Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 2012 13 Unglingar í Reykjavík sýna okkur á hverjum degi hvað þeir eru frábærir. Þeir bæta sig í námi ár frá ári, þeir eru skapandi og meðvitaðir. Þeir segja nei við vímugjöfum og vekja athygli um heim allan fyrir stöðugar fram- farir þegar kemur að heilbrigðu líferni. Þeir eru langflestir í skipulögðu frístundastarfi utan skóla. Unglingar í Reykjavík eiga skilið bestu hugsanlegu tækifæri til náms og félagsstarfs. Það er okkar að tryggja það. Hjartað í skólastarfinu Okkur í meirihluta borgarstjórn- ar þykir vænst um það sem stund- um er nefnt hjartað í skólastarf- inu, verkefni sem styrkja innra starf skólanna, skólastarfið sjálft. Þangað á fjármagnið að fara. Við viljum skapa svigrúm til fag- legrar uppbyggingar. Ábyrgir stjórnmálamenn velja þá leið sem kemur sér best fyrir börn og ung- linga. Allar breytingar reyna á en það skiptir mestu fyrir börn og unglinga að þær gangi vel. Við undir búning breytinga höfum við hlustað á áhyggjur og óskir ung- linganna. Uppbyggileg gagnrýni og vel ígrundaðar ábendingar ung- linganna hafa gert mikið gagn. Þær lúta að samgöngum, félags- starfi, kennsluháttum, náms- framboði, námsmati og hvern- ig skapa megi góðan skólabrag í nýrri, sameinaðri unglingadeild. Unglingar vilja bestu mögu- lega menntun fyrir framtíðina. Þeir leggja áherslu á að kennar- ar á unglingastigi séu sérhæfðir í sínum kennslugreinum. Þeim er líka annt um lýðræði og vilja sameiginlegt unglingaráð svo raddir allra heyrist í nýju skóla- samfélagi. Það er okkar verkefni að koma til móts við þessar óskir. Og það hefur gengið vel. Breytingar Haustið 2010 hóf Reykjavíkurborg skipulagsbreytingar í skóla- og frí- stundastarfi sínu. Ástæðan var ein- föld. Mikið hafði verið skorið niður í innra starfi skóla og mat fagfólks að þolmörkum væri náð. Undir- búningur var viðamikill með við- tölum við rúmlega 100 stjórnendur, hverfafundir og rýnihópar skóla- fólks og foreldra skoðuðu leiðir til hagræðingar. Unnið var út frá einfaldri forsendu: Ef breyting á skólastarfi er til góðs fyrir börnin, unglingana, skólastarf- ið og borgarsjóð, skyldi hún skoðuð með opnum huga. Þegar farið var yfir ábendingar var áberandi hve margir sáu ókosti við fámennar unglinga- deildir. Því samþykkti borgarstjórn breytingar í sunnanverðum og norð- anverðum Grafarvogi, sem og í skólahverfi Hvassaleitis. Nemendafækkun hefur verið nokkuð jöfn í Grafarvogi á undan- förnum árum og fyrirséð að svo verði áfram. Í Hamra- og Húsa- skóla eru mjög fámennar ung- lingadeildir með aðeins rúmlega 150 unglingum samtals í þremur efstu bekkjum. Fjölmörg fagleg rök styðja sameiningu svo lítilla unglingadeilda. Þannig má skapa fjölbreyttari valgreinar fyrir ung- lingana, efla fagþekkingu kenn- ara og aðra sérþekkingu sem teng- ist aldurshópnum, efla samvinnu kennara, styrkja félagslíf og ung- lingamenningu. Til verður öflugri skóli með fleiri tækifærum fyrir unglinga til að blómstra og rækta sína hæfileika. Hagræðing í umgjörð eða innra starfi? Á síðustu þremur árum hafa sveitarfélögin í landinu hagrætt um 12 milljarða króna í skóla- og frístundastarfi. Í Reykjavík var haustið 2010 komið að sárs- aukamörkum þess að skera frek- ar niður í innra starfi skólanna. Því var farin sú leið að horfa til breytinga á skólagerðum, stjórnun og ytra skipulagi skóla. Leik- og grunnskólar í borginni eru fámennir samanborið við stærstu sveitarfélög landsins. En íbúar krefjast þess að þeir njóti hag- kvæmni stærðarinnar. Hér verð- ur því að leita jafnvægis og horfa á heildarmyndina. Bestu lausnirnar eru þær sem sameina faglegan metnað okkar fyrir hönd skólastarfs barna og unglinga í Reykjavík og draga jafnframt úr rekstrarkostnaði. Einungis þannig getum við haldið áfram að efla okkar góða skólastarf. Þessi leið er ekki hafin yfir gagnrýni, en við vorum ekki kosin til að velja auðveldustu leið- ina. Á þessu ári nemur ávinningur af rekstrar- hagræðingu í skólastarfi tæplega 140 milljónum króna, en mun aukast þegar breytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda á næsta ári. Þetta eru töluverðir fjármunir sem skila sér strax til innra starfs skólanna næstu árin: til þróunarverkefna, bóka- safna, mötuneyta, búnaðarkaupa og margs fleira sem setið hefur á hakanum undanfarin ár. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum Við höfum sterka sannfæringu fyrir því að nemendum farnist betur í stærra samfélagi unglinga. Sú sannfæring byggir á reynslu, mati og úttektum og við deilum henni með reynslumiklum skóla- stjórum og kennurum, en líka for- eldrum. Unglingarnir sjálfir sýna fram á að þeim líður vel í stærra samfélagi jafnaldra sinna, mæl- ingar á líðan, einelti og námsár- angri benda til þess. Áhyggjur foreldra eru engu að síður skiljan- legar. Fæstir eru hrifnir af breyt- ingum á námsumhverfi barna sinna. En reynslan sýnir okkur, hér heima sem og erlendis, að fag- legt starf er í engri hættu. Breyt- ingarnar þurfa hvorki að leiða til verri líðunar nemenda né slakari námsárangurs og geta þvert á móti haft áhrif til góðs. Ég tel að við verðum öll að setja börnin okkar og unglingana í for- gang og leggjast á eitt til að sá góði undirbúningur að breytingunum gangi eftir og nýtist sem best. Það er best fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Unglingar í Reykjavík eiga það besta skilið Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar selj- anda. Peningarnir færast úr bank- anum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengd- um eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfu- hafa, bæði lánardrottna og hlut- hafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengd- um eignum er því augljóslega fjárdráttur, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostn- að annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einn- ig fjárdrátt nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eign- um getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaup- um og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, sam- þykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bank- ann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörn- ingur á kostnað annarra kröfu- hafa bankans og í versta falli fjár- dráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eig- endur“ bréfanna halda eftir bréf- unum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti. Ávísun á tóman hatt Menntamál Oddný S turludóttir borgarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs Við höfum sterka sann- færingu fyrir því að nemendum farnist betur í stærra samfélagi unglinga. Fjármál Sveinn Valfells eðlisfræðingur og hagfræðingur Fyrir utan hugs- anleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. * Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðin myndunum í auglýsingunni. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar. Komdu í kaffi á greiðslukjörin nýttu verðmætin í gamla bílnum við kaupum hann kaupir þú nýjan milli kl. 9 og 17 skoðaðu Komdu í kaffi og spjallaðu við okkur. Segðu okkur hvað þú ert að pæla og við finnum örugglega hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. Notaðu sérþjónustu atvinnubíla Ford Verð með vsk. frá 5.990.000 kr. (áður 6.590.000 kr.) FordTransit 8-9 sæta fyrir leigubílstjóra / bílaleigur FordTransit 14-18 sæta fyrir hópferðaleyfishafa FordTransit 6 sæta með palli, fyrir vinnuflokka Verð án vsk. frá 4.772.908 kr. (áður 5.250.996 kr.) Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | ford.is FordTransit Stilltu klukkuna að kvöldi og þú byrjar daginn heitur að morgni. Tímastillanleg olíumiðstöð er staðalbúnaður í Transit. Vertu í hópi þeirra bestu. Kauptu Ford. Standard heitur alla morgna Verð án vsk. frá 3.338.645 kr. (áður 3.577.690 kr.) Ford Transit sendibíll Ford Transit Connect sendibíll Verð án vsk. frá 2.382.470 kr. (áður 2.541.833 kr.) Verð með vsk. frá 4.190.000 kr. (áður 4.490.000 kr.) Verð með vsk. frá 2.990.000 kr. (áður 3.190.000 kr.) Ford Transit fjórhjóladrifinn (AWD) sendibíll 300.000 kr. lækkun 600.000 kr. lækkun 200.000 kr. lækkun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.