Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING Kassakerfi & sjóðsvélar21. FEBRÚAR 2012 ÞRIÐJUDAGUR 5
Pappír hf. hefur framleitt kassarúllur, posarúllur, reiknivélarrúllur, faxpapp-ír og aðrar pappírsrúllur sem viðskipta-
vinir óska eftir í 25 ár. „Við höfum verið með
fullkomnasta vélakostinn á hverjum tíma og
höfum þannig náð að auka hagkvæmni og
nýtingu hráefnis jafnt og þétt. Í dag notum
við vélasamstæðu sem við keyptum nýja frá
Spáni fyrir sex árum,“ segir Jóhannes Sigurðs-
son, annar eigandi fyrirtækisins. „Þessi véla-
samstæða er algjörlega sjálfvirk og býður upp
á prentun í tveimur litum á bakhlið rúllanna,
sem við teljum mjög ódýran auglýsingakost.“
Jóhannes segir hráefnið koma frá Þýska-
landi, Finnlandi og Svíþjóð. Það er flutt inn í
stórum rúllum sem eru um það bil eitt tonn
hver en árleg notkun fyrirtækisins er um 230
tonn „Frá upphafi hafa verið framleiddir um
það bil 1,2 milljónir kílómetra af kassa-, posa-
og reiknivélarúllum hjá Pappír hf.,“ upplýsir
Jóhannes.
Hann segir Pappír hafa þjónað svo til öllum
stórmörkuðum, olíufélögum og helstu heild-
verslunum landsins í gegnum árin, ásamt
stórum sem smáum verslunum. „Þá fram-
leiðum við mikið af rúllum fyrir ýmsar
rannsóknarstofnanir og banka.“
Uppistaðan í framleiðslunni hjá Pappír er
thermalpappír sem er prentað á með hita. Þar
undir heyra þrír pappírsflokkar. Það er svo-
kallaður standardpappír, sem hefur um sjö ára
líftíma miðað við rétta meðferð eftir prentun,
Long live pappír, sem hefur allt að 25 ára líf-
tíma og bankapappír, sem er sérunninn og
yfirlakkaður og hefur um 18 ára líftíma.
Hjónin Sigurður Jónsson og Sigríður
Jóhannesdóttir stofnuðu Pappír fyrir 25
árum og vann Sigurður á staðnum fram á síð-
asta dag, en hann lést 81 árs að aldri. Nú hefur
sonur þeirra, Jóhannes Sigurðsson, tekið við
stjórnartaumunum ásamt Ólafi Sverrissyni og
er sama kennitalan í notkun.
„Það er ekki svo að við séum einir um sölu á
þessari vöru því það er alltaf eitthvað um inn-
flutning en við höfum hingað til staðist alla
samkeppni, sennilega vegna þess að verð og
gæði standast allan samanburð. Þá teljum við
okkur hafa gott orðspor fyrir góða þjónustu en
flestir sem hætta viðskiptum við okkur koma
til baka fyrr eða síðar. Þá reynum við alltaf að
afgreiða samdægurs eða í síðasta lagi daginn
eftir,“ segir Jóhannes. Hjá fyrirtækinu starfa
sex manns, tveir í framleiðslu, tveir sölumenn,
einn á skrifstofu og bílstjóri sem er jafnframt
lagermaður en hann sér um alla dreifingu.
Jóhannes segir róðurinn vissulega hafa
þyngst frá hruni og vill að bankarnir krefjist
þess að fyrirtækin sem þeir hafa reist við versli
við innlenda framleiðendur, að því gefnu að
verð og gæði standist samanburð. „Þannig
geta bankarnir minnkað hættuna á að vera
neyddir til að aðstoða framleiðendur seinna.
Íslensk framleiðslufyrirtæki sem þjóna inn-
anlandsmarkaði eru að öllu jöfnu svo lítil að
tiltölulega lítil áföll geta riðið þeim að fullu,“
segir Jóhannes og heldur áfram: „Frá hruni
hefur fjöldi fyrirtækja farið í gjaldþrot eða
fengið niðurfelldar skuldir og hlaupa upp-
hæðirnar á milljónum jafnvel milljörðum.
Það má segja að það sé á kostnað þeirra fyrir-
tækja sem eftir eru í landinu. Þau hafa tapað
viðskiptakröfum og ríkisvaldið sett skattfé
í endurreisn bankanna. Þess vegna finnst
mér að bankarnir ættu að upplýsa fyrirtæk-
in í landinu um innkaupastefnu sína og fara
fram á að þau fyrirtæki sem þeir leysa til sín
versli við innlenda framleiðendur því annars
verður vandinn sífellt meiri.“
1,2 milljónir kílómetra á 25 árum
Pappír hf. framleiðir kassa-, posa- og reiknivélarúllur og hefur þjónað svo til öllum stórmörkuðum, olíufélögum og heildverslunum ásamt stórum sem
smáum verslunum í 25 ár. Það hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi.
Framleiðslan hefur hingað til staðist allan erlendan samanburð. Starfsmennirnir eru sex og er rík áhersla lögð á
hraðvirka og góða þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Við höfum verið með fullkomnasta vélakostinn á hverjum tíma og höfum þannig náð að auka hagkvæmni og
nýtingu hráefnis jafnt og þétt. Í dag notum við vélasamsæðu sem við keyptum nýja frá Spáni fyrir sex árum,“
segir Jóhannes Sigurðsson annar eigandi fyrirtækisins.
Í TILEFNI 25 ÁRA AFMÆLIS
PAPPÍRS HF. MUN FYRIRTÆKIÐ
Á NÆSTU VIKUM KOMA FRAM
MEÐ AFMÆLISTILBOÐ SEM MUN
VEKJA ATHYGLI VIÐSKIPTAVINA.