Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 20
Á Heilsuhótelið er mjög gott að koma til að ná kröftum og hvíla sig. Þar er virki- lega góður andi sem ég get mælt með fyrir alla. Andrúmsloftið er notalegt og mjög gott að byrja árið á því að fara í tveggja vikna dvöl,“ segir Bjarni Óskarsson, eig- andi Nings. Hann gerir þó fleira en njóta þjónustu Heilsuhótelsins en hann kynnir notkun hveitigrass og fræðir gesti um ýmsa hollustu. Sjálfur drekkur hann hveitigras- safa á hverjum degi og segir hann allra meina bót. „Hveitigrasið hefur mikinn lækningamátt. Það er fyrirbyggj- andi gagnvart ýmsum kvillum og sjálfur finn ég mikinn mun á mér eftir að ég fór að drekka hveitigrassafa reglulega. Líkam- inn tekur upp súrefnið í blaðgræn- unni og gefur innra súrefni í frum- urnar. Hann er einfaldlega allra meina bót,“ segir Bjarni. Hveitigras er ræktað upp af fræinu sem verður eftir þegar hveitið er þreskt (fræi hveiti plönt- unnar). Fræið er látið liggja í bleyti yfir nótt og svo sáð í mold. Við góð skilyrði vex það upp á þremur til fjórum sólarhringum. Þegar gras- ið hefur náð tíu sentimetra hæð er það klippt. Grasið hentar þó ekki til átu. „Það nást engin næringarefni úr hveitigrasi með því að tyggja það beint enda er það mjög hart og stíft og getur verið beinlínis varasamt fyrir meltinguna,” útskýrir Bjarni. „Það verður að pressa úr því saf- ann í sérstakri hveitigraspressu. Safann er einnig hægt að nota út- vortis, bera hann á andlit en þá þarf að varast sólarljós meðan grasið er á andlitinu,“ segir Bjarni. Heilsuhótelið sækir ólíkur hópur fólks. Margir koma aftur og aftur . Þá hefur erlendum gestum fjölgað, aðallega frá Norðurlöndunum og eru þar Fær- eyingar, Norðmenn og Danir fjölmennastir. Stefnt er á að bjóða upp ís- lenskt hráefni og einnig lífrænt í auknum mæli á Heilsuhótelinu og hefur Bjarni tekið þátt í þeirri uppbyggingu. „Auðvitað er ekki allt grænmeti alltaf fáanlegt á Ís- landi. Svo ég fór ásamt starfs- fólki Heilsuhótelsins og heimsótti garðyrkjubændur, meðal annars á Akri og á Engi með samstarf í huga enda skipta gæði hráefnis miklu máli þegar fólk borðar eingöngu grænmeti, súpur, safa og ávexti,“ útskýrir Bjarni. „Við það að borða þetta fæði í viku til hálfan mánuð verður fólk svolítið orkulaust meðan á því stendur, en það er svo skrítið að maður finnur ekki fyrir svengd. Þetta er svo einfalt þegar fólk er í þessu saman. Svo fyllist maður krafti þegar maður er búinn. Lík- aminn fer að lækna sig sjálfur innan frá við þetta. Það er alveg ótrúlegt hvernig alls konar kvill- ar hafa læknast hjá fólki við dvöl á hóteinu. Ég kannast sjálfur við það. Þarna eru engar freistingar og ekk- ert sem truflar. Það er gott að fara út úr hversdagslegri rútínu og eitt- hvert þar sem maður er varinn fyrir sjálfum sér,“ segir Bjarni glettinn. En hvað tekur þá við eftir dvölina? „Þá fer maður bara beint á Nings, „segir Bjarni og hlær en bætir svo við að gestir hótels- ins fái bæði leiðsögn og kennslu um framhaldið. „Á hótelið koma margir fyrirlesarar sem kenna hvað á að gera þegar dvölinni lýkur. Ásdís Ragna grasalæknir fjallar um meðferðina, Dr. Haukur Ingi Jónasson hefur fjallað um heilsu út frá huglægum þáttum auk fjölda annarra fyrirlesara. Þá hef ég sjálfur verið að miðla fróð- leik um hveitigrasið. Þá hef ég líka kynnt önnur heilsu spa sem ég hef heimsótt erlendis meðal annars í Taílandi, Póllandi og Púerto Ríkó. Í samanburði finnst mér Heilsu- hótelið standa sig virkilega vel. Það er líka þægilegt að geta verið með bílinn og skjótast í sund til Keflavíkur,“ útskýrir Bjarni en segir ekkert um að gestir stingi af? „Mín helsta synd hefur verið að kaupa mér epli í Nettó,“ segir hann og hlær. „Þarna eru allir á sömu for- sendum og gestir njóta stuðnings af hver öðrum. Svo kynnist fólk á allt annan hátt og miklu dýpra en annars á svona stað. Þarna verða til vináttusambönd sem endast löngu eftir að dvölinni lýkur.“ Heilsuhótelið orkugjöf fyrir alla Bjarni Óskarsson, eigandi Nings, hefur notfært sér Heilsuhótelið í Reykjanesbæ. Hann segir það allra meina bót og einstaklega gott að byrja nýtt ár með tveggja vikna dvöl á hótelinu. Þá drekkur Bjarni hveitigrassafa á hverjum degi og stendur fyrir kynningum á hveitigrasi á Heilsuhótelinu. Bjarni Óskarsson, eigandi Nings, hefur góða reynslu af Heilsuhótelinu og drekkur hveitigrassafa sér til heilsubótar. MYND/VALLI Kynning - auglýsing Hveitigras hefur mikinn lækningamátt. Það er fyrirbyggjandi gagnvart ýmsum kvillum og sjálfur finn ég mikinn mun á mér eftir að ég fór að drekka hveitigrassafa reglulega. Heilsunámskeið (detox) tvær vikur 2.-16. mars örfá pláss laus 30. mars -9. aprí uppselt 4.-18. maí 1.-15. júní Munið að panta tímanlega Heilsuhelgi – skóli lífsins 16.-18. mars uppselt 18.-20. maí Tilboðsverð, 2 fyrir 1, 45.000 helgin. Fæði, hreyfing og fræðsla innifalin Slökun og skemmtilegur tími. Hættum að reykja Helgarnámskeið 23.-25. mars Fyrir krakka 18.-22. júní, mánudag–föstudags Töfrar og framsögn 9-14 ára. Skráning stendur yfir. Sumarið 2012 – opnir dagar Frá 22. júní-27. ágúst 2012. Val um 3, 4, eða 7, 14 daga. Aðgengi að Heilsulind. Bláa lónið. Hollt og gott fæði, fræðsla og hreyfing. Spennandi og uppbyggilegur valkostur fyrir alla. Kynnist þessu einstaka hóteli. Heilsuhótel Íslands - næstu námskeið Starfsfólk Heilsuhótels Ísland býður gesti velkomna. HEILSUSAMLEG SAMVINNA NOREGUR – ÍSLAND Heilsuhótel Íslands og Tunsberg Medisinske Skole hafa gert með sér samkomulag um starfsþjálfun útskriftarnemenda skólans en hann er stærsti einkarekni skóli á sviði heilsu og næringar í Noregi. Alls koma 28 nemendur frá skólanum á Heilsuhótelið á árinu 2012 en þeir eru að ljúka 5 ára námi á sviði næringar og ráðgjafar. Norsku nemendurnir munu veita gestum ráðgjöf og koma með ábendingar sem munu nýtast gestum hótelsins og auka fræðilega þekk- ingu gesta. Þá munu nemendur taka þátt í starfi hótelsins meðal annars með auknu kynningar- og markaðsstarfi Heilsuhótels Íslands í Noregi á komandi árum. Fyrsti hópurinn er væntanlegur í mars og síðan kemur nýr hópur mánaðarlega allt árið. NÁNARI UPPLÝSINGAR www.heilsuhotel.is heilsa@heilsuhotel.is Sími 5128040

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.