMÁL Neytendasamtökin krefjast þess að þeir sem vilja breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð fái að gera það með lágum tilkostnaði. Sam- tökin leggja til að það verði gert með því að uppgreiðslugjald á neytendalánum verði bann- að og að lántökugjald sé inn- heimt eingöngu í formi fastrar krónutölu til að mæta raunveru- legum kostnaði vegna umsýslu lánsins en ekki sem hlutfall af lánsupphæð. Jafnframt er lagt til að stimp- ilgjald verði ekki lagt á breytt lán jafnvel þótt breytingar verði á lánsupphæðum og komi laga- breyting til ef nauðsyn er. - ibs Krafa Neytendasamtakanna: Uppgreiðslu- gjald bannað RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, lofar því að kaupa ógrynnin öll af nýjum vopnum fyrir rússneska herinn verði hann kosinn forseti landsins á ný. Tæplega hálfur mánuður er til forsetakosninga í Rússlandi. Sam- kvæmt skoðanakönnunum getur Pútín átt von á um það bil 50 pró- senta fylgi, en aðrir frambjóðendur fá varla meira en tíu prósent hver. Pútín segir, í dagblaðsgrein sem birtist um helgina, að örygg- is náttúruauðlinda Rússlands sé ekki gætt nógu vel. Þess vegna ætlar hann að verja 230.000 millj- örðum rúblna, eða nærri 95.000 milljörðum króna, næstu tíu árin til kaupa á meira en 400 langdræg- um flugskeytum, meira en 600 orrustuþotum, tugum kafbáta og þúsundum skriðdreka. „Við megum ekki leiða neinn í freistni með veikleika okkar,“ skrifar Pútín í dagblaðið Rossískaja Gazeta. Áform Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu gera það að verkum, að mati Pútíns, að öflug vígvæðing Rússlands verði enn brýnni. - gb Pútín býr sig undir forsetakosningar með loforðum um að verja náttúruauðlindir: Boðar stórfellda vígvæðingu ATVINNUMÁL Árið 2011 voru að meðaltali 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit. Það jafngildir 7,1 prósenti vinnuaflsins og er nokkur lækkun frá árinu 2010, þegar 7,6 prósent voru atvinnu- laus. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Atvinnlausum fækkaði á milli ára um 1.000. Alls voru 180.000 á vinnumark- aði árið 2011 og jafngildir það 80,4 prósenta atvinnuþátttöku. Fjöldi starfandi var 167.300, eða 74,7 prósent af vinnuaflinu. - kóp 80,4% atvinnuþátttaka: Minna atvinnu- leysi árið 2011 SAMFÉLAGSMÁL Framhaldsskóla- nemar sem eiga foreldra frá öðru landi en Íslandi eru líklegri til að telja menningu sína og uppruna mikilvæga en börn sem eiga bara íslenska foreldra. Þetta er meðal fyrstu niður- staðna viðamikillar rannsóknar á lífsviðhorfum og lífsgildi ung- menna í fjölmenningarsamfélagi. Rannsóknin var kynnt á málstofu um framhaldsskólarannsóknir í síðustu viku. Um var að ræða fyrstu niður- stöður rannsóknarinnar, sem er ekki enn lokið. Rannsóknin hefur verið lögð fyrir nemendur í fjór- um framhaldsskólum en þrír til viðbótar taka þátt í henni. 81 prósent ungmenna sagðist vera þeirrar skoðunar að menn- ing og uppruni skipti þau miklu máli. Hlutfallið var 89 prósent hjá nemendum sem bjuggu hjá foreldrum í blandaðri sambúð, þar sem annað foreldri kemur frá öðru landi, en 79 prósent hjá þeim ungmennum sem bjuggu hjá for- eldrum af íslenskum uppruna. Gunnar J. Gunnarsson, Gunnar E. Finnbogason, Hanna Ragnars- dóttir og Halla Jónsdóttir hafa unnið að rannsókninni. Hún hófst haustið 2010 og er skipu- lögð til þriggja ára. Byggt er á þverfaglegri nálgun mismunandi fræða og margar rannsóknarað- ferðir verða notaðar til að fá sem fjölbreyttastar niðurstöður. - þeb Hærra hlutfall hjá ungmennum sem alast upp hjá erlendum foreldrum en öðrum: Telja uppruna frekar skipta máli UNGLINGAR Rannsóknin hófst haustið 2010 og er til þriggja ára. Niðurstöðurnar nú eru aðeins lítið brot af þeim upplýsingum sem óskað er eftir. NORDICPHOTOS/GETTY SAMGÖNGUR Tvöfalt fleiri far- miðar og strætókort voru seld á netinu í janúar en á sama tíma í fyrra. Þá hefur heimsóknum á vef Strætó fjölgað um 45 prósent eftir að nýtt rauntímakort var þar tekið í notkun. Á rauntíma- kortinu er staðsetning vagna uppfærð á tíu sekúndna fresti fyrir tilstilli GPS-búnaðar í vögnunum. Unnið er að nýrri útgáfu af leiðarvísi og viðbótum fyrir flestar gerðir snjallsíma. Þann- ig munu viðskiptavinir Strætó geta fylgst með ferðum vagna og séð nákvæmlega hvenær vagn er væntanlegur. - þeb Mikil fjölgun hjá Strætó: Tvöfalt fleiri kaupa á netinu PÚTÍN er spáð um það bil 50% fylgi í forsetakosningum eftir hálfan mánuð. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.