Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 38
21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 folk@frettabladid.is Breski söngvarinn og laga- höfundurinn Jamie Cullum bar sigur úr býtum í undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar í Þýskalandi um helgina. Söngvarinn vinsæli steig þó ekki á svið sjálfur, heldur samdi hann sigurlagið, Standing Still, ásamt tveimur ástsælustu laga- höfundum Bretlands, Steve Robson og Wayne Hector. Það var 22 ára þýskt sjarma- tröll, Roman Lob, sem flutti lagið sem sigraði æsispenn- andi úrslitakeppnina og verð- ur því framlag Þýskalands í lokakeppninni í Bakú í maí. Þýskaland hefur tvisvar sinnum sigrað í Eurovision. Nicole Hohloch var 17 ára gömul árið 1982, þegar hún sigraði með lag- inu Ein bißchen Frieden, og hin 19 ára Lena Meyer-Landrut sigraði árið 2010 með laginu Satellite. - trs Jamie Cullum í Eurovision CULLUM SEMUR LAG Söngvarinn hæfi- leikaríki er einn þriggja höfunda þýska lagsins í Eurovision í ár. Fimm hundraðasti sjónvarpsþátturinn um Simpsons-fjölskylduna var sýndur í Bandaríkjunum á sunnudag. Í honum þurfti Homer og fjölskylda hans að yfirgefa heimkynni sín og búa á stað þar sem útlagar bjuggu, þar á meðal stofnandi Wikileaks, Julian Assange. Samkvæmt sjónvarpsstöðinni Fox tók Assange upp sínar línur fyrir þáttinn í Bretlandi. Þar reynir hann að komast hjá því að verða framseldur til Svíþjóðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 25. þáttaröðin af Simpsons er í gangi núna og þegar henni lýkur verða þættirnir orðnir 559 talsins. Simpsons orðnir 500 47 ÁRA er fyrrum ofurfyrirsætan Cindy Crawford en tíu ára dóttir hennar, Kaia, er einnig komin í fyrirsætubransann og auglýsir barnafatnað Versace. Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífu- laginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgef- andinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið,“ segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst.“ Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skila- boðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-vegginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann.“ Skepta varð að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsök- unar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað,“ skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar.“ Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars,“ segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældalista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjens.“ freyr@frettabladid.is Enski rapparinn Skepta og Brain Police í hár saman BROTIÐ Á BRAIN POLICE Rokkararnir eru ekki sáttir við enska rapparann Skepta, sem tók lag sveitarinnar ófrjálsri hendi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verzlingar segja þér allt sem þú vilt vita um skólann á verslo.is. Kíktu Sjáðu Verzlunarskóli Íslands | Ofanleiti 1 | 103 Reykjavík Kynningarmyndbönd á verslo.is Opið hús 23. febrúar 2012, kl. 17:00 - 19:00. Starfsfólk og nemendur sýna þér skólann og svara spurningum. KL.17:00 - 19:0023. febrúar 2012OPIÐ HÚS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.