Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Sólarljós er mesti skaðvaldurinn þegar kemur að hrukkumyndun en húðlæknar áætla að allt að 90 prósent þeirra húðbreytinga sem fólk telur að séu vegna öldrunar séu í raun tilkomnar vegna skemmda af völdum sólarljóss. Kvenleikinn uppmálaður B ikiní Fitness snýst um stæltan en ofur kvenlegan vöxt, þannig að fegurð kvenlík- amans fái notið sín til hins ítrasta,“ segir Kristbjörg þar sem hún ræktar sinn eigin kropp og annarra í Laugum. Fram undan er WBFF-heimsmeistaramót í Tórontó í ágúst þar sem Kristbjörg keppir í fyrsta sinn við atvinnumenn í Bikiní Fitness. „Það verður mjög spennandi, en ég þurfti lítið að hafa fyrir atvinnumannakortinu,“ segir hún hlæjandi og vísar til þess þegar Paul Dillett, heimsfrægur vaxtarræktar- maður og stofnandi World Bodybuilding and Fitness Federation (WBFF) sá hana í ræktinni þegar hann kom til Íslands í vetur. „Þá leist honum svona ljómandi vel á mig að hann vatt sér upp að mér í tækja- salnum og bauð mér atvinnumannakort á staðnum,“ segir hún brosmild. Kristbjörg fékk ung áhuga á hreysti og hreyfingu. Hún æfði fótbolta á Álftanesi frá níu ára aldri, en fór að halla sér meira að líkamsrækt í tækjasal þegar nálgaðist tvítugt. „Mér fannst strax gaman að rækta líkam- ann með lóðum en smitaðist af fitness-bakt- eríunni þegar besta vinkona mín keppti í fitness vorið 2010,“ segir Kristbjörg sem mætti sjálf til keppni um haustið sama ár og lenti í öðru sæti á bikarmóti IFBB. En hvað kostar að komast í svo glæsilegt bikiníform? „Miklar æfingar og hollt mataræði. Fit- ness er lífsstíll sem útheimtir mikinn sjálf- saga og viljastyrk, og getur verið mjög erf- iður andlega og líkamlega. Ég æfi sex til tólf sinnum í viku og hef einn hvíldar- og nammi- dag, en borða hina dagana hollan kost sex sinn- um á dag. Þá passa ég vel upp á skammtastærðir og hef vanið mig á að borða hægt og rólega,“ upp- lýsir Kristbjörg sem á næstu dögum opnar sína eigin fjarþjálfunarsíðu. Hún segir sjálfstraust sitt hafa aukist í takt við æ betra líkamsform og því fylgi mikil vellíðan. „Jú, jú, auðvitað er maður öruggur með sig á bik- iníi á sundlaugarbakkanum, en ég velti því minna fyrir mér eftir að fitness varð lífsstíll. Nú finnst mér ekkert eðlilegra en að vera í fínu formi, þótt ég sé alls ekki í keppnisformi allan ársins hring. Slíkt er beinlínis óhollt því þá getur maður ekki leyft sér neitt og það verður leiðinlegt til lengdar. Líkamsrækt verður einfaldlega að vera skemmtileg.“ thordis@frettabladid.is Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir keppir á WBFF- heimsmeistaramóti í Bikiní Fitness í Kanada í ágúst. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga STÓR FLOTTUR teg MAGGIE - með sérstaklega gott hald fyrir þung brjóst, fæst frá 36-42 í skálum E,F,FF,G,GG,H,HH,J,JJ á kr. 10.985,- glæsilegar buxur frá M-4xl á kr. 4.750,- Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Sundfatnaður - ný sending komin www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg Lífræn ofurfæða frá Naturya Ofurfæða er það sem allir eru að tala um þessa dagana enda er hún einstaklega rík af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum. Fólk hefur notað ofurfæðu frá örófi alda til að viðhalda hraustleika og heilsu. Tilvalið í þeytinginn, grautinn og baksturinn. Nýtt 20% afsláttur Boston leður svart, hvítt st. 35-48 rautt st. 36-42 blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Verona svart, hvítt st. 36-41 Bari leður rautt, sand, blátt st. 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinnssóla st. 36-42

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.