Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 2
21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 Stefán, ætlar svartur ekkert að fara að leika? Nei, þetta er bara þrátefli. Bók rithöfundarins Stefáns Mána, Svartur á leik, er nú komin á ný í toppsætið hjá bókaútgáfunni Forlaginu, þrátt fyrir að hafa fyrst verið gefin út fyrir átta árum. SPURNING DAGSINS M S . I S ENGIN SÆTUEFNI 3% HVÍTUR SYKUR AÐEINS AÐEINS 1% FITA20% ÁVEXTIR ÞÝSKALAND Joachim Gauck, 72 ára fyrrverandi prestur og fyrrverandi austur-þýskur andófsmaður, tekur við af Christian Wulff sem forseti Þýskalands. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari sá sig nauðbeygða til að fallast á þetta um helgina eftir að Philipp Rösler, leiðtogi samstarfsflokks hennar í ríkisstjórninni, ákvað að styðja tillögu Sósíaldemókrata og Græningja. Þetta er talinn verulegur ósig- ur fyrir Merkel, þar sem hún var fyrir tveimur árum andvíg því að Gauck yrði forseti, eins og Sósíal- demókratar og Græningjar vildu strax þá. Þess í stað fékk Merkel því fram- gengt þá að Christian Wulff yrði fyrir valinu, en hann neyddist til að segja af sér í lok síðustu viku vegna gruns um spillingu. Merkel er hins vegar sjálf prestsdóttir frá Austur-Þýska- landi, þannig að nú verða tvö æðstu embætti landsins í fyrsta sinn skip- uð fyrrverandi Austur-Þjóðverjum. Merkel tók fram að hún bæri fyllsta traust til Gaucks, þrátt fyrir fyrri andstöðu sína: „Við höfum bæði alið aldur okkar að hluta í Austur-Þýskalandi og draumur okkar um frelsi rættist árið 1989,“ sagði Merkel. - gb Angelu Merkel þröngvað til að samþykkja að Joachim Gauck verði forseti: Andófsmaður verður forseti JOACHIM GAUCK OG ANGELA MERKEL Forseti og kanslari Þýskalands verða bæði fyrrverandi Austur-Þjóðverjar. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir tilraun til manndráps í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í nóvember síðastliðn- um. Einn mannanna er ákærður fyrir að skjóta úr haglabyssu á bíl sem í voru tveir menn, en hinir tveir fyrir að taka þátt í mann- drápstilrauninni. Ákærðu heita Kristján Hall- dór Jensson, 31 árs, Axel Már Smith, 33 ára, og Tómas Páls- son Eyþórsson, 25 ára. Þeir hafa allir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna frá því grunur féll á þá, segir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Ríkissaksóknara. Ákæran verður þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á morgun. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einn mann- anna hafa játað brot að hluta. Fjórði maðurinn tengist málinu einnig, en haglabyssan sem notuð var við skotárásina fannst í fórum hans. Hann er ekki grunaður um aðild að árásinni og hans mál því skilið frá manndrápstilrauninni. Málið tengist uppgjöri vegna fíkniefnamála. Þremenningarnir mæltu sér mót við mennina tvo sem voru í bílnum sem skotið var á til að gera upp ágreining um skuld annars þeirra við Tómas, að því er fram kemur í ákæru. Mennirnir hittust að kvöldi föstudagsins 18. nóvember á bíla- stæðinu við bílasöluna Höfðahöll- ina við Tangarbryggju í Reykja- vík. Fram kemur í ákærunni að þar hafi árásarmennirnir farið úr bílnum og gengið að bíl fórnarlambanna, og að Tómas hafi sparkað í bílinn. Ökumaður bílsins bakkaði til að reyna að komast undan mönn- unum, og skaut þá Kristján úr haglabyssu að framhluta bílsins en hitti ekki, samkvæmt lýsingu á atburðum í ákærunni. Fórnarlömbin óku á brott, og veittu þremenningarnir þeim eftirför í sínum bíl. Á hringtorg- inu við Bíldshöfða skaut Kristján öðru skoti út um glugga bílsins. Í þetta skiptið hæfði hann bíl fórn- arlambanna, með þeim afleiðing- um að afturrúðan splundraðist og miklar skemmdir urðu á bílnum. Brot úr hagli hafnaði meðal ann- ars í baki aftursætis bílsins. Fórnarlömbin keyrðu eftir árás- ina á lögreglustöðina við Hverfis- götu og veittu árásarmennirnir þeim ekki frekari eftirför. Lögregla handtók Tómas sama kvöld, og fann við leit í bíl hans úðavopn og kylfu. Við húsleit hjá Kristjáni fundust fjögur úðavopn. Fórnarlömb mannanna krefj- ast þess að þeir verði dæmdir til að greiða hvorum mannanna 1,2 milljónir króna í miskabætur. brjann@frettabladid.is Þrír ákærðir fyrir til- raun til manndráps Þrír menn sem grunaðir eru um skotárás í Bryggjuhverfinu hafa verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps. Skuldauppgjör endaði með skotárás og bílaeltinga- leik. Skot úr haglabyssu splundraði afturrúðunni í bíl fórnarlamba mannanna. HANDTEKNIR Lögregla var með talsverðan viðbúnað eftir skotárásina við Höfðahöll- ina í nóvember og handtók í kjölfar hennar þrjá menn sem setið hafa í gæslu- varðhaldi síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Tveir erlendir ferðamenn, karl og kona, voru í bíl sem valt og lenti utan vegar í Flóanum í gærdag. Líklegt er talið að ökumaður bílsins hafi misst stjórn á honum í hálku á Suðurlandsvegi við Kjartansstaði. Bíllinn valt tvær eða þrjár veltur. Klippa þurfti ökumanninn út úr bílnum en farþeginn komst sjálfur út úr honum. Fólkið var flutt með sjúkrabílum á slysa- deild í Reykjavík en var ekki talið alvarlega slasað. Bíllinn er mikið skemmdur. - þeb Hálka á Suðurlandsvegi: Ferðamenn slösuðust í veltu DANMÖRK Nefnd á vegum dönsku lögreglunnar leggur til að bíleig- endur verði sektaðir vegna hrað- aksturs en ekki ökumenn sé öku- hraðinn allt að 30 prósentum yfir leyfilegum hraða. Markmiðið er að auðvelda störf lögreglunnar verði sjálfvirkt umferðareftirlit tekið í notkun eins og stefnt er að. Verði reglunum breytt eins og nefndin leggur til þarf lögreglan ekki að bera kennsl á ökumann- inn af mynd. Nóg verður að kom- ast að því hver eigandinn er með því að skoða bílnúmerið á mynd- inni. Þar með verður hægt að senda eigandanum greiðsluseðil vegna sektarinnar. - ibs Tillaga vegna hraðasekta: Bíleigandinn greiði í stað ökumanns SERBÍA, AP Risavaxnar íshellur sem borist hafa niður eftir Dóná í Serbíu hafa valdið talsverðu tjóni á bátum og bryggjum. Hundruð báta hafa skemmst og fljótandi skemmtistaður sem var þekkt kennileiti í Belgrad sökk eftir að íshrönglið lenti á honum. Dóná lagði í frosthörkunum síðustu vikur, en leysingar undanfarna daga gerðu það af verkum að ísinn brotnaði og barst niður fljótið. Jakarnir voru allt að 50 sentímetra þykkir og afar þungir. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki, en óttast er að leysingarnar geti valdið miklum flóðum víða í Evrópu. - bj Íshröngl á fljóti veldur hættu: Sökkti fljótandi skemmtistað SKAÐI Flotbryggjur og bátar skemmdust þegar jakana rak niður Dóná. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Maður, sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæsta- rétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Lögmaður mannsins hefur sent beiðni til héraðsdóms og óskar eftir dómskvaðningu matsmanna til að meta hvort nýjar rannsóknir og álit sérfræðinga gefi tilefni til að breyta niðurstöðu Hæstaréttar. „Ég var ásakaður um að gera hluti sem ég gerði ekki, og var dæmdur fyrir það og ég vil fá það leiðrétt,“ segir Sigurður Guðmundsson. Drengurinn var í daggæslu hjá Sigurði og þáver- andi konu hans í Kópavogi árið 2001. Hann missti meðvitund í gæslunni og lést tveimur dögum síðar. Drengurinn var talinn hafa látist af völdum heilkennis ungbarnahristings. Sigurður og kona hans voru bæði ákærð og grunuð um að hafa valdið dauða drengsins. Hún var sýknuð en Sigurður fékk átján mánaða fangelsisdóm og sat inni í heilt ár á Kvíabryggju. Hann hefur aldrei getað sætt sig við málalyktir. - ha, bj Vill endurupptöku máls eftir að hafa hlotið dóm fyrir að valda kornabarni dauða: Vill mat á nýjum rannsóknum BÖRN Dagfaðir er ósáttur við niðurstöðu dómstóla um að hann hafi valdið dauða kornabarns. Myndin tengist málinu ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SLYS Íslenskur piltur lést í alvar- legu umferðarslysi á laugardaginn í Tansaníu í Afríku. Starfsmaður utanríkisráðuneytisins staðfest- ir að pilturinn hafi látist en vildi ekki gefa upp nánari upplýsingar um málið. Pilturinn var rétt tæplega tví- tugur og var á ferð með sænskum félögum sínum þegar hann lenti í slysinu. Óhappið átti sér stað í Arusha í Tansaníu, sem er nærri hæsta fjalli Afríku, Kilimanjaro. Orsök slyssins er óljós. Fram kemur í sænskum fréttum að tvær jeppabifreiðar hafi skollið saman á þjóðveginum nærri Kilimanjaro. - vg Alvarlegt umferðarslys: Íslenskur piltur lést í Tansaníu EGYPTALAND, AP Saksóknari í máli Hosní Múbarak, fyrrverandi for- seta Egyptalands, krafðist þess í lokaræðu sinni við réttarhöldin að hann verði dæmdur til dauða fyrir að fyrirskipa lög- reglu og örygg- issveitum að beita vopnum gegn mótmæl- endum. Saksóknar- inn segir sann- að að Mubarak hafi heimilað beitingu skotvopna gegn óbreyttum borgurum. Sam- kvæmt opinberum tölum létust 850 í mótmælum í landinu frá 25. janúar til 11. febrúar í fyrra. Mótmælunum lauk með því að Múbarak hraktist frá völdum eftir að hafa stýrt fjölmennasta ríki arabaheimsins í nærri 30 ár. - bj Réttarhöld yfir Mubarak: Saksóknari vill dauðarefsingu HOSNÍ MÚBARAK Ökumaður bílsins bakkaði til að reyna að komast undan mönnunum, og skaut þá Kristján úr haglabyssu að framhluta bílsins en hitti ekki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.