Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 6
21. febrúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR6 SVÍÞJÓÐ Umskurður drengja á trúarlegum forsendum er líkams- árás. Þetta segir félag barna- lækna í Svíþjóð. Félagið hefur gefið út yfir- lýsingu þar sem hvatt er til þess að umskurður sem ekki byggi á læknisfræðilegum þáttum verði bannaður. Staffan Jansson, stjórnarmað- ur í félagi barnalækna, segir að banna eigi umskurð vegna þess að drengir geti ekki tekið ákvörð- un sjálfir. Aðgerðin feli í sér afskræmingu. - þeb Ofbeldi gagnvart drengjum: Læknar vilja banna umskurð HEILBRIGÐISMÁL Skurðaðgerðir vegna brottnáms PIP brjóstapúða hófust á Landspítalanum í gær- morgun. Talið er að um 440 konur hér á landi séu með púðana, en af þeim fengu 393 bréf frá velferðar- ráðuneytinu þar sem boðið var að láta fjarlægja púðana úr þeim á Landspítalanum. Nýir sílíkonpúðar verða ekki settir í konurnar í sömu aðgerð. Af þessum 393 konum hafa 154 leitað til Krabbameinsfélags Íslands og farið í ómskoðun vegna brjóstafyllinganna. Samkvæmt nýj- ustu tölum frá landlæknisembætt- inu hafa 89 þeirra, eða 58 prósent, greinst með leka púða. Hlutfa l l lekat íðni hefur lækkað töluvert frá því að fyrstu skoðanirnar voru framkvæmdar á Leitarstöðinni, en til að byrja með var rúmlega 80 prósent kvenna með leka púða. Það fór svo niður í 68 pró- sent í næstu skoðun og stendur nú í 58 prósentum, eins og áður sagði. Evrópusambandið rannsakar nú hvort iðnaðarsílíkonið í hinum frönsku PIP púðum sé skaðlegra en annað sílíkon, en niðurstöður rannsókna hingað til hafa verið ófullnægjandi. Getgátur hafa verið á lofti um að það sé krabbameins- valdandi, en erfitt hefur reynst að staðfesta það þar sem mismunandi efnasambönd eru í púðunum. - sv Um 58 prósent skoðaðra kvenna með leka PIP púða samkvæmt nýjustu tölum: Byrjað að fjarlægja PIP púða SKURÐAÐGERÐ Brottnám PIP púða úr brjóstum kvenna hófst í gærmorgun. Nýr opnunartími í Vínbúðunum Skeifunni, Dalvegi og Skútuvogi. OPNUM KL. 10 ALLA VIRKA DAGA Þú sérð opnunartíma annarra Vínbúða á vinbudin.is E N N E M M / S ÍA / N M 49 95 2 KEMUR HEILSUNNI Í LAG 20% AFSLÁTTUR 1.FEB-29. FEB Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur GRIKKLAND Vonir stóðu til þess í gærkvöldi að fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu 130 millj- arða evra fjárhagsaðstoð við Grikk- land. Fundi þeirra sem fram fór í Brussel í gær var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í tengslum við þessa aðstoð er talið líklegt að fjármálafyrirtæki felli niður 100 milljarða evra af skuldum gríska ríkisins, og tapi þar með allt að 70 prósentum af því sem Grikkir skulda þeim. Grikkland þarf fé frá Evrópu- sambandinu og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum fyrir 20. mars til að geta greitt næstu afborganir af skuldum ríkissjóðs. „Við verðum að ná niðurstöðu á þessum fundi, tíminn er að renna út,“ sagði Jean-Claude Juncker, for- sætisráðherra Lúxemborgar, sem stýrði fundi fjármálaráðherranna í gærkvöldi. Þjóðþing þriggja evrulandanna, nefnilega Þýskalands, Hollands og Finnlands, þurfa reyndar að sam- þykkja þessa fjárhagsaðstoð áður en hún verður að veruleika. Loks þarf leiðtogaráð Evrópusambands- ins að leggja blessun sína yfir hana á fundi sínum í byrjun mars. Miklar efasemdir eru um að þessar aðgerðir dugi til að koma ríkisskuldum Grikklands niður í 120 prósent af vergri landsfram- leiðslu, eins og stefnt er að. Lands- framleiðslan hefur dregist saman þannig að nú þegar vantar að minnsta kosti sex milljarða evra upp á að það markmið náist. Niðurskurður í ríkisfjármálum hefur bitnað harkalega á almenn- ingi í Grikklandi og hagvöxtur vart í sjónmáli. Volker Kauder, þingflokks- formaður Kristilega demókrata- flokksins í Þýskalandi, hefur vakið athygli á því að Grikkjum standi til boða umtalsverður stuðningur úr svæðaþróunarsjóði ESB. Reyndar standi bæði Spánverjum og Portú- gölum slík aðstoð til boða. „Peningarnir eru til á fjárlögum Evrópusambandsins. Það á bara eftir að óska eftir því,“ segir hann í þýska vikublaðinu Bild am Sonn- tag. Með þessu fé geti Grikkir feng- ið hjálp við uppbyggingu með svip- uðum hætti og Þýskaland fékk eftir seinni heimsstyrjöldina með Marshall-aðstoð frá Bandaríkjunum. Þá hafa Þjóðverjar boðist til að aðstoða Grikki við endurbætur á stjórnsýslu ríkisins, meðal ann- ars við að útbúa skilvirkara skatt- kerfi. Wolfgang Schäuble, fjármála- ráðherra Þýskalands, hvetur Grikki til að fallast á þetta boð. Grikkir gætu þó átt erfitt með að þiggja aðstoð af þessu tagi frá Þýskalandi, ekki síst í ljósi þess hve illa Grikkir tóku í nýlegar hug- myndir Þjóðverja um að Evrópu- sambandið taki tímabundið að sér stjórn efnahagsmála í Grikklandi. gudsteinn@frettabladid.is Funduðu um aðstoð við grísk stjórnvöld Fjármálaráðherrar evruríkjanna reyndu í gærkvöldi að ná saman um 130 milljarða evra aðstoð til Grikklands. Grikkir eiga rétt á fé úr svæðaþróunarsjóði ESB. Þjóðverjar bjóðast til að hjálpa til við stjórnsýslu og útfærslu skattareglna. Á FUNDI FJÁRMÁLARÁÐHERRA EVRURÍKJANNA Í BRUSSEL Lúkas Papademos, for- sætisráðherra Grikklands, á tali við Jean-Claude Juncker, fjármálaráðherra Lúxem- borgar, og Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Borðar þú bollur á bolludag- inn? JÁ 83% NEI 17% SPURNING DAGSINS Í DAG: Borðar þú saltkjöt og baunir á sprengidaginn? Segðu þína skoðun á visir.is EVRÓPUMÁL Félag löggiltra endurskoðenda segir frumvarp um undanþágu skatta og gjalda af IPA styrkjum Evrópusambandsins (ESB) ekki fylgja þeirri kröfu að styrkirnir skuli renna óskiptir til þeirra verkefna sem þeim er ætlað. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um frumvarpið, en það verður líklega afgreitt innan skamms úr efnahags- og viðskiptanefnd til annarrar umræðu á þingi. Samkvæmt umsögn endurskoðenda eru hugtök frumvarpsins oft óljós, sem geti varpað vafa um hvort greiða þurfi skatt af þjónustu eða ekki. Sam- kvæmt því gæti frumvarpið veikt stöðu innlendra aðila í samkeppni um verk tengd IPA verkefnum því að þeir þurfi að greiða tekjuskatt af sínum tekjum á meðan svo er ekki um erlenda aðila. Bændasamtök Íslands og Landssamband íslenskra útvegsmanna leggjast gegn frumvarpinu þar sem þau telja að það feli í sér aðlögun að reglu- verki ESB. Aðrir aðilar, til dæmis Samband íslenskra sveitar- félaga, Náttúrufræðistofnun Íslands og Ríkisskatt- stjóri gera engar athugasemdir við frumvarpið í svörum sínum. Samband sveitarfélaga telur rétt að þau sveitarfélög sem hafi áhuga á að taka þátt í IPA verkefnum á sviði byggðamála fái tækifæri til þess. - þj Endurskoðendur um frumvarp vegna skattaundanþága tengdra IPA styrkjum: Gæti veikt stöðu innlendra aðila ALÞINGI Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og við- skiptanefnd og mun líklega fara til annarrar umræðu á þingi innan skamms. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN milljarðar evra er sú upp- hæð sem Grikkland þarf til að greiða af skuldum sínum þann 20. mars. 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.