Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGKassakerfi & sjóðsvélar ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 20124 HVERS VEGNA Á AÐ HALDA BÓKHALD? Bókhald er upplýsingakerfi, ætlað til að halda utan um tekjur, gjöld, eignir og skuldir rekstraraðila þannig að úr því megi lesa árangur rekstrar og stöðu eigna og skulda frá einum tíma til annars. Bókhaldið er aðalstjórntæki hvers rekstraraðila, það er ekki „bara fyrir skattinn“. Hjá vel reknum fyrirtækjum er bókhaldið notað sem stjórntæki, því ár- angursríkar ákvarðanir byggja á nýjustu staðreyndum úr bókhaldi fyrirtækisins. Meginreglan er sú að allir, sem hafa einhvern rekstur eða starfsemi með höndum eru bókhaldsskyldir og eiga að færa tvíhliða bókhald. Bókhaldsbækur skulu færðar á varanlegan hátt í skipulögðu og öruggu kerfi. KORTANOTKUN Á FERÐALÖGUM FYRSTU VEFVERSLANIRNAR Árið 1990 hannaði Bretinn Tim Ber- ners-Lee fyrsta netþjóninn og vafrann fyrir veraldarvefinn. Veraldarvefurinn opnaði svo formlega árið 1991. Árið 1994 urðu til netbankar og fyrsti pitsustaðurinn á netinu var Pizza Hut. Það sama ár kynnti Netscape SSL gagnadulkóðunina sem hefur orðið grunnurinn að öryggiskerfi vefversl- ana. Árið 1994 kynnti þýska fyrirtækið Intershop fyrstu vefverslun sína. Árið 1995 hleypti Amazon vefverslun sinni af stokkunum og ári síðar varð eBay að veruleika. Í dag geta viðskiptavinir bæði skoðað vörur og keypt á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Við þurfum ekki einu sinni að gera okkur ferð út í búð. Verslunarhættir hafa því talsvert breyst frá því verð var slegin handvirkt inn í búðarkassann og vörurnar afgreiddar yfir borðið. Einhverj- um gæti þó verið söknuður að hinu gamla kerfi og spjallinu við kaupmann- inn yfir borðið. Gamli tíminn rifjaður upp Búðarferðir hafa breyst síðustu áratugi frá því þegar allar vörur voru afgreiddar beint yfir borðið og verðið slegið handvirkt inn í sjóðsvél. Hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur er að finna skemmtilegar myndir af búðarborðum og afgreiðslufólki fyrri tíma. Nóvember 1987, stórmarkaður í Hafnarfirði. Afgreiðslukassar í röðum en verð slegið handvirkt inn. 18. janúar 1985, afgreiðslumaður í fiskbúð vigtar fiskflak áður en stafrænar vogir urðu allsráðandi. Löngu fyrir tíma stafrænna sölukerfa. Ágúst 1977, bakarí við Laugarásveg. Sennilega nýopnað en í hillum má sjá blómaskreytingar. Sjóðsvélin er fyrirferðarmikil á afgreiðsluborðinu. 17. apríl 1980, Guðlaugur Pálsson í Guðlaugsbúð á Eyrarbakka við afgreiðsluborðið. Til hliðar má sjá gamaldags vigt. 27. janúar 1986, Hafnfirðingar spila stórt í Lottóinu. Á fyrstu lottómiðunum voru tölurnar valdar með blýanti sem lottókassinn las. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR ● Látið kortið aldrei úr augsýn. Alltaf skal fylgjast með þegar afgreiðslumaðurinn útbýr úttektar- miðann. Ef hringja þarf og biðja um úttektarleyfi skuluð þið fylgja af- greiðslumanninum ef hann þarf að fara frá til að hringja, biðja hann að koma með vélina að borði ykkar á veitingastað eða fylgja honum að kassanum. ● Gangið úr skugga um að upphæðin á seðlinum sé rétt og að upphæðin sé fyllt út í niðurstöðu- dálkinn. ● Gætið kortsins sérstaklega vel á mörkuðum, skemmtistöðum og ekki síst nætur- klúbbum. ● Geymið ekki alla fjármuni á sama stað. ● Leggið leyninúmer- ið (PIN) vel á minnið en hafið það ekki meðferðis. Hraðbankar ● Varist að fara ein í hraðbanka að kvöldi eða nóttu til. ● Tilkynnið umsvifa- laust ef kort glatast eða því er stolið. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.