Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 42
21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR30
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Eyjakonan Elísa Viðars-
dóttir var í gær valin í A-landsliðs-
hópinn fyrir Algarve-bikarinn en
þetta er í fyrsta sinn sem landsliðs-
þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyj-
ólfsson velur hana í keppnishóp.
Elísa mun hitta þar fyrir marka-
drottninguna og eldri systur sína
Margréti Láru Viðarsdóttur sem
er markahæsti leikmaður kvenna-
landsliðsins frá upphafi.
Elísa var að sjálfsögðu í skýj-
unum þegar Fréttablaðið heyrði í
henni í gær. „Þetta er mjög kær-
komið enda er þetta draumur hvers
knattspyrnumanns,“ sagði Elísa og
þeir sem til hennar þekkja í Eyjum
og annars staðar vita að hún hefur
metnað til að ná langt. „Ég er búin
að leggja mjög hart að mér síðast-
liðið ár og er búin vinna að því
markvisst það að komast í lands-
liðið síðasta eina og hálfa árið,“
segir Elísa sem spilaði mjög vel
með spútnikliði ÍBV í fyrrasumar
en nýliðarnir náðu þá þriðja sæti
deildarinnar. Elísa er fimm árum
yngri en systir hennar Margrét
Lára Viðarsdóttir sem hefur skorað
63 mörk í 77 A-landsleikjum.
„Það hefur verið langþráður
draumur að fá að spila með stóru
systur enda hefur maður alltaf litið
upp til hennar,“ segir Elísa sem er
mjög ólíkur leikmaður enda spil-
ar hún í vörninni og vanalega sem
bakvörður. „Við erum eiginlega
bara svart og hvítt,“ segir Elísa í
léttum tón.
Elísa er nýkomin heim frá Þýska-
landi þar sem hún heimsótti stóru
systur hjá þýska stórliðinu Turbine
Potsdam. „Ég var í heimsókn hjá
henni fyrir tveimur vikum og æfði
með þeim hjá Potsdam. Það var
rosalega gaman og þvílík reynsla
sem ég fékk þar á þessum tíu
dögum. Það gekk framar vonum,“
segir Elísa og hún ætlar sér langt.
„Það er draumur númer eitt, tvo
og þrjú að komast í eitt að bestu
liðum í heimi. Maður þarf að taka
þetta skref fyrir skref, byrja á því
að koma sér í landsliðið og svo í
liðið. Þá eru manni allir vegir færir
því eins og landsliðið er í dag þá er
þetta eitt besta landslið í heimi. Það
hefur verið erfitt að komast í lands-
liðið síðustu ár enda stelpurnar allt-
af að verða betri og betri. Það er
frábært að vera byrjuð að banka á
dyrnar,“ segir Elísa og hún er sann-
færð um að æfingarnar í Potsdam
hafi verið góður undirbúningur.
- óój
FÓTBOLTI Stórliðin Chelsea og
Real Madrid verða í sviðsljós-
inu í kvöld þegar leikið verður í
16-liða úrslitum Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu. Spænska
liðið Real Madrid sækir CSKA
heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri
leik dagsins. Enska liðið Chelsea
keppir við Napólí á Ítalíu í síðari
leiknum en báðir leikirnir verða
sýndir á Stöð 2 sport.
Fréttablaðið fékk Reyni Leós-
son, sérfræðing í Meistaradeildar-
mörkunum á Stöð 2 sport, til þess
að rýna í leiki kvöldsins – og þá
sérstaklega hið stórskemmtilega
lið Napólí.
Það er aðeins farið að hitna
í kolunum í herbúðum enska
liðsins Chelsea en gengi liðs-
ins að undanförnu hefur ekki
verið upp á marga fiska.
Napólí sýndi styrk sinn í
riðlakeppninni með því að
skilja Manchester City eftir
í þriðja sæti A-riðilsins. Man
City tapaði 2-1 í Napólí og það
er ljóst að verkefnið verður
erfitt fyrir Chelsea.
Nafn og mynd af André
Villas-Boas, knattspyrnustjóra
Chelsea, er ekki það fyrsta sem
maður rekst á þegar orðinu
atvinnuöryggi er flett upp í orða-
bók. Portúgalinn þarf virkilega á
góðum úrslitum að halda þegar
hann fer með lið sitt í heimsókn til
Ítalíu þar sem að hið stórskemmti-
lega lið Napólí er andstæðingur
enska úrvalsdeildarliðsins.
„Þetta verður án efa flottur
leikur og gaman að sjá gamla
liðið hans Diego Maradona komið
í fremstu röð á ný. Napólí er ekki
að nota hefðbundin leikkerfi, enda
spila þeir stundum með þriggja
manna varnarlínu og stundum
með fimm leikmenn í vörn. Paolo
Cannavaro, fyrirliði Napólí, er
yngri bróðir hins eina sanna
Fabio Cannavaro sem var fyrir-
liði ítalska landsliðsins sem varð
heimsmeistari í Þýskalandi árið
2006. Paolo er líkt og Fabio, grjót-
harður varnarmaður, sem gefur
ekkert eftir. Bakverðir Napólí
taka virkan þátt í sóknarleiknum
og á miðsvæðinu eru þeir með tvo
mjög taktíska og klóka leikmenn
– Walter Gargano frá Úrúgvæ
og svissneska landsliðsmanninn
Gökhan Inler sem er af tyrknesk-
um uppruna. Þeir eru gríðarlega
öflugir og skila varnarhlutverk-
inu með sóma,“ sagði Reynir en
hann bendir á „skytturnar þrjár“
sem eru í fremstu víglínu ítalska
liðsins.
Ezequiel Lavezzi, Marek
Hamšík og Edinson Cavani halda
uppi sóknarleik liðsins. Allt frá-
bærir sóknarmenn. Það er alveg
þess virði að leggja þessi nöfn á
minnið og fylgjast vel með þeim.
Það er mjög mikilvægt að John
Terry verði klár í slaginn í vörn
Chelsea og að mínu mati væri það
best fyrir Chelsea að Gary Cahill
yrði við hlið Terry í þessum leik.
Varnarleikurinn verður að vera í
lagi og Chelsea skapar sér alltaf
færi með þá Juan Mata og Didier
Drogba innanborðs.
Það er útlit fyrir að frostið verði
í aðalhlutverki þegar Real Madrid
sækir CSKA heim í Moskvu.
Gera má ráð fyrir að hitastigið
verði eitthvað undir frostmarki,
1-9 gráður. José Mourinho hefur
verið með lið sitt á bullandi sigl-
inu í spænsku deildinni þar sem
liðið trónir á toppnum, 10 stigum
á undan Barcelona.
„Madrid hefur náð fínum úrslit-
um í tveimur síðustu leikjum liðs-
ins í Meistaradeildinni í Rúss-
landi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1
tímabilið 2002-2003. Real Madrid
vann Zenit í St. Pétursborg 2-1
veturinn 2008-2009. Það eru því
miklar líkur á því að Real Madrid
nái góðum úrslitum enn og aftur í
Rússlandi,“ sagði Reynir.
seth@frettabladid.is
Skytturnar þrjár eru nú í Napólí
André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-
aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni.
STÓRSKEMMTILEGIR Leikmenn Napólí fagna marki Edinson Cavani. NORDICPHOTOS/GETTY
ELÍSA VIÐARSDÓTTIR Í leik með ÍBV
síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Elísa Viðarsdóttir valin í fyrsta sinn í landsliðið:
Systurnar eru eins
og svart og hvítt
ALGARVE-HÓPURINN er þannig skipaður: Katrín Jónsdóttir, Þóra Björg Helgadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárus-
dóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Sif Atladóttir, Rakel Hönnudóttir, Guðný B. Óðinsdóttir,
Greta Mjöll Samúelsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Þórunn Helga
Jónsdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir, Mist Edvarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir.
FÓTBOLTI Forráðamenn Potsdam
og Malmö hafa farið fram á það
að Sigurður Ragnar Eyjólfsson
stýri álaginu á leikmenn liðsins
í hóf á æfingamóti A-landsliða
kvenna á Algarve í Portúgal.
Margrét Lára Viðarsdóttir
er á mála hjá þýska meistara-
liðinu Potsdam. Sara Björg
Gunnarsdóttir og Þóra B. Helga-
dóttir eru leikmenn sænska
meistaraliðsins Malmö.
„Við munum reyna að koma til
móts við óskir þeirra. Potsdam
og Malmö leika í 8-liða úrslitum
Meistaradeildar Evr-
ópu aðeins viku eftir
að mótinu lýkur á
Algarve. Það er vissu-
lega álag sem fylgir
þessu móti, fjórir
leikir á rétt rúmri
viku. Við gerum
okkar besta að
koma til móts
við þessar
óskir ég er ekki
búinn að ákveða
hvernig við útfær-
um þetta, eða hvort
þetta sé hægt,“
sagði Sigurður
Ragnar. - seth
Sigurður Ragnar á Algarve:
Sparar hann
lykilleikmenn?
Afreksstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Samfélagssjóður Landsbankans veitir þrjár milljónir króna
í afreksstyrki. Markmiðið með veitingu styrkjanna er að
styðja við bakið á afreksfólki sem iðkar einstaklingsíþróttir.
Einnig verða veittir styrkir til ungs íþróttafólks sem á
framtíðina fyrir sér.
Eirfarandi styrkir verða veittir:
Afreksstyrkir: Allt að 500.000 kr.
Afreksfólk framtíðarinnar: Allt að 200.000 kr.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur vegna afreksstyrkja rennur út föstudaginn 2. mars
2012 (póststimpill gildir).
Fylla þarf út sérstakt umsóknareyðublað á vef Landsbankans og senda
til: Afreksstyrkir, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík.
Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til
verðugra verkefna. Árlega eru fimm tegundir styrkja veittar; afreks-
styrkir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og um-
hverfisstyrkir. Dómnefndir eru skipaðar fagfólki á hverju sviði.
Nánari upplýsingar á landsbankinn.is.