Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 2012 27 SPRENGIDAGSSALTKJÖT Fyrsta flokks hráefni er grunnurinn að góðri máltíð. Goða saltkjöt er sérvalið og framleitt af sannkölluðum fagmönnum. Borðaðu vel á sprengidaginn! Breska leikkonan Minnie Driver segist elska að búa í Kali- forníu. Það fari þó í taugarnar á henni að hvert sem hún fari sé hún minnt á mistök sín eða það sem hún hefur misst af. Hún segir erfitt að þurfa stöðugt að ganga fram hjá stórum aug- lýsingaskiltum með myndum sem hún fékk ekki hlutverk í, eða með fyrrverandi kær- ustum sínum. Eitt vandræðaleg- asta, en jafnframt fyndnasta atvik sem hún hefur lent í, segir hún hafa verið fyrir ekki svo löngu síðan þegar hún gekk fram hjá slíku auglýsinga- skilti og áttaði sig á því að hún hefði sæng- að hjá öllum karlleik- urunum sem voru þar saman komnir. Sængaði hjá heilu auglýsingaskilti Söngkonan Rihanna var stödd í Lundúnum á 24 ára afmælisdaginn sinn í gær en aðdáendur söngkonunnar fjölmenntu fyrir utan hótel hennar í gærmorgun í von um að fá að óska stjörnunni til hamingju með daginn. Afmæliskveðjum, blómum og kortum rigndi því yfir söngkonuna er hún gekk út af hótelinu en Rihanna sýndi mikla þolinmæði og stillti sér upp með aðdá- endum sínum. Rihanna er í Lundúnum að taka upp nýtt efni í stúdíói, eitthvað með fyrrverandi kærasta sínum, Chris Brown, og hún ætlar að vera gestur á tískuvik- unni sem fer fram í borg- inni en hún var sérstakur gestur Stellu McCartney á sýningu hennar um helgina. Afmæliskveðjum rigndi yfir Rihönnu AFMÆLI Í LONDON Rihanna var stödd í London á afmælisdaginn. NORDICPHOTOS/GETTY HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 21. febrúar 2012 ➜ Tónleikar 12.15 Sópransöngkonan Þóra Einars- dóttir og píanóleikarinn Steinunn Birna Ragnarsdóttir flytja sönglög Henri Duparc á fyrstu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Hörpu. Yfirskrift tónleikanna er Boðið í ferðalag. Þeir fara fram í sal Norðurljósa. ➜ Umræður 15.00 Málstofa um Stífni nafnlauna og launaákvarðanir verður haldin í fundar- sal Seðlabankans í Sölvhóli. Frum- mælendur eru þau Jósef Sigurðsson og Rannveig Sigurðardóttir. ➜ Uppákomur 17.00 Borgarbókasafn býður upp á dagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra í aðalsafni sínu í tilefni af Alþjóðlegum móðurmálsdegi. Frú Vigdís Finnbogadótt- ir verður heiðursgestur samkomunnar sem er ætlað að skapa gleði og stolt hjá börnum sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Allir velkomnir. ➜ Tónlist 20.30 Kjeld Lauritsen tríó treður upp á Jazztónleikaröðinni á KEX Hostel. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is HRESS Driver komst að því að það borgar sig ekki að vera lauslát í Hollywood.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.