Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 12
12 21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F eluleikur Ólafs Ragnars Grímssonar forseta gagnvart fjölmiðlum, sem biðja um skýr svör um það hvort for- setinn hyggist bjóða sig fram á ný eða ekki, er gagn- rýni verður og embætti forsetans sízt til sóma. Þeim sem hlýddu á áramótaávarp forsetans bland- aðist fæstum hugur um að hann hefði tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til emb- ættisins á ný í kosningunum næsta sumar. Fljótlega kom þó fram sú kenning, byggð á rýni í texta ræðunnar, að forsetinn hefði skilið eftir þá glufu að gefa kost á sér á ný, fengi hann áskoranir um slíkt. Í framhaldi af þessu var hrundið af stað söfnun undirskrifta undir hvatningu til forsetans um að gefa kost á sér fimmta kjörtímabilið. Þetta hefur orðið til þess að fjölmiðlar hafa leitað eftir skýrum svörum forsetans um það hvað áramótaávarpið hafi í rauninni þýtt. Og eins gaman og forsetanum getur þótt að vera í fjölmiðlum, bregður nú svo við að hann gefur engin svör og forðast hljóðnemana eins og heitan eldinn. Meira en sex vikur eru frá því að áramótaræðan var haldin og enn sitjum við uppi með textaskýringar annarra en Ólafs Ragnars Grímssonar – og óvissu um það hvað hann ætlast fyrir. Í tilefni af þeirri sérkennilegu stöðu, sem komin var upp með undirskriftasöfnuninni, endurtóku Fréttablaðið og Stöð 2 spurningu úr fyrri skoðanakönnun miðlanna, þar sem spurt var hvort fólki fyndist að Ólafur Ragnar ætti að gefa kost á sér á nýjan leik. Niðurstaðan var sú að rúmur meirihluti, ívið fleiri en fyrir áramót, telja að forsetinn eigi að gefa kost á sér á ný. Þetta er þó miklu minni stuðningur en forseti, sem hefði setið á friðarstóli og rækt skyldur sínar sem sameiningartákns, myndi fá og svigrúmið fyrir öflugan mótframbjóðanda augljós- lega talsvert. Gangurinn í undirskriftasöfnuninni hlýtur líka að hafa valdið forsvarsmönnum hennar vonbrigðum. Staðreyndin er sú, að fullt tilefni gæti verið til þess að trúverðugur mótframbjóðandi skoraði Ólaf Ragnar Gríms- son á hólm í kosningunum í sumar – ef hann gefur kost á sér áfram. Annars vegar hefur hann þróað forsetaembættið með umdeilanlegum hætti, ekki sízt með beitingu málskotsréttarins og pólitískum yfirlýsingum sem gengið hafa þvert á stefnu stjórnvalda. Hins vegar orka ýmis ummæli hans og gjörðir í aðdraganda hrunsins tvímælis, eins og rakið var í rannsóknar- skýrslu Alþingis. Með því að viðhalda óvissunni um áform sín spillir forsetinn hins vegar fyrir hugsanlegum mótframbjóðendum. Það verður að sjálfsögðu að vera klárt hvað hann ætlar að gera, áður en aðrir fara að tilkynna framboð. Þessi framkoma forsetans er ekki aðeins ókurteisi við þjóð- ina, eins og Róbert Marshall alþingismaður orðaði það um helgina. Þetta er pólitísk refskák af því tagi sem stjórnmála- maðurinn Ólafur Ragnar Grímsson hefði verið fullsæmdur af, en sómir ekki embætti forseta Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓRÓlafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Róttækrar hugsunar er þörf til að endurskipuleggja lífeyriskerfi lands- manna. Í ljósi reynslunnar þarf að endur- skoða alla stefnumótun og lagaumgjörð. Fólki mislíkar að fjármun- ir þess séu háðir duttlungum markaðar í þeim mæli sem nú er, en ekki nýttir til markvissr- ar uppbyggingar á innviðum samfélagsins eins og gert var í meiri mæli fyrr á tíð. Þá er augljóst að lífeyris- sjóðakerfið í núverandi mynd er orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir um 120 milljarða á ári. Helminginn mega þeir fara með úr landi, svo fram- arlega sem gjaldeyrisforðinn leyfir. Hinn helminginn verða þeir að fjárfesta hér heima. Það geta þeir gert hjá ríki og sveitarfélögum, sem að mínum dómi er heppilegasti kosturinn. En eftir- spurn opinberra aðila eru takmörk sett og má hugsa sér að hluti þess fjármagns sem fólk leggur til lífeyris, og byggir á sjóðsmyndun, fari til fjárfestinga í atvinnulífinu. Ég tel hins vegar að blandan í okkar lífeyriskokteil þurfi að breytast hvað varðar ráðstöfun iðgjalda og aðra fjár- mögnun á kerfinu. Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun. Ég tel að falla eigi frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyris- kerfinu. Almannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé. Drýgstur hluti þess fjár gæti komið úr nýjum Auðlindasjóði sem um er rætt að setja á laggirnar. En svo að það sé sagt alveg skýrt: Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerð- ingu fyrri kerfa. Um þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að líf- eyriskerfin verða að koma til endurskoð- unar inn í framtíðina og ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru. Lífeyriskerfið þarf að endurmeta Lífeyris- sjóðir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Ég tel að falla eigi frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almanna- trygginga í lífeyriskerfinu. Mest seldu vítamín í Bretlandi og hafa hlotið hin virtu verðlaun „ The Queen´s award for enterprise“ við hlustum! Af eða á Fá mál hafa komið fram jafn sérkenni- leg að undanförnu og meint uppsögn Gunnars Þ. Andersen. Það virðist dagamunur á því hvort Gunnari hafi verið sagt upp eða ekki og hvert nýtt viðtal við Aðalstein Leifsson, stjórnar- formann FME, gerir ekkert annað en að flækja málið. Gunnari var gefinn einn virkur dagur til að svara greinar- gerð um eigið hæfi, þar sem hæfi hans var eiginlega ekki dregið í efa, en samt og þó, það var matskennt, en samt mun enginn standast matið, en hann á að fara, eða nei, það er ekki búið að ákveða það, en komdu samt með andmælin þín, því við ætlum að láta þig fara. Fagmennska fyrirmunuð? Þetta vekur upp þær spurningar hvort íslenskri stjórnsýslu sé fyrir- munað að sýna fagmennsku. Er virkilega ekki hægt að láta forstöðu- mann ríkisstofnunar vita að starfskrafta hans sé ekki óskað lengur á einhvern einfaldari hátt? Eða bæjarstjóra í Kópavogi? Eða tilvonandi forstjóra Bankasýslunnar? Það liggur við að það sé hending ef mannabreytingar hjá ríkinu enda ekki í eintómu klúðri. Rök og víglínur Umsagnir um frumvarp um skattfrelsi IPA-styrkja ESB hér á landi komu úr ólíkum áttum og með misjöfnum rökum. Félag endurskoðenda fór ítarlega yfir hugsanleg neikvæð áhrif sem lögin gætu haft á samkeppnis- stöðu innlendra aðila, varðandi IPA- verkefni, vegna ýmiss konar gjalda og skatta. Bændasamtökin og LÍÚ eru alfarið mótfallin frumvarpinu, en rök þeirra eru alveg óháð sköttum eða skattfrelsi. Styrkirnir feli í sér „óeðli- lega“ og „óásættanlega“ aðlögun. Það er sennilega langt þangað til Brussel gerir bændum og útvegsmönnum til hæfis. kolbeinn@frettabladid.is, thorgils@frettabladid.is Ólafur Ragnar Grímsson þarf að svara skýrt: Forseti í feluleik

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.